Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1955, Síða 7

Dýraverndarinn - 01.02.1955, Síða 7
DÝRAVERNDARINN 3 Sigurður Helgason kennari lætur af ritstjórastörfum. breytt kápu ritsins í hugðnæmari búning og látið sér annt um að prýða það mörgum og góðum myndum. Stjórn Dýraverndunarfélags Islands þakkar Sigurði langt starf og óskar honum allra heilla. Guðmundur Gíslason Hagalín rithöfundur tekur við ritstjórn Dýraverndarans. 1febrúar 1947 tók Sig.Helgason kennari að sér ritstjórn Dýra- verndarans og hefur haft hana með höndum síð- an. Hann tók við af Einari heitn- um Sæmundsen, skógfræðingi. Öllum þeim, sem hafa átt við rit- stjórn og útgáfu tímarita á Is- landi, eru kunnir allir þeir erfiðleikar, sem eru samofnir slíkum störfum. Þeir, sem helzt ættu að leggja til efni, eru margir hverjir haldnir pennaleti, og alltaf eru kröfurnar um f jölþættara og skemmtilegra efni háværar, þótt stuðningur hinna gagnrýnu verði oft smærri en orðin. Sigurður hefur sýnt mjög góða viðleitni í því að gera blaðið fjölskrúðugra, Það er öllum velunnurum Dýraverndarans áreið- anlega mikið fagnaðarefni, að svo fjörmikill, starf- samur og þaulvanur rithöfundur sem Guðmund- ur Gíslason Hagalín hefur fengizt til þess að taka að sér ritstjórn tímarits Dýraverndunarfél. íslands. Öllum þeim, sem láta sig nokkuð skipta verndun og góða meðferð dýra, er það mikið áhugamál, að Dýraverndarinn verði svo úr garði gerður, að hann verði eftirsóknarvert lestrarefni öllum al- menningi og þá sérstaklega börnum og ungling- um, því að með því má ná til skilnings þjóðar- innar og skapa dýraverndunarmálunum sterkt al- menningsálit. Þó að stjórn félagsins hafi tekizt að ráða að ritinu einn ritfærasta núlifandi íslendinga, þá þýðir það ekki, að við öll hin getum sezt í helg- an stein. Við höfum enn meiri skyldur við ritið. Við verðum að hjálpa ritstjóranum með útvegun lestrar- efnis úr þjóðlífinu, en viðskiptin við dýrin er einn þáttur þess. Þá þurfum við að afla alþýðlegra nátt- úrufræðilegra gagna, svo að ritið megi verða fræðirit um náttúruna um leið og það rækir höfuðverk- efni sitt að vera málssvari dýranna. Ennfremur þurfum við að taka höndum saman um öflun

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.