Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1953, Blaðsíða 4

Dýraverndarinn - 01.12.1953, Blaðsíða 4
60 DÝRAVE R N DARIN N HUGSAÐ TIL SMÁFUGLANNA UM JÓLIN. Á Norðurlöndum og ef til vill víðar tíðkast sá góði siður að festa upp korn- bundini ó aðfangadag jóla handa smáfuglum, svo að þeir verði ekki svangir um hátíðina. Jafnvel í borgum — meira að segja stórborginni Kaupmannahöfn, held- ur fólkið tryggð við þennan sið. Þar fást í búðum vöndlar úr kornstöngum, sem fólkið kaupir og festir upp einhvers staðar úti við íbúðir sínar t. d. á veggsvalir, þar sem fuglarnir komast að þeim til að tína úr öxunum. íslenzkt skáld orti eitt sinn á þessa leið, er hann hugsaði til smáfuglanna um Smáfuglar að tína úr jólakornbundini. jólin: Hér er bjart og hlýtt í kvöld heilög gleði og friður. Mun þá engum ævin köld? Ójú, því er miður. Úti flýgur fuglinn minn, sem forðum söng i runni. Ekkert hús á auminginn og ekkert sætt í munni. Frostið hart og hríðin köld hug og krafta lamar. Æ, ef hann verður úti í kvöld, aldrei syngur hann framar. Ljúfi, drottinn, littu á hann, leyfðu, að skíni sólin. Láttu ekki aumingjann eiga bágt um jólin. Sig. Júl. Jóhannesson. Þorsteinn Einarsson: KROSSNEFURINN Gömul sögn um krossnefinn. Skáldið Longfellow hefur varðveitt í einu kvæða sinna þýzka helgisögn um krossnefina. Þegar Jesú hangir á krossinum, kemur lítill fugl og ræðst til atlögu við naglana, sem frelsarinn var negld- ur með á krossinn. Við hið kappsama nart í nagl- ana verður fuglinn rjóðraður blóði úr lófum frels- arans. Fuglinn vill losa son skapara síns af kross- inum. Jesú ávarpar fuglinn: „Blessaður sért þú. Ber, sem tákn frá þessari stundu, lit blóðsins og hins heilaga kross“. Sjaldséður gestur á íslandi. Þessi heilagi merkisberi var gestur Islands síðastliðið sumar. Hann var ekki í heimsókn vegna þinghalds og var því ekki boðið til veizlu. Af uppáhaldsmat hans erum við Islend- ingar einnig fátækir. En hver veit nema við get- um boðið honum til veizlu áður en langt líður — sífelldrar veizlu, þegar hinir sígrænu skógar barrtrjánna bera köngla. Áróður skógræktar- mannanna er sterkur hér á landi — kannski þeir hafi seitt hingað þennan heilaga og yndislega fugl, til þess að sýna landsfólkinu enn eina hlið íslenzkra barrskóga — fjölskrúðugra fuglalíf. Ef þeir hafa ekki þegar notað þetta tækifæri til áróðurs, þá geri ég það nú fyrir þá. Þið, góðir Islendingar, sem hafið kynnzt hin- um litfögru og söngprúðu krossnefum, minnist þess, að nálægðar þeirra munu Islendingar njóta, ef þið nú keppist við að gróðursetja barrviði. Eins og allir vita hafa suðlægar vindáttir mjög einkennt veðurfar sumarsins. Um Jónsmessuleyt- ið var sterkur suðlægur vindur og fóru um það leyti að berast fregnir af krossnefum frá stöðum á Suður-, Suðaustur- og Austurlandi. Nú hafa fregnir borizt af krossnefum úr öllum lands- fjórðungum. Flestar fregnirnar greina frá mörg- um fuglum saman. Garðar óma af nýjum röddum, KROSSNEFUR. Fuglinn stend- ur á barrviðar- köngli hér á myndinni. Aðal- fæða hans er barrviðarfræ, og þau er að finna inni á milli þétt- vaxinna fræ- blaða köngulsins.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.