Dýraverndarinn - 01.09.1952, Síða 7
DYRAVERNDARINN
37
^mtóóon
FARFUGLINK
Sunnan lengst úr löndum
leiðstu á vængjum þöndum,
fagri fuglinn minn,
hreiður til að taka,
til að syngja og kvaka.
Kæri gestur, vertu velkominn!
Sveifst þú yfir öldum,
oft mót stormi köldum,
nótt og nýtan dag.
Nú er náð til strandar,
nú, er létt þú andar,
syngur þú þitt sigurfararlag.
Sjáðu blána á brúnum,
bletti grænka á túnuin,
læki líða um sand.
Sjá, hve sólin þíðir,
sviftir snjó og prýðir
okkar beggja elskað fósturland,
Foldu fjallahvíta
fýsti þig að líta.
Er hún ættjörð þér?
Hyggstu hér að finna
hreiður feðra þinna —
ungi vinur, ertu borinn hér?
Syng þú sætum rómi,
syng þú ungu blómi
viðkvæm vögguljóð.
Syng þú hátt í hlíðum,
hreinum rómi og blíðum,
þar sem bergmál bezt þín finna hljóð.
NIÐINGSVERK
Ég verð að stinga niður penna til að segja
frá atburði, sem ég var sjónarvottur að. Við
vorum þrir saman. á gangi, og einn okkar var
með liyssu um öxl. Landið, sem leið okkar lá
um, var grýtt og sendið.
Veiðimaðurinn hafði nokkrum sinnum skotið
á fugla, án þess að honum tækist að vinna þeim
mein. Svo komum við auga á heiðlóu.
„Skjóttu hana ekki, bað ég, en hann lagði
byssuna að vanganum og skotið kvað við. Lóan
flaug upp, og ég klappaði saman lófunum af
fögnuði, en fugladráparinn varð reiður og sagði,
að hann skyti bara næstu lóu, sem hann saú.
Rétt á eftir sáum við, að lóan settist aftur
skannnt frá okkur. Fugladráparinn skaut aftur
á hana, og aftur sá ég hana fljúga upp, en að
þessu sinni komst hún ekki langt; allt í einu
steyptist hún til jarðar. Þegar við komum að
henni, lá hún þar í blóði sínu og baðaði vængj-
unum. Dráparinn reiddi byssuna til höggs og
sló hana með byssuskeftinu, en tókst samt ekki
að murka úr henni lifið, og þarna lá hún og
kvaldist. Þá greip ég hana og kippti henni úr
hálsliðunum.
Mér finnst þetta, og fleira þessu líkt, svívirði-
legt af fullorðnum manni, og mætti efalaust
kæra svona lagað. Ef menn eru að skjóta að
gamni sínu, ættu menn heldur að skjóta í mark
heldur en lifandi dýr - allra sízt ættu menn að
murka lífið úr dýrunum á svona svivirðilegan
hátt.
AthSo frá ritstjóra
Þessi siutta saga greinir ljóst og lifandi frá litlu
atviki — en ljótu. Það, sem gerðist þarna, er and-
styggð öllu sæmilegu fólki, og má þó búast við, að
áþekkir atburðir, og ])aðan af viðbjóðslcgri, eigi sér
stað ærið oft og viða. Þvi verður naumast á móti mælt,
að menn, sem drepa fugla eða önnur dýr einasta sér
til gamans, verðskuldi oftast laklegan vitnisburð að
flestu leyti. Þó má vera, að þeir eigi sér stundum
einhverjar afsakanir til dæmis illt umhverfi og ófull-
komið uppeldi, þess vegna er hafður hér sá fyrirvari,
sem felst i „oftast“ og „að flestu leyti“. — Hitt er
svo allt annað mál og óskylt framan rituðu, að við
mennirnir verðum oft að drepa dýrin unnvörpum,
þegar svo ber undir. Það gerum við ekki okkur til
gamans, heldur af nauðsyn, og munurinn á þessu
tvennu markar skörp takmörk milli menningar og sið-