Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1951, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 01.09.1951, Blaðsíða 7
DtKAVERNDARINN 37 „Fargað vegna mæðiveikinnar" „Nú eru allir vinirnir mínir dánir“ . . . Svo sagði Jón heitinn Baldvinsson, sá góði vinur dýranna, sem lézt á Akureyri í fyrra sumar. Grðin lét hann falla í áheyrn kunningja síns daginn eftir, að hann hafði orðið að farga sauðfé sínu vegna mæðiveikinnar. — „Maður hlífir sjálfum sér við að hugsa um líðan hans um þessar mundir,“ skrifaði þessi sami maður að Jóni látnum. Eins og allir vita, er m æ ð i v e i k i skæður sauðfjársjúkdómur. Pestin barst til landsins með svo nefndum karakúlhrútum sumarið 1930, og fjórum árum síðar liafði hún víða stungið sér niður og sýnilegt að hverju fór.- Þessa hrúta átti að nota til að ala hér upp sérstakt og verðmætt fjárkyn, en þeir u r ð u til þess, að hver einasta sauðkind í mörgum sýslum var að velli lögð. Baráttan gegn mæðiveikinni hefur kostað þjóðina ógrynni fjár, og víðar en flestir munu ætla hefur hún liaft í för með sér sorg og þjáningar af sama tagi og þau orð, sem til- færð voru hér að ofan, eru sprottin af. Sönn- un þess er viða að finna — og ekki sízt í Dýra- verndaranum. Honum hafa hvað eftir annað verið sendar smágreinar um kindur eða mynd- ir af þeim, þar sem þess er getið með sökn- uði, að mæðiveikin liafi orðið þeim að bana eða þeim hafi verið lógað vegna hennar, eins og lesendur munu kannast við. Fjárflutningar Nú er svo komið, að mæðiveikin virðist senn verða sigruð. Nýr fjárstofn hefnr verið fluttur til flestra sveita, þar sem hún lá í lancli, og næsta haust munu flestar þeirra, sem nú eru eflir, fá heilbrigðar kindur. Eru það mest lömb (en ær þó líka), sem flutt hafa verið á fjárskiptasvæðin, og mikill hluti þeirra er frá Vestfjörðum. Til flutninganna hafa bæði verið liöfð skip og bílar; á lengstu flutningaleiðunum að meslu levti skip. Það er vitað mál, að lömbin hafa oft orðið fyrir hörmulegri meðferð í flutningunum, þó að það liafi lítt verið á orði liaft, svo hörmu- Þrjár mæðgur frá Úlfsbæ í Bárðardal. „Sú bíldótta var með þyngstu ám, sem hér hafa verið til, gæf og elskuleg," skrifar sendaudi myndana. Þeim var farg- að haustið 1947 vegna mæðiveikinnar — þá heil- brigðum. Þetta haust var öllu sauðfé slátrað á stóru svæði norðanlands og víðar, síðan var fluttur þang- að nýr fjárstofn frá héruðum, sem höfðu sloppið við sýkina. Þannig hefur verið reynt að útrýma mæði- veikinni og virðist það ætla að lánast. Stallsysturnar, Lóa og Gullkróna, einnig frá Úlfsbæ, fargað á sama tíma og af sömu orsök og hinum. Mæðiveikin herjaði norðanlands allt austur að Jökuls- á á Fjöllum. Vestanlands slapp aðeins Vestfjarða- skaginn við hana, þó ekki sunnanverð Strandasýsla. Á Suðurlandi barst hún austur að Mýrdalssandi. Sveinbjörn Þ. Egilsson, Úlfsbæ, Bárðardal, sendi blaðinu myndirnar. legri, aö furðulegt má heita, að öflugar ráð- stafanir skuli eigi liafa verið gerðar til að komast hjá endurtekningum. Raunar er varla von á góðu, þegar þess er gætt, að 20—30 lömb fórust í fjárflutningunum haustið 1948 (sum- ir segja allt að 40), enda þótt framkvæmda- (Sjá bls. 40).

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.