Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1951, Blaðsíða 4

Dýraverndarinn - 01.09.1951, Blaðsíða 4
34 DYRAVERNDARINN talinn fullgildur sem kynbótahestur framvegis. Hins vegar þótti tvisýnt, hvort hann yrði nokk- urn tíma hafður til reiðar framar, en svo rætt- ist furðu vel úr því, og í sumar var hann sagður jafngóður af meiðslinu. Reiðhesturinn. Síðan ég fór að koma Loga á balt, hef ég alltaf notað hann sem reiðhest eftir þörfum. Þegar hann er tek- inn, beizlaður og lagður á hann hnakkur, veit hann um leið, hvað stendur til. En áður en ég stig á bak, er ég vanur að hjala við hann um tíma og gæla við hann. Logi tekur því vel, en allt látæði lians ber vott um það, að honum sé mikið í hug, augu hans og eyru eru vökul, vöðvarnir hnyklast og slakna á vixl og stundum smá ýtir hann við mér með flipunum. Það er sýnilegt, að honum finnst ekki eftir neinu að bíða til að aðhafast eitt- hvað. Þegar ég er kominn á bak, breytist Logi í fasi og framkomu. Hann reisir höfuðið, svip- mikill og tígulegur á velli. — Svo er hann há- leitur, að ef við eigum leið á móti illviðri, get ég skýlt andlitinu bak við hnakkann á hon- um með því að lúta ofurlítið niður. — Vöðvar lians stælast og eru tilbúnir lil átaka, og nú hefst nýr þáttur í samskiptum okkar. Ég geri hórium Ijóst með ýmsu móti til hvers ég ætl- ast: taumhaldi, orðum og raddbreytingum, margvíslegum bendingum og mörgum þeirra ósýnilegum. Það er alltaf mjög auðvelt og í mörgu er eins og hann beinlínis skynji hugs- anir minar. Taumhaldið hef ég að sjálfsögðu laust og leikandi. Að jafnaði er hann mjög viljugur og vill stundum fara geystara en góðu hófi gegnir, en oftast — eða réttara sagt alltaf — get ég haft hemil á honum með einhverjum vísbendingunum, sem áður voru nefndar. Vilji ég aftur á móti hraða ferðinni, eru vitanlega margar leiðir til þess, en ef til vill hef ég oftast þá aðferð að ])rýsta kálfunum að síðum hans. Þá herðir hann á sér og því meir sem ég þrýsti fastar. Þegar ég fer svo að halda aftur af honum að nýju, læt ég öll tök slakna, þrýsti hvergi að honum, heldur eins og losa um mig allan i söðlinum eða ég stilli hann með því að tala sefandi til hans. Sé ég einn á ferð, stjórna ég honum oftast að mestu leyti með því að tala til hans. Fari ég úr ístöðunum, er hann vanur að nema staðar um leið. Komið hefur þó fyrir, að Logi hefur tekið af mér ráðin, stund og stund, og er það þá oft- ast, eftir að ég lief lengi haldið honum niðri á sínu skemmtilega brokktölti. Aðferðin, sem hann hefur til þess, er alltaf sú sama. Hann kippir snöggt og fast í taumana með því að teygja fram höfuðið, ris upp að framan, tek- ur nokkur löng og svífandi stökk áfram og rífur sig þannig úr viðjum taumhaldsins. Leyfi ég honum þá jafnan að hlaupa drjúgan spöl á fleygiferð, eins og hann langar til, enda tekur hann þessa spretti varla nema ástæð- ur lejdi. Síðan stilli ég hann aftur á þann hátt, sem áður hefur verið nefnt og er það nær því alltaf auðgert og vandalaust, enda þótt svona liggi á honum. Ég hef gaman af jiessum fjörsprettum, þó að aðrir vilji ef til vill telja þá til gönu- hlaupa eða einhvers þess konar. Logi hefur ekki verið æfður til veðhlaupa, en hlauphraða hefur hann mikinn, þegar svo ber undir. Að öllu samanlögðu er hann tvímæla- laust meiri skörungur en nokkur annar reið- hestur, sem ég lief kynnzt. Hér hefur verið reynt að gera lítilsháttar grein fyrir nánustu samskiptum okkar Loga. Að vísu hefur árangurinn af þeirri viðleitni orðið minni en til var ætlazt, en samt verður að sitja við svo búið. Eitt og annað. Logi er stóðhestur, eins og áð- ur er sagt, og átl við það, að hann sé óvanaður, cnda er nú orðið algeng- ast og vel til fundið að hafa þetta nafn sér- staklega á slíkum hestum. í Dalsseli eru eitthvað um eitt hundrað liross og líka margt hrossa á nágrannabæjunum. Framan af gekk Logi laus og liðugur í þess- um hrossahóp, hafði vakandi auga með hryss- unum og þær voru að sama skapi hændar að honum. Þegar nefndur er hryssuhópur hér að framan, er átt við þetta slóð. 1947 féklc hann svo nafnbót sem kynbótahestur lijá

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.