Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1953, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.12.1953, Blaðsíða 6
62 DÝRAVERNDARINN köngla klippir hann frá greinunum, hagræðir könglinum í klóm sér, þrýstir nefinu inn á milli fræblaðanna og við það að glenna skoltana sund- ur myndast rými fyrir grófa tungu fuglsins til þess að losa fræin og færa þau inn í meltingar- færin. f viðureign við stærri köngla hangir fugl- inn eins og páfagaukur neðan á greinunum. Þar sem krossnefur hefur ekki köngla til þess að opna sér til matar beitir hann hrjúfri tungu sinni til þess að ná fæðunni, fræjum og jafnvel lirfum, inn í munn sér. Af þessu sjáum við, að náttúran hefur tillíkt nef krossnefsins könglum barrskóganna og þar eru líka heimkynni hinna þriggja krossnefateg- unda og undirtegunda þeirra, sem til eru í Ame- ríku, Asíu og Evrópu. Venjulega er gnægð fræbærra köngla á borði hinna norðlægu barrskóga allt árið um kring, svo að krossnefirnir þurfa ekki að flytja sig land- svæða á milli vegna fæðuöflunar. Þeir eru sem sé ekki farfuglar. En við og við hendir það barr- viðina, að þeir af einhverri ástæðu mynda ekki fræ og þá sverfur sultur að krossnefunum og þeir fara á flakk í stór hópum suður á bóginn. Vegna þessa eiga sér stað ,,krossnefaár“, „kross- nefagöngur" eða „krossnefainnrásir". Stundum hafa þessar göngur verið á þriggja ára fresti, en oft hafa liðið fleiri ár á milli — allt upp í tíu. Miklar krossnefagöngur áttu sér stað hér í álfu 1909 og 1927, og varð þeirra beggja vart hér á fslandi. Upp úr slíkum göngum hafa alloft orðið nokkur brögð að því t. d. á Bretlandseyjum, að krossnefir hafa orpið þar. En rétt er að geta þess, að í Skotlandi er til undirtegund af krossnef, sem verpir þar í landi. — Innan þessara flækingshópa ber mest á græn- gulleitum fuglum. Stafar það af því, að ungir karlfuglar fá ekki hinn rauða búning sinn fyrr en þeir eru tveggja ára gamlir. Varptími og útungun. Eins og ég lét á mér skilja hér að framan, verpa krossnefir á tímabilinu janúar til marz. Varp- stöðvar velja þeir sér í útjöðrum skóga og mynda byggðir, því að fuglarnir eru félagslyndir. Hreiðr- ið er uppi í tré, úti á sterkri grein eða við stofn. Eggin eru venjulegast 4. Geymd í traustu hreiðri, sem gert er af kvenfuglinum úr ullarlögðum og Smali á Reykjum og svarta kisa. --------Og seppi bara brosti og þagði — brosti — þagði og hvíldi sig. sinu, en klætt að innan með kanínuhárum, fjöðr- um og fíngerðum sinustráum. Utungunina annast kvenfuglinn. Útungunartími er 12—13 dagar, þrátt fyrir nepju vetrarins. Karlfuglinn aflar egg- lægjunni fæðu, en báðir foreldrarnir annast fæðu- öflun fyrir ungana og mata þá þannig, að þau gubba fæðunni ofan í þá. Stundum getur annað varp átt sér stað á tíma- bilinu júní til júlí. Sumar heimildir telja, að sum- arvarp orsaki offjölgun, sem svo aftur valdi kross- nefsgöngum. Að lokum. Innan fuglaheimsins er krossnefurinn nokkurs konar „Gyðingurinn gangandi". Þeir lifa erilsömu hjarðlífi. Heilar hjarðir flækjast um, eftir því sem eðlishvöt eða nauðsyn býður. Þeir setjast að, hvar sem þeir kunna að bera niður að vetri eða sumri, jafnvel víðsfjarri eðli- legum heimkynnum. Og minnumst þess að lokum, að við getum hjálpað til að búa þessum litfögru, háttprúðu og heilögu fuglum öruggan sama stað hér á landi með því að stuðla að ræktun barrskóga. [Koma krossnefanna og dvöl þeirra hér á landi í sumar er náttúrufræðilegt fyrirbæri, sem fróðlegt er og gagnlegt að fá nákvæma vitneskju um. Það eru því vinsamleg til- mæli, að þeir, sem orðið hafa varir við þessa fugla, sendi Náttúrugripasafninu í Reykjavík upplýsingar um það •— eða höfundi framanritaðrar greinar, herra íþróttafulltrúa Þorsteini Einarssyni, Reykjavík.]

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.