Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1955, Page 7

Dýraverndarinn - 01.03.1955, Page 7
DÝRAVERNDARINN Í5 HRAFNASÖGUR Krummi hefnir sín. Margir fræðimenn í náttúrufræði halda því fram, að dýrin hugsi alls ekki. Hvað segið þið svo um hrafninn, sem frá er skýrt hér á eftir. Söguna sagði mér gamall vinur minn, hinn merki og margvísi sagnaþulur Sigfús Sigfússon frá Eyvindará. Ég hef gleymt bæjarnöfnum þeim, sem Sigfús nefndi, en set önnur í staðinn. Bæir tveir í sveit einni á Austurlandi heita Hóll og Brekka. Þeir standa í blómlegum dal, and- spænis hvor öðrum, og fellur á milli þeirra á, sem er svo lygn og vatnsmikil, að notuð er ferja, þegar farið er á milli bæjanna. Það var eitt sinn að vorlagi, að smalinn á Hóli kom heim með hrafnsunga, sem ekki var fleygur, en þó orðinn allstór. Unginn var alinn, og varð hann brátt mjög hændur að heimilisfólkinu. Hann var skynugur og sérlega kátlegur í háttum, og hafði fólkið mikið gaman af honum. Smiðja var á Hóli, en ekki á Brekku. Kom Brekkubóndinn stundum yfir ána á ferjunni og fékk að fara í smiðju Hólsbóndans. Eitt sinn í sláttarbyrjun, sumarið sem tamdi hrafninn var á Hóli, kom Brekkubóndinn yfir ána og gekk heim að Hólsbænum. Honum var boðið inn, og þá hann boðið. Hann sat síðan góða stund, drakk kaffi og spiallaði við heimilisfólkið. Loks þakkaði hann fyrir góðgerðirnar, bað um að fá að fara í smiðju og kvaddi því næst og gekk út á hlaðið. Þar sveif að honum krunkandi hrafn og gerði sig líklegan til að setjast á öxlina á honum. Brekku- bóndanum brá mjög illa við atferli krumma og sló hann á bringuna með handarbakinu. Krummi sveiflaði sér í loft upp og kvað við hátt og gremju- lega. Sveif hann með miklum óhljóðum yfir höfði bónda, meðan hann gekk til smiðju. Nú leið hálfur mánuður. Þá var það, að Brekku- bóndinn kom á ný yfir ána og fór heim að Hóli. Þögull hrafn flögraði á undan honum og settist á baðstofuþekjuna. Brekkubóndinn hitti menn að máli, en gekk síðan til smiðjunnar. Á leiðinni ofan eftir sá hann, að hrafn sat yfir smiðjudyr- unum. Bóndi vissi nú, að taminn hrafn var á Hóli, og varð hann ekkert hissa, þó að hrafninn flygi ekki upp, þá er hann bar að smiðjunni. Virti hann krumma fyrir sér og sagði góðlátlega: „Jæja, þarna situr þú, skinnið. Ég verð víst að biðja þig að fyrirgefa löðrunginn frá um daginn!“ Krummi svaraði engu til, en sat grafkyrr, þög- ull og deyflulegur. En ekki hafði bóndi fyrr lotið höfði til að reka sig ekki upp undir, þegar hann færi inn í smiðjuna, en hrafninn brá við hart og hjó í höfuð honum. Svo flaug krummi upp með háu og hlakkkenndu krunki,en bóndi tók ofan húfu sína og þreifaði um höfuð sér. Svo kíkti hann á krumma og mælti: ,,Já, skyldi nú nokkur hafa ætlað hrafnófét- inu svona heiftrækni og kænsku? Það var til ein- hvers að biðja þig fyrirgefningar, forsmánin þín!“ Vigurhrafninn. Oftar en einu sinni hefur fólkið í Vigur á Isa- fjarðardjúpi náð hrafnsungum á vorin og alið einn og einn sér til skemmtunar. En þá er krumm- arnir hafa stækkað, hafa þeir gjarnan lagzt í flakk. Fyrir rúmum áratug fór taminn Vigur- hrafn út á Isafjörð og kunni þar svo vel við sig, að hann dvaldi þar alllengi og hafðist sitthvað að, sér til bjargar og skemmtunar. Margir bæjarbúar höfðu gaman af hrafninum, ávörpuðu hann og gáfu honum mat, og börnin eltu hann oft í hópum. Hoppaði hann þá á und- an þeim krunkandi, en flaug annað veifið. upp, vatt sér í hring, kom kannski alveg niður að höfð- inu á einhverjum krakkanum og þreif af honum húfuna. Vanalega sleppti hann höfuðfatinu eftir stundarkorn, og varð hann ekki óvinsæll af húfu-

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.