Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1947, Qupperneq 4

Dýraverndarinn - 01.09.1947, Qupperneq 4
34 DYRAVERNDARINN íilfinningunni, að ég meinti ekkert með þessu og sá eftir að liafa sagt það. Þessu alviki gleymi ég aldrei. Ég lief aldr- ei séð slíka umönnun um einn tikarhvolp. Þó hygg ég, að þessi dýravinur hafi fengið sinn dóm hjá samtíð sinni og verið veginn og léttvægur fundinn, þrátt fyrir alla sína innilegu nákvæmni og hugulsemi við smæl- ingjana. Mér gefinn hundur. Nú liðu rúmar 5 vikur frá því, er við Valdi- mar liittuinst á Hólinahálsi -—■ og færir hann mér þá hvolpinn að gjöf. Hafði, eins og við mátti húast, lekið orð mín hátíðlega. Eg kunni ekki við að ganga á hak orða minna og tók mannlega á móti gjöfinni og þakk- aði fyrir. Lét Valdimar þau orð falla, að sér liætti vænl um að hafa ekki þurft að farga þessum hvolpi, því.að sér segði svo hugur um, að hann yrði húsbóndahollur og gæfu gripur, ef liann kæmist i góðs manns hendur. En liamingjan liezta! Ég var að komast i vandræði. Hvað liafði ég eiginlega með hund að gera, lausamaður kóngsins, lieimilislaus umrenningur? Ég var að vísu ráðinn harna- kennari á stóru og myndarlegu sveitaheim- ili yfir veturinn. En þegar ]iað gerðist, var minn litli förunautur ekki kominn til sög- unnar. Ég fór hónarveg til tilvonandi liúsbænda, og fór þess á leit að mega hafa litla vininn með mér inn á heimilið, og var það mál auðsótt. Kolur. Hvolpinn nefndi ég Kol. Kvöldið, sem við Kolur lilli fluttum i vetrarvistina, var liann ekki öflugri lil gangs en svo, að hann fylgdi mér ekki eftir, og varð ég að bera hann af og til. -—- Hér mættum við mjúkum vina- höndum. Var strax búið um Kol í kassa með lieyi í, og kassinn var hafður undir eldavél i eldhúsinu, sem þá var i kjallara hússins. Skynugur. Ekki leið á löngu, þar til liúsmóðirin, sem sjálf var að mestu i eldhúsinu og veitti til- tektum litla gestsins nákvæmar gætur, fót’ að liafa orð á því, að hér væri enginn heimsk- ingi á ferðinni, og ekki léti hann nema einu sinni snupra sig fyrir það sama. Hún veitti því eftirtekt, að Kolur hreyfði sig aldrei úr kassanum, hver, sem um eldhúsið gekk. En þegar hann heyrði fótatak mitt niður stig- ann, stökk hann upp úr kassanum, teygði úr sér og hristi sig og' fagnaði mér vel — engum öðrum. Einþykkur. í frístundum míniun tók ég hann með mér úl og lék við iiann. Þannig liðu dagar og vikur. Kolur óx og dafnaði vel, og með okkur tókst vinátta. Þegar fram á útmánuði kom, var snjólétt, sauðfé rekið daglega til beitar og oft smalað á kveldin. Ég fór þess á leil við fjármenn- ina, að þeir reyndu að fara með Kol minn til kinda og vita, hvort ekki væri hér fjár- hundsefni i uppvexti. Þessu var vel tekið, og nokkrum sinnum var það reynt en árang- urslaust. Hann hændist ekki að fjármönnunum og fylgdi engum út af heimilinu. Hann var nokkrum sinnum horinn lil fjárhúsanna eða inn i dali til smalameiinsku, en ]>að var seg- in saga, að um leið og liann losnaði úr þeim fjötrum, tók Iiann til fótanna heim á leið í hól sitt, ef engar lindranir voru á vegi hans. Þetta háttalag Kols mæltist illa fyrir. Fjár- mennirnir lögðu honum illl eilt lil og voru þess fullvissir, að fjárhundur yrði aldrei úr svo einþvkku og vitlausu kvikindi. Ég tók þessu öllu vcl, en vinátta okkar Kols minnk- aði ekkert ■— síður en svo — við þessar hrak- spár. Vorið 1!)12 Iióf ég húskap á Borg í Skriðdal, sem er innsti bær að vestanverðu. Land jarðar- innar liggur til heiða og öræfa og er þar fénað- arferð mikil og smalamennska oft hörð og erf- ið. Hér kom sér vel að eiga góðan fjárhund. Að vísu var Kolur minn óvanur að koma til kinda, en hann var vel vitiborinn og bú- inn að læra ýmislegt þar fyrir utan. Hann vissi vel um þýðingu orða, svo sem: Komdu með þa'ð. Sæktu það. Sittu kyrr. Hærra upp o. s. frv. Þetta o. fl. kom honum að góðu

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.