Dýraverndarinn - 01.03.1955, Blaðsíða 3
DÝRAVERNDARINN
11
Kvæðið Rakki
Á leiði einu í kirkjugarðinum í Þingmúla í
Skriðdal er mynd af hundi, sem liggur fram á
lappir sínar. Þetta er leiði Þorgríms Arnórsson-
ar, sem á öldinni, sem leið, var prestur í Hofteigi
á Jökuldal og í Þingmúla. Hann var búmaður
mikill og dýravinur. Hann átti ágæta hesta, og
jafnan átti hann hund, sem lá í nánd við hann,
þegar hann var heima við, og fylgdi honum allt-
af eftir á ferðalögum. Seinasti hundur séra Þor-
gríms hét Rakki. Þá er séra Þorgrímur lézt, vildi
hundurinn ekki víkja frá líki hans, og var Rakka
lofað að liggja við líkbörurnar. Ekki fékkst hann
til að bragða vott eða þurrt. Líkið var kistulagt,
en Rakki hélt uppteknum hætti. Síðan fór jarð-
arförin fram, og þegar líkkistan var borin í kirkju,
fylgdi Rakki henni að kirkjudyrunum. Þá er kist-
an var borin út, sýndi það sig, að Rakki hafði
beðið við kirkjudyrnar. Hann fylgdi kistunni eftir,
og þegar mokað hafði verið ofan í gröfina, lagð-
ist hann á moldarbinginn. Reynt var að bera hann
á brott, en hann undi því hið versta, og strax
og honum hafði verið sleppt, hljóp hann út í
kirkjugarð og lagðist á leiði séra Þorgríms. Rakka
var færður matur og drykkur, en hann neytti
ekki neins, og loks varð hann hungurmorða á
leiðinu.
Brezkum ferðamanni, sem kom að Þingmúla,
sínum áherzlu á atriði, sem allir dýravinir verða
að standa saman um. Veiðileyfi megi ekki veita
öðrum en þeim, sem séu góðar og vanar skytt-
ur og hafi í höndum nægilega skotharða, lang-
dræga og hæfna riffla. Er það sjálfsögð krafa til
stjórnarvaldanna, að ekki aðeins verði í fram-
tíðinni takmarkað, hve mörg dýr og hverrar teg-
undar skuli veiða, heldur verði engum veitt skot-
leyfi, nema hann sanni leikni sína með prófraun,
sem talin sé fullnægjandi af mönnum, sem gæddir
eru þekkingu og reynslu á því sviði, og að settar
verði ófrávíkjanlegar reglur um það, hvaða vopn
seu notuð við veiðarnar.
Svo er að athuga nánar með rannsóknum, hvort
hætta er á sýkingu af völdum hreindýra, ef þau
var sögð sagan af Rakka. Hann varð svo hrifinn
af henni, að hann lét móta mynd af hundi og
sendi hana síðan út til Islands með þeim fyrir-
mælum, að henni skyldi komið fyrir á leiði séra
Þorgríms.
RAKKI
Sá er nú meir en trúr og tryggur
með trýnið svart og augun blá,
fram á sínar lappir liggur
líki bóndans hjá.
Hvorki vott né þurrt hann þiggur,
þungt er í skapi, vot er brá,
en fram á sínar lappir liggur
líki bóndans hjá.
Ef nokkur líkið snertir, styggur
stinna sýnir hann jaxla þá,
og fram á sínar lappir liggur
líki bóndans hjá.
Til dauðans er hann dapur og hryggur,
dregst ei burt frá köldum ná,
og hungurmorða loks hann liggur
líki bóndans hjá.
Grímur Thomsen.
eru flutt á nýjar stöðvar, og reynist svo, að því
sé ekki til að dreifa, ber að ganga úr skugga um,
hvort ekki mundi lífvænlegt fyrir þessi fögru dýr
á landsvæðum, sem lítt eða ekki eru nytjuð, svo
sem nú standa sakir, og má þar þá fyrst og fremst
nefna svæðið á norðanverðum Vestfjörðum.