Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1953, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 01.12.1953, Blaðsíða 7
DÝRAVERNDARINN 63 Hafið pið kött á heimilinu? Hver, sem fær sér kött til eignar — raunar sama að segja, þó að um eitthvert annað dýr væri að ræða, hefur um leið tekið á sig ábyrgð gagnvart lifandi veru, sem finnur til, þráir, þjáist og syrgir, en getur líka glaðzt og einnig veitt öðrum ánægju, ef vel er að hon- um búið og allt er með felldu. Köttur getur verið mjög vel upp- alinn, það er að segja kunnað góða hegðun, en það er ekki hægt að venja ketti með sama hætti og hunda. Kötturinn er að sjálfstæður og stoltur að eðlisfari og sá, sem ætlar að fá hann til hlýðni, verður fyrst að ávinna sér traust hans, og síðan vináttu. Þá fyrst, þegar það er hvort tveggja feng- ið, fæst hann til hlýðni. Það er kredda eða heimska, að kettir séu sjálfum sér nógir og þarfnist því ekki umhyggju. Allar lifandi verur þurfa næringu, um- hirðu og vinsemi til þess að geta lifað eðlilegu lífi og líða við það að fara á mis við samneyti annarra. Með þessum inngangi hefst grein um hirðingu katta í nýútkomnu dýraverndunarriti, sem blaðinu hefur borizt (The cat). Og vegna þess, að vafalaust hafa margir af lesendum Dýraverndarans með ketti að sýsla eru eftirfarandi ráð og leiðbeiningar um meðferð þeirra teknar hér upp úr fyrrnefndri Srein; með því líka, að hún virðist bera vott um kunnáttu og góðan skilning á viðfangsefninu, enda þótt einstaka atriði komi ef til vill einkennilega fyrir sjónir. 1) Kettlingur þarf að fá mat þrisvar til fjór- um sinnum á dag, en fullorðinn köttur tvær góð- ar máltíðir. Kettir eiga ekki að fá kjöt, fyrr en þeir eru orðnir fjögurra mánaða gamlir. Kettling- um hentar oft betur að fá vatnsblandaðan rjóma til að lepja en nýmjólk. Nýtt drykkjarvatn á aldrei að skorta. Þó að kettir veiði mýs eða annað, þurfa þeir samt sínar tvær daglegu máltíðir. Aðeins Vel alinn og þar af leiðandi heilbrigður köttur Fallegir kettlingar. er fær um að vera duglegur til veiða. — Fóðrið má gjarna vera leifar af máltíðum heimilisfólks- ins: Fiskur, svolítið kjöt, grautur og lítið eitt af grænmeti, ef ástæður leyfa. Kettlingar ættu þar að auki að fá hálfa teskeið af lýsi daglega saman við fóðrið. 2) Húskettir verða að hafa ílát, t. d. djúpa skál, rúmgóða og vel stöðuga, fyllta til hálfs með sandi, sem skipta skal um kvelds og morgna. Kattarílátið verður að standa, þar sem kötturinn kemst að því, bæði á nótt og degi; að öðrum kosti er ekki hægt að ætlast til þrifn- aðar af honum. Annars er kötturinn meðal allra hreinlegustu dýra. 3) Kötturinn verður að hafa aðgang að vís- um stað til að hvessa klærnar, annars fer hann í bólstruðu húsgögnin, hvessir klærnar á þeim og skemmir þau. Látið hann þess vegna fá þykka strámottu strax á kettlingsaldri, sem er látin hanga úti í einu stofuhorninu. Körfustóll gerir líka sama gagn. Svo þegar kötturinn sýnir sig líklegan til þess að ætla að fara að klóra í hús- gögnin, skal taka hann rólega upp, bera hann að mottunni, klóra nokkrum sinnum í hana og gæta þess eftir föngum, að hann sjái það. Eftir fáeina daga mun hann skilja þetta og fara síðan sjálfur að mottunni, þegar þörfin til að hvessa klærnar segir til sín,

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.