Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1953, Blaðsíða 5

Dýraverndarinn - 01.12.1953, Blaðsíða 5
DÝRAVERNDARINN 61 RJÚPAN. Skúraskýin grétu, sumarsólin hló. Rjúpan var að tína rjúpnalauf í mó. Valurinn yfir í vigahuga fló. Renndi hann sér niður og rjúpuna sló. Það hitti’ mig í hjartað, höggið, sem hann sló. Ég grét með öðru auganu, með hinu ég hló. Því ég er bróðir ránfuglsins, er rjúpuna sló, og rjúpan litla systir mín, í valsklónum dó. Örn Arnarson. Rjúpur í haustbúningi. tré við húsvegg verður kvikt af rauðleitum og gulgrænum fuglum og á togara mora stög af Þreyttum flækingum. Nærvera þessara gesta, kátína þeirra og litskrúð, lífgar og færir tilbreyt- mgu, — en gleði breytist í sorg, er þessir hug- stæðu gestir fara að finnast dauðir eða þeir dapr- ast. Togarasjómenn flytja þá í hita vélarúmsins °S reyna að fóðra þá — og er í höfn kemur, flýta beir sér með þá í næstu trjágarða. Krossnefir í trjágarðinum Skrúð. í sumar var ég staddur vestur að Núpi í Dýrafirði við garðinn Skrúð ásamt tveim fé- ^ögum mínum. Þessi yndislega vin við rætur skriðnanna frá Núpnum ómaði af fuglasöng. Þar bar mest á söng skógarþrasta, en söngstef þúfu- tittlingsins ófst inn í ásamt ,,tisip“ máríerlunnar °S málmskæru klappi steindepilsins. — En við og við heyrðist mér óma ókunnug rödd: ,,djip-pjip“. Okkur var reikað í kringum Skrúð til að leita að opnu hliði, því að okkur fannst aðalhliðið lokað. Ég hafði krossnefina meira í huga en grósku garðsins, því að maður, sem hitti mig á götu á Þingeyri, kvaðst hafa séð skrautlega fugla að Núpi þann dag, sem héraðsbúar fögnuðu forseta- kjónunum þar á staðnum. Hvar skyldu krossnefir frekar velja sér aðset- Ur en í Skrúð, væru þeir komnir að Núpi? Jú, alveg rétt, þarna sátu tveir gulgrænir fuglar á gaddavírsstreng og reittu rétt óútsprungnar biðu- kollur úr klóm sér. Þeir flögruðu við og við af vírnum og niður í grasbrekkuna, hoppuðu þar sýnilega í fæðuleit, settust aftur á vírinn og héldu áfram máltíð sinni. Spakir voru fuglarnir, því að félagar mínir komust nær þeim en í tveggja metra fjarlægð. 1 Skrúð sá ég tvö lævirkjatré með óþroskaða köngla. Aldrei sá ég krossnefina leita þar mat- ar, en vonandi á Skrúður eftir að bjóða kross- nefum upp á könglafræ, en þeir í staðinn að lífga garðinn með varpi sínu á köldum og snjóþung- um vetrardögum í janúar, febrúar eða marz. Ráð undir rifi hverju. Það er ekki nema eðlilegt, að þjóðsaga hafi myndazt um nef krossnefsins. Mörgum mun finn- ast hinir víxllögðu skoltar líkamslýti. En hér hefur verið að verki aðlögun vegna fæðuöflunar. Náttúran líður enga einhæfni í fæðuöflun hinna mörgu fuglategunda. Enn þekkjum við, flestir Islendinga, aðeins köngla barrtrjáa sem jólaskraut. Könglarnir eru hinir fræbæru hlutar trésins. Inn á milli þéttvaxinna fræblaða köngulsins sitja fræin. Þessu matarbúri, verður að ljúka upp til þess að ná til matarins. Náttúran hefur tillíkt nef krossnefsins í slíkt innbrotstæki. Smávaxna

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.