Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1951, Blaðsíða 10

Dýraverndarinn - 01.09.1951, Blaðsíða 10
40 D’ÍRAVERNDARINN Ákært fyrir hryllilegt athæfi Seint í vetur eða vor var formanni Dýra- verndunarfélags íslands, Sigurði E. Hlíðar yfirdýralækni, sagl frá hryllilegum atburði, er gerzt hefði á bænum Krossi í Haukadal í Dalasýslu. Var það kona að vestan, er stödd var hér syðra, sem sagði frá þessu. Kvaðst hún hafa orðið vör við það, er hún dvaldi um tíma á þessum hæ, að faðir húsfreyjunn- ar, Guðmundur Ásmundsson, hefði brennt unga hvolpa lifandi i eldavél. Seinna lýsti hún þessu athæfi svo nánar fyrir rétti. Skýrsla um þetta, samkvæmt frásögn kon- únnar, var síðan send Þorsteini Þorsteins- syni, sýslumanni í Dalasýslu, með þeim til- mælum, að hann tæki málið til rannsóknar, og nærri miðjum september í haust fór rétt- arrannsókn fram. Var hún framkvæmd af fulltrúa sýslumannsins, en ekki honum sjálf- um. Skömmu síðar voru málsskjölin send Dómsmálaráðuneytinu. Dýrav. hafa ekki borizt enn fregnir um framhald málsins, enda skammt siðan, að það var afhent ráðuneytinu. Blað eitt í Reykjavík kom nýlega með þær upplýsingar í þessu máli, að maðurinn liefði neitað ákærunni. Það kom víst engum á óvart, en hvort Iiann er j-anglega ákærður, er eigi að siður allt annað mál. Fonnaður dýraverndunarfélagsins fékk og afrit af málsskjölunum, en á þessu stigi máls- ins þykir ekki rétt að greina nánar frá inni- lialdi þeirra. Það mun vei’ða gert síðar, ef tilefni gefst. S. Ii. FjúrfíiM tn int/nt’ (Framh. af bls. 37). stjóri sauðfjárveikivarnanna segði i blaða- viðtali, að þessir flutningar hefðu gengið all- vel og slysalaust. En hvernig fórust þessi lömb? — Svo mikið er víst, að þar sem lömb farast í flutningum, hvort sem þau eru 20 eða 40, sverfur í-ækilega að hinum, þó að þau haldi lífi. Að vísu geta skip hreppt ófyrirsjáanleg ill- viðri á langri leið í þessum ferðum, eins og öðrum, og þá má húast við öllu illu án þess. D ýravendarinn. Útgefandi: Dýraverndunarfélag fslands. Ritstjóri: Sigurður Helgason, Njálsgötu 80, Reykjavík. (Sími 5732). Afgreiðslu og innheimtu annast: Hjörtur Hansson, Bankastræti 11 (miðhæð), pósthólf 556, Reykjavik. Ber að senda honum andvirði blaðsins, kr. 10.00, og tilkynningar um nýja kaupendur. Eldri árgang- ar kosta kr. 5,00. Prentaður í Félagsprentsmiðjunni h.f. að nokkur fái rönd við reist. En aðalorsök lambadauðans mun aldrei hafa verið þessi, heldur ófullnægjandi útbúnaður til flutning- anna, skortur á nákvæmni og mannúðlegu eftirliti, en án slíks eftirlits verða fjárflutn- ingar um langar sjóleiðir aldrei framkvæmd- ir, svo að mannsæmandi sé. Eðlilegast væri, að dýraverndunarfélögun- um væjri falið að sjá um menn til að annast þetta eftirlit og einnig eftirlit með fjárflutn- ingabílum. Nýlega kom fjárflutningaskip til Akraness vestan af fjörðum. Þar voru fjórar kindur dauðar og þremur varð að lóga strax, er í land kom. Þar hafði hvorki verið séð fyrir fóðri né vatni, útbúnaður verið slæmur og ófullnægjandi og sennilega of þröngt um féð. Þvi var ekki hjúkrað, er i land kom, heldur strax sett í hús til að skipta því. — Hver ræð- ur slíkri fúlmennsku? Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem mönnum hefur ofboðið meðferðin á fjárskiptafénu, en nú fyrst vildi svo til, að meðal sjónarvotta var maður, sem hæði hafði hjartalag og bein í nefinu til að hefja opinber andmæli. For- manni Dýraverndunarfélags íslands harst i gær skýrsla hans um málið, og í dag skýrðu tvö dagblöð í Reykjavík frá þessai i illu með- ferð á fénu. 27. sept. 1951. S. H. Gjafir til „Dýraverndarans". Til minningar um lcisu frá Elínu (i. Árnadóttur, Heiðarseli, Síðu, kr. 10.00 Frá ónefndri konu úti á landi, kr. 100.00. Frá Guðrúnu Þórailnsdóttur, Víði- mel 21, kr. 50.00. Samtals kr. 160.00. — Með þakk- læti, — f. h. „Dýraverndarans". Hjörtur Hansson-

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.