Dýraverndarinn - 01.12.1953, Blaðsíða 3
DÝRAVE R N DARIN N
59
lífi. Ástæðan til þess, að ég lét hann frá mér, var
einasta sú, að mér fannst Skjóni minn ekki nógu
fjörharður. — Margar nætur í röð og lengi á
eftir, að ég lét hann, dreymdi mig, að hann væri
kominn heim aftur og hneggjaði hátt. Og stund-
um dreymdi mig, að það kæmi til mín að mér
fannst fyrirmannlegur bóndi, er bað mig að kaupa
folann aftur, en ég daufheyrðist við þessu öllu
og mest vegna þess, að ég vildi alls ekki selja
hinn hestinn, en taldi mér með öllu ókleyft að
eiga tvo hesta. Auk þess lagði ég að öllum jafn-
aði á þessum árum heldur litla trú á drauma,
áleit meira að segja, að þeir stæðu í sambandi
við magaverki eða einhverja aðra likamlega van-
liðan. — Á síðari árum hef ég aftur á móti ótelj-
andi sinnum sannreynt, að þeir hljóta að standa
i sambandi við önnur tilverustig. Ég er sann-
færður um, að líf okkar á þessari jörð er aðeins
lítið brot af okkar eilífu tilveru og lika, að við
stöndum oft í nánu sambandi við framliðna, þó
að við gerum okkur það ekki nema örsjaldan ljóst,
og þó að við getum ekki sannprófað það áþreifan-
lega. — Ég fer svo ekki nánar út í þessa sálma
hér, leyfi mér aðeins að minna á það, að öllum
er heimilt að hafa sína skoðun á trúmálum; trú-
frelsi er leyft í landi voru.
En það er af Skjóna að segja, að ég seldi hann
ungum bóndasyni neðarlega í Ölfusi, eða nánar
tiltekið á bæ rétt við ósa Ölfusár. Þessi imgi
piltur var hrifinn af folanum, langaði mikið til
að eignast reiðhest og bauð fyrir hann sæmilegt
verð. En svo brá við, þegar eigendaskiptin voru
orðin, að Skjóni varð haldinn sterkri heimþrá og
gerðist óviðráðanlegur strokhestur. Hann reyndi
hvað eftir annað að komast heim til æskustöðv-
anna í Vestur-Húnavatnssýslu, en var náð lengi
vel á leiðinni, margsinnis þó ekki fyrr en inni í
óbyggðum. Að lokum tókst honum þó að komast
alla leið norður að Ytri-Torfustöðum, og veit ég
síðan ekkert, hvað á daga hans hefur drifið. Von-
andi hefur hann ekki verið látinn að heiman
aftur, að minnsta kosti kom hann aldrei framar
í ölfusið.
Skógahreinar í Alaska
(Sjá mynd á forsíðunni).
Myndin á forsíðunni er af svonefndum skóga-
hreinum. Þeir eru staddir á hæð einni í undir-
hlíðum Mac Kinleyfjallanna í Norður-Ameríku og
hyggja að hættum framundan. Skynfæri hrein-
dýranna, sérstaklega sjón og þefvísi, eru mjög
næm. Þau eru afar vör um sig. Þegar þau eru á
ferli í heimahögum sínum, rása þau jafnan á móti
vindinum í varúðarskyni. — Fremst til vinstri er
fullorðinn tarfur, ungt karldýr í miðið, en kýr
bað þriðja.
Dýrafræðin skiptir hreindýrastofni jarðarinnar
1 14 kynkvíslir eða afbrigði. Mismunandi gerð
hornanna, breytilegur litur og stærðarmunur er
bað helzta, sem gerir dýrin hvert öðru frábrugðin.
Skógahreinninn er eitt þessara afbrigða, og einna
frábrugðnast, litur og hornalag o. fl. skilur hann
frá öðrum (hornin upprétt og með uppstæðum
greinum).
Skógahreinninn á heima í nyrztu skóglendum
Klettafjallanna, norðan til í skógunum miklu á
sléttum N.-Ameríku og víðar á þessum slóðum,
en hann flakkar langar leiðir bæði norður og
suður, eftir árstíðum, jafnvel mörg hundruð kíló-
metra. Þeir mega því teljast til svonefndra fardýra
(smb. farfugla). Á ferðum sínum synda þeir oft
yfir stór fljót og stríðar ár, stöðuvötn og sund
milli eyja.
I N.-Ameríku er til önnur hreindýrategund,
sem hefst við fyrir norðan skógana á ströndun-
um við Ishafið og eyjunum þar norður af. Þau eru
kölluð mýrarhreinar. — 1 Alaska eru líka nú á
tímum stórar hjarðir af tömdum hreindýrum, sem
upphaflega voru flutt þangað og ekki alls fyrir
löngu.