Dýraverndarinn - 01.09.1951, Blaðsíða 5
DYRAVERNDAIUNN
35
Hrossaræktarfélagi Hólmabæja; embættinu
hafði hann í reyndinni gegnt áður, en nú var
honum formlega veilt það og hefur hann
haldið því síðan. Jafnan hefur hann verið
hýstur á veturna, þegar þörf hefur þótt og
gefið inni. Ef ég er heima, sé ég um hann að
öllu leyti. En lengst af, siðan Logi koni til
sögunnar, hef ég verið oft og stundum lengi
að heiman, og þá hafa aðrir komið í minn
slað, ekki sízt Donna, systir mín. Þó ekki fyrst
og fremst til að færa honum fóðrið, lieldur
til að spjalla við hann og láta vel að lionum.
Faðir minn liefur líka löngum haft gaman
af að hygla honum með góðri tuggu, þegar
hann er inni, og Logi hæði skilur og metur
þá hugulsemi. Faðir minn sýnir honum allt-
af þá háttvísi í umgengni að drepa á dyr
hjá honum, þegar hann kemur með auka-
tuggurnar, og Logi veit, hverju von er á, þeg-
ar liann lieyrir það, því að það hregzt ekki,
að hann kemur óðara til dyra og kumrar
mjög ánægjulega, þegar liann sér föður minn
í gættinni.
Síðan Logi tók formlega við emhættinu, lief-
ur frjálsræði hans verið skert lílið eitt meira
en áður með því að hafa hann í girðingu og
jafnvel stundum i húsum inni, einkum á vorin
og framan af sumrum
Margir afkomendur hans eru efnilegir, og
sumir þeirra virðast ætla að verða úrvalsgæð-
ingar.
Þó að Logi sé stóðhestur, fer ég liiklaust á
lionum til mannfunda, kirkju og yfirleitt hvert
sem ég þarf án þess, að það hafi nokkurn
tíma komið að sök. Hann hefur ekki sýnt
öðrum liestum minnstu áreitni, hvar sem
hann hefur verið eða komið. Síðan hann
lagði niður bernskubrekin, hefur hann löng-
um verið og er svo stilltur og prúður í um-
gengni við aðra, að minnsta kosti, þegar
liann er með reiðtygin, að menn trúa þvi
varla, að hann sé stóðhestur, nema þeir viti
að svo sé.
Ekki getur lieitið, að aðrir en ég liafi not-
að Loga til reiðar. Þó hefur Donna systir
mín og örfáir aðrir einstöku sinnum komið
honum á hak. Til dæmis á hestaþinginu á
Þingvöllum i sumar sýndum við Donna hann
til skiptis, og þar virtist liann sízt kunna ver
við sig með hana en mig. Furðaði áhorfend-
ur mjög á því að sjá stúlku stjórna slíkum
hesti og lika á tilþrifum hestsins undir stjórn
liennar.
Að lokum vil ég aðeins hæta þvi við, að
ég er í engum efa* um það, að vitsmunir Loga
og aðrir koslir hans hefðu aldrei komið í
ljós, ef hann hefði verið hrekktur eða kúg-
aður með illu. Sú aðferð hefði óefað gefið
aðra og verri raun. Efalaust liefði Logi getað
orðið gallagripur, ef illa liefði verið að hon-
um húið. Kostir lians liafa verið laðaðir
fram, en hann liefur ekki verið þvingaður
til einhverra mikilla afreka á kostnað góðrar
og skemmtilegrar skapgerðar. Sjálfsagt liefði
verið liægt að herja liann, hræða og pynda til
hlýðni, eins og flest önnur dýr, en til þess
liefði vissulega þurft meira en almenna ill-
mennsku — til þess hefði þurft mika grimmd.
Hér með lýkur þúttum þessum af gœðingnum, Loga
i Dalsseli. Þeir eru víða skrásettir nœr því orðrétt
eftir frásögn eiganda hestsins og engu bœlt við annars
staðar frá. Þótti mér því bezt við eiga að láta frá-
sögnina haldast í fyrstu persónu. Allir bafa þœtt-
irnir verið bornir undir hann, áður en gengið var
frá þeim að fullu.
Frá upphafi böfðum við þetta nafn á þáttunum,
Vinirnir í Dalsseli. Ásgeir Jónsson frá Gottorp, sem
þekkir þá báða, hestinn og eigandann, befur látið svo
ummælt, að þetta væri mikið sannnefni. Um tamn-
inguna á Loga hefur Eiuar E. Sæmundssen lika sagt,
að Leifur ætti heiður skilinn fyrir hana og að hún
sýndi glöggt, að liann væri dýravinur. Ummæli þess-
ara mætu og alkunnu bestamanna eru tilfærð bér, því
að flestir vita, að þeir eru manna dómbærastir i þess-
um efnum.
Logi hefur ekki fundið náð fyrir augum dómenda
á hrossasýningum, þö að undarlegt sé og varla ein-
leikið um annan eins gæðing. Að vísu bef ég lieyrt,
að þetla stafi einkum af því, að Logi hefur ekki skeið-
gang. Sé svo, er það engu síður furðulegt, þegar hest-
ur á í hlut, sem stendur hverjum skeiðhesti á sporði
með öðru ganglagi. Eftir þvi að dæma er það þessi
sérstaki gangur, sem sker úr um það, hvort hestur
telst góður, en ekki liitt, bvaða afrek besturinn er
fær um. Og eftir þessu ættu til dæmis liálfgerðar
ótemjur, sem þó hefðu skeiðgang, að teljast fremri
vel tömdum bestum og að öðru leyti góðum kostum
búnum, sem ekki liefðu skeiðgang. Ráðamönnum í
þessum efnum getur varla verið trúandi til slíkra
vinnubragða.
Á hestaþinginu á Þingvöllum í fyrra sumar fékk