Dýraverndarinn - 01.09.1952, Qupperneq 8
38
DÍRAVERNDARINN
íslenzk lög og reglur um meðferð dýra
IV. KAFLI.
Lög um útflutning hrossa.
1. gr.
Á erlendan markað ,má ekki í’lytja eldri
liross en 10 vetra og ekki yngri hross en 3
vetra. Atvinnumálaráðherra getur þó leyft út-
ftutning á einstökum hrossum, sem eru eldri
en 10 vetra og yngri en 3 vetra, ef sérstakar
ástæður eru fyrir liendi, sem mæla með því.
2. gr.
Á tímabilinu frá 15. október til 1. júní er
óheimilt að flytja hross á erlendan markað.
— Frá 1. marz til 1. júní má þó flytja út hross
leysis. AS öðru leyti er ástæðulaust að ræða þessa
hlið málsins nánar i þessu sambandi.
Höf. virðist ekki vera viss um, hvort lóudráparinn
gerðist brotlegur við lög með athæfi sínu. Vegna
mannúðarkenndar sinnar finnst honum að vísu, að
svo hljóti að vera, enda skyldu menn ætla, að fugla-
dráp sem leikur væri bannað með lögum hjá siðaðri
þjóð, en ég er þvi miður hræddur um, að dýravernd-
unarlöggjöf okkar íslendinga geymi engin skýr á-
kvæði um það. Þó má vera, að þetta sé misskilningur,
og að snjall dómari gæti heimfært það undir ein-
liver ákvæði dýraverndunarlaganna.
En hvað sem því líður, þá gerðist lóudráparinn
greinilega brotlegur við landslög eigi að síður, fyrst
og fremst fuglafriðunarlögin og sennilega fleiri laga-
fyrirmæli.
Flestir farfuglar eru friðaðir hér á landi og marg-
ar staðfuglategundir líka. Þessi löggjöf er í aðalatrið-
um yfir 50 ára gömul, og um þessar mundir er verið
að endurskoða hana á alþingi.
Það eru hreppstjórar sveitanna og lögregla kaup-
staðanna, sem hafa því hlutverki að gegna að sjá
um, að þessum lögum sé hlýtt, eins og öðrum, og
fyrir þessum aðilum á að kæra mál af þessu tagi.
Höf. æskti þess, að frásögn hans yrði auðkennd
í blaðinu, eins og hér er að sjálfsögðu gert, með stöf-
unum S. K. Nafn sitt og heimilisfang lét hann rit-
stjóra vita eigi að síður, eins og vera ber. Og hann
hefði getað skrifað undir fullu nafni þess vegna,
að það var ekki að neinu leyti rangt eða óviðfelldið,
að segja frá þessu atviki og senda blaðinu frásögnina.
Það var þvert á móti réttmætt í alla staði, og vel má
vera, að það verði einhvern tíma einhverjum til góðs.
Það veit einginn nú og trúlegast er, að við fáum aldrei
neinar upplýsingar um það.
á aldrinum 4—10 vetra, enda séu þau feit og
hafi notið innifóðurs ekki skemur en 1 mánuð.
Þó þarf leyfi atvinnumálaráðherra til sliks út-
flutnings í hvert sinn, enda hafi hann áður
sett reglur um meðferð hrossanna, frá því
þau eru keypt og þar til þau eru látin í skip.
3. gr„
Áður en hross séu flutt úr landi, hvort lield-
ur er til einstakra manna eða til sölu á erlend-
um markaði, skulu þau skoðuð á útflutnings-
staðnum af dýralækni. Þó getur atvinnumála-
ráðherra skipað aðra menn en dýralækna til
þess að hafa eftirlit með útflutningnum, ef
fjarlægðir eða aðrar sérstakar ástæður hanna,
að dýralæknir geti framkvæmt skoðunina. -—
4. gr.
Dýralækni eða öðrum eftirlitsmanni, sem
atvinnumálaráðherra kann að hafa falið eftir-
lit með hrossaútflutningi (sbr. 3. gr.), er skylt
að líta eftir og fullvissa sig um, að rúm það
í skipunum, sem hestarnir eru fluttir í, sé nægi-
lega stórt, loftgott, stíurnar traustar og að
brynningaráhöld séu hagkvæm og í lagi. Enn-
fremur, að hrossunum sé ætlað nægilegt og gott
vatn og fóður og að skipstjóri hafi til umráða
nægilegan mannafla til þess að annast hirð
ingu hrossanna í skipinu. Á stíugófl og gang-
rúm, sem hrossin eru leidd um, skal strá
hálmi eða sandi, eða gera þau ósleip á annan
hátt. Sjá skal fyrir góðri loftræstingu, þar sem
hross eru höfð, og birtu, eftir því sem ástæð-
ur frekast leyfa.
5. gr.
Skylt er dýralækni (eftirlitsmanni) að kyrr-
setja og banna útflutning á hrossum, sem eru
mögur og illa útlítandi, glaseygð, meidd, hölt,
með mjög snúna hófa, áberandi skakka eða
hnýtta fætur, áberandi bilun í fótum eða með
öðrum venjulegum lýtum og göllum.
6. gr.
Þeim, sem senda hross til útlanda, er skylt
að tilkynna það dýralækni (eftirlitsmanni)