Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1951, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.09.1951, Blaðsíða 8
38 DYRAVEftNDARINN VEGFARANDI: ÓSAMRÆMI Veðrið var kalt, enda komið nokkuð fram yfir miðjan október, og loftið drunga- legt. Stór ský sveimuðu frá auslri til vesturs og boðuðu, að óveður væri í nánd. Það marr- aði í frostnum veginum undir hjólum Jjílsins. Nokkur visin puntstrá við veginn drjúptu höfði, eins og þau vildu minna menn á, að veturinn væri að koma. Nokkur köld og harð- neskjuleg snjókorn þeyttust fram hjá, en höfðu engin áhrif á hinn tröllaukna farar- skjóta, sem bar okkur með undraliraða heim að nýtízku sveitarbæ. Og stórt og fínt var íbúðarhúsið, þó að ekki væri þarna allt eftir nýjustu tízku, ef vel var að gáð. Okkur var vel tekið. Fólkið var gestrisið, eins og flestir Islendingar. Af ónefndum á- stæðum varð þarna löng viðstaða. Ég hafði ekki annað að gera en að líta í kring um mig. Þarna var margt að sjá. Meðal annars kom ég í fjósið, sem ekki liafði á sér neitt nýsköpunarsnið, en var blýtt og sæmi- lega bjart. Engar jötur voru í því og lieyinu fleygt í básana. Þarna voru nokkrir nautgrip- ir, sem allir báru augljós merki lofsverðrar vellíðunar. Meðal þeirra var nýborin kýr, sem lá á þykkum l)eði af grænni töðu. Nokkuð var einnig í básnum hjá hinum kúnum og eitt- hvað í flórnum. Nýfæddi kálfurinn lá líka á þykkum töðumúga. Þarna mun hafa farið all- mikið bey til óþarfa, blátt áfram til einskis. Þegar við lögðum af stað aftur frá þessum bæ, var farið að snjóa og komið vonzkuveð- ur. Leið okkar lá nú fram hjá fjárhúsunum, sem voru spölkorn frá bænum. Þau voru ný- leg að sjá, ef ekki var komið of nærri þeirn, en þau voru opin, að minnsta kosti í annan endann, og helzt leit út fyrir, að opin væru víð- ar, því að lítið minni snjór sýndist inni í þeim en úti. Nokkrar kindur hlupu út úr húsunum og duttu flestar í dyrunum. Þar og utan við þær hafði staðið lón, sem nú hafði lagt og var orðið að hálu svelli. Víðsvegar kringum húsin og út- frá þeim var allmargt íe, sem stóð þar og hímdi eða lá. Allt var það uppburðarlítið og bar eins glögg merki vanlíðunar og gripirnir i fjósinu þess gagnstæða. Þess má geta, að lið var óslöðug, gekk á bleytuhriðum með frostum og snjógangi á milli. Ekkert mun hafa verið farið að gefa þessu fé og ekki mun því hafa verið gefið þetta kvöld eða næsta dag, en þá mun liafa verið frostlaust. Ekki efa ég, að full þörf var á því að gefa fénu. Þarna er fremur rýrt land og skjóllitið. Þetta fé mundi hafa étið með góðri lyst töðu- sængurnar úr fjósinu. Ekki svo að skilja, að ég sé að halda því fram, að blessuðum kúnum hafi liðið of vel, en þær liafa ekki gagn af þvi heyi, sem þær leifa, og full vel getur far- um um þær, þó að þær séu ekki látnar liggja á þykkuni beði af grænni töðu, og full dýr liygg ég, að sú sæng hefði orðið síðastliðið vor. Og ekki get ég skilið, að nokkur bóndi geti með sannri ánægju stært sig af nylliæð kúnna sinna og kjötþunga vetrunganna, ef hann sér ærnar sínar dragast lioraðar um hagana og veit þær velta um og vera lifandi rifnar sund- ur af vörgum, getur að minnsta kosti búizt við, að svo fari. Nú mun einhver vilja segja, að hér sé litið um öxl og skyggnst inn í gamla tímann, því að svona lagað gerist ekki nú á dögum. — Og það er að vísu satt, að fóðrun búpenings er víða mjög sæmileg og sums staðar góð, en hirðingu og umgengni er víða mjög ábóta- vant. Okkur þykir úrelt nú á dögum að slá með orfi og ferðast á liestbaki, og okkur ætti einnig að þykja úrelt að tala um skynlausar skepnur og umgangast þær eins og dauða hluti. Auðvitað verður seint girl fullkomlega fyrir slysahættu á mönnum og skepnum, og vitanlega gelur kind farið afvelta, þó að hún sé vel frísk, en mikið er henni hæltara, ef hún er mögur, og því fremur sem hún er þrótt- minni. Og golt er að geta ekki kennt sjálfum sér um það, sem miður fer. Eitt víxlsporið er það, að mörgum bættir til að fara of seint að gefa á haustin, jafnvel

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.