Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1947, Síða 7

Dýraverndarinn - 01.09.1947, Síða 7
DYRAVERNDARINN 37 Tjóðraða lambið. Vorið 1943 var fremur kalt og gróðurlítið og frost ])ví nær á hverri heiðskírri nóttu langt fram á sumar. Eina þessa björtu vornótt var ég á ferð ásamt fleira fólki, og margt ber fyr- ir augu ferðamannsins, enda ])ótt farið sé í bíl. Við komum að vel hýstum sveitabæ og dok- uðum þar við andartak. Næturkyrrð hvíldi yfir umhverfinu, nema að því leyti, sem ferðafólkið truflaði hana, og ])ar að auki eitt hjáróma og ömurlegt hljóð annað, sem barst okkur til eyrna. Það kom frá litlu unglambi, er var t.jóðr- að að hæjarhaki, rétt við veginn. Ég hafði lítinn tíma til athugunar, en það sá ég, að tjóðurbandið var stutt, ekki öllu lengra en sæmilegur heizlistaumur, bletturinn, sem lambið stóð á, var upp urinn, hlautur og alger- lega skjóllaus. Það jarmaði i sífellu og stóð í keng af kulda. Ég hafði eitthvað orð á þessu við náunga, er með mér var, sem ég vissi, að var þarna kunnugur. Hann sagði, að lamhið hefði misst móður sína, en væri þarna hjá sínum rétta eig- anda. Mér kom í hug, að mikið liefði þessi vesa- lingur misst, móðurumhyggjuna, spenann sinn og frelsið. Það er víst ekki vandalaust að hæta móðurmissi, en svo mikið veit ég af reynslunni, að það er hægt að hæfa hann betur en þarna var gert. Ég hafði mikla löngun til þess að hafast eitt- hvað að. En hvað gat ég eiginlega gert? — Ég var hér á hraðri ferð. Eigandi lambsins svaf víst í bóli sinu og hefur sennilega getað sofið vært fyir áhyggjum af þessum litla einstæð- ing að bæjarbaki. Ef ég hefði vakið hann upn og falað af honum lambið til kaups, þá hefði hann bara haldið, að ég væri genginn af vitinu. Ef til vill hefði ég átt að era þetta og sækja það svo fas, að hann liefði neyðst til að taka mig alvarlega og láta mig fá lambið. Raunar hefði ég ekkert getað við það gert, nema að lóga þvi, og það hefði ég þá átt að gera fyrir augunum á þessum herra. Annað hefði ég getað, en það sá ég um sein- an. Ég hefði getað skorið tjóðurhandið sund- ur i marga parta. Þá hefði orðið að finna nýtt band til þess að tjóðra lambið með á ný og það hefði ekki getað orðið styttra en þetta, ef til vill svolítið lengra. Þeim mun meira frelsi hefði lambið þá fengið. Ef til vill hefði nýja bandið getað orðið svo langt, að það hefði náð út fyr- ir hleytuna, og ef til vill svo langt, að lamlíið hefði getað fundið skjól. Það getur vel farið svo, að eigandi litla ein- stæðingsins þarna í moldarflaginu lesi þessar línur, og fari svo, þá vil ég óska honum ])ess, að þær verði honum eins minnisstæðar og mér það, sem ég sá að bæjarbaki lijá lionum þessa köldu vornótt 1943. Vegfarandi. SPOLA LITLA Mér finnst ég mega til að segja litið eitt frá einni lítilli vinkonu minni. Ég kalla Iiana litla, því að hún var það langminnsta lamh, sem ég hef séð, þó að hún sé nú orðin gömul ær, 8 vetra í vor, ef hún lifir, og ég vona, að hún eigi eftir að lifa mörg ár enn, ef engin slys henda liana. Spóla var undan mórauðri á, scm hróðir minn átti, og liún var heimaalningur, oft tvi- lembd en liafði það til að vilja ekki nema annað lamhið, og svo var i þetta sinn. Hitt lambið var stór hrútur, svartur með livitan kraga um hálsinn, en gimhrin svarthildótt Spóla á íullorSins aldri með barnið sitt.

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.