Dýraverndarinn - 01.09.1952, Qupperneq 3
rijátt mu^n,
Ljómalínd og Stella
Söguþáttur sá, sem hér fer á eftir, gerðist
aðallega á timabilinu frá vorinu 1949 til sum-
arsins 1950. En fyrir aðfaraleysi í mér hef ég
ekki komið i verk að segja frá þessu merki-
lega atviki úr lífi dýranna, fyrr en þetta. At-
vik þetta sýnir, svo að ekki verður um villzl,
að skepnurnar bindast tryggðaböndum, sem
ekki er svo auðvelt að slita og varla sársauka-
laust okkur mönnum að gera tilraunir til þess.
Það er ekki hægt að segja svo frá þessu at-
viki, að ekki sé fyrst minnzt lítillega fyrsta
æviárs Ljómalindar, en svo hét kvíga, sem
ég keypti af nágranna mínum haustið 1947.
Hún var þá nýfædd. Ljómalind dafnaði vel
um veturinn og varð mjög bráðþroska. Um
vorið 1948 gekk hún — þá misserisgömnl, og
hélt uppi gangmálum fram á sumar eða þar
til hún festi fang af óhöppum. Likaði mér
það stórilla og var að umsegja að lóga henni
um liaustið, en vegna barnanna fékk ég þvi
ekki ráðið, því að með þeim og henni hafði
tekizt mikil vinátta, enda var Ljómalind
snemma mannelsk. Gældu börnin oft timum
saman við liana og léku sér kringum liana,
og undi hún sér vel í þeim félagsskap.
Strax, fyrsta veturinn, sem Ljómalind lifði,
var hún hústofn eldri dóttur minnar og mjólk-
aði hún hana kvölds og morgna, enda var
Ljómalind svo þæg, að hún hreyfði sig ekki,
„Mæðgurnar" — kvígan Ljómalind og gymbrin Stella
— sýnilega staddar úti í „guðsgrænni náttúrunni“,
þegar myndin var tekin.
Saga þeirra, sem fylgir hér með skýrt og skilmerkilega
í letur færð, er ein þeirra mörgu og frásagnarverðu
sagna, sem gerast meðal dýranna — auk heldur ein
af þeiin eftirtektarverðari. — Eða hvað segja les-
endurnir um það að loknum lestri hennar?
þó að telpan væri að fitla við spenana á henni.
En þetla fitl telpunnar við Ljómalind átti
eftir að draga dilk á eftir sér, eins og fram
kemur síðar.
Nú leið fram á vetur og að þeim tíma, er
Ljómalind færi að gera að. Lét ég hana þá,
laust eftir sumarmál, á bás hjá mjólkurkún-
um, en fram að þeim tíma var hún með geld-
neytum í útihúsum. Þegar sú breyting var
gerð á meðferð hennar, voru um tveir mán-
uðir til tals.
í fjórðu viku sumars eignaðist ég skepnu,
sem krakkarnir kölluðu Stellu, og er hún