Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1946, Blaðsíða 3

Dýraverndarinn - 01.11.1946, Blaðsíða 3
 Reykjavík nóvember 1946 7. tbl. SIGURÐUR E. HLI-ÐAR: DYRAVERIMDLIM Fræðiléga skoðað, hvílir dýraverndun á í'jóruni formrökum: 1. Af trúarlegum ástæðum hefir margur maðurinn lmeigzt til dýraverndunar. Frum- stæðar þjóðir trúðu á illa og góða anda. I háskalegum dýrum, svo sem drekum og slöng- um, áttu hinir illu andar að búa, en góðu and- arnir voru i nyljaskepnunum. Á hærra menn- ingarstigi varð trúin á sálnaflakk til. Átti þá sálin, fyrir fæðingu mannsins og eftir dauða hans, að búa í einhverju dýri. Af þessu hlaul afstaða manna til dýra að mótast, að meira eða minna Icyti. Margir forlagatrúarmenn og menn, sem trúa á guðlega forsjón, skoða dýr- in sem hliðstæðar lífverur i sköpunarverki Guðs, sem þeim beri að elska og annast, ekki til þess að lítillækka sjálfa sig, heldur til þcss að göfgast og í'ullkomnast á þroskabraut mannkynsins. 2. Af hreinni rcttlætiskennd og mannúð hefir fjöldi manns um heim allan beitt kröft- um sinum og áhrifum í þágu dýraverndunar- málefnanna. Hefir starfsemin þá aðallega beinzt gegn illri og ómannúðlegri meðferð á skepnum. Af þessum rökum og fyrir þessa starfscmi voru fyrstu dýraverndunarfélög stofnuð i byrjun 19. aldar. Það fyrsta i London 1824, í Stuttgart 1837, í Paris 1845, í Wien 1846 o. s. f'rv., og nú er svo komið, að þús- undir dýraverndunarfélaga eru um allan hinn menntaða heim. 1 hinum stærri löndum hafa félögin myndað sambönd sín á milli og nokkr- um sinnum hafa alheimsmót dýraverndunar- félaga átt sér stað. Með fræðandi fyrirlestr- um og ritgerðum í blöðum og tímaritum um dýraverndun, vinna þessi félög markvisst og reyna þannig að hafa áhrif á löggjöf og leið- andi nienn. Auk þess er þessi starfsemi nierk- ur þáttur í uppeldi hinnar uppvaxandi kyn-- slóðar á hverjum tíma. — „Það ungur nem- ur, gamall temur". 3. I flestum eða öllum menningarlöndum heims eru til lagafyrirmæli um friðun nátt- úrunnar, dauðrar og lifandi. Þannig cr frið- að, að meira eða minna leytí, dýralíf, gróð- ur eða jarðmyndanir, þar sem nauðsyn ber til að þessu sé cigi spillt eða því útrýmt. Sumstaðar eru afmörkuð landsvæði friðuð. Skógarleifar, eða staðir, sem hafa sögulegt eða nátlúrufræðilegt gildi. . Með hinni hraðvaxandi vélamenningu cru vissar dýratcgundir í stórri hættu staddar, og menn hræðast jafnvel, að alger útrýming þeirra standi fyrir dyrum, nema öflugar gagn- ráðstafanir komi til. Til varnar ýmsum fram- andi (exotiskum) dýratcgundum hafa laga-

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.