Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1955, Blaðsíða 4

Dýraverndarinn - 01.03.1955, Blaðsíða 4
12 DÝRAVERNDARINN / Frá aðalfundi Dýraverndunarfélags Islands 23. febrúar 1955 Stundum heyrist það um ýmis félög, sem hafa með höndum mál, er allur almenningur ætti að láta sig að einhverju leyti varða, að starfsemi þeirra sé dauf og gagnslítil. Þetta segja ósjald- an menn, sem ekkert lið leggja slíkum félögum, og væri þeim nær að ganga til starfs og vinna að þeim gagnlegu málefnum, sem félögin beita sér fyrir. Dýraverndunarfélag fslands hefur stund- um hlotið slíka dóma, og víst er um það, að æski- legt væri, að starfsemi félagsins væri meiri og áhrifaríkari en hún er og hefur verið, þótt all- mikið hafi á unnizt. En hins vegar ber þess að gæta, að mörg þau störf, sem stjórn félagsins vinnur, eru unnin í kyrrþey og aðstæður þannig, að ekki þykir æskilegt að flíka málsatvikum. Hér birtist nú frá hinum nýja ritara félagsins, Þor- steini Einarssyni, íþróttafulltrúa, útdráttur úr fundargerð síðasta aðalfundar og úr skýrslu for- manns: Aðalfundur Dýraverndunarfélags fslands var haldinn í Félagsheimili Verzlunarmannafélags Reykjavíkur 23. febr. s.l. Formaður félagsins, Þorbjörn Jóhannesson, setti fundinn og stjórn- aði honum. í upphafi fundarins minntist formað- ur látinna félaga og gat nýrra félaga. í hinni ýtar- legu skýrslu um störf félagsins, sem formaður flutti, var þetta hið helzta: 1) Bætt útgáfa Dýraverndarans. 2) Undirbúningur að þátttöku í Norræna Dýra- verndunarráðinu. 3) Framkvæmdar fjölmargar athuganir á með- ferð dýra vegna umkvartana, sem stjórninni bárust. 4) Viðskipti við forráðamenn og starfsmenn Reykjavíkurbæjar og skýrt frá hækkun á fram- lagi bæjarins til félagsins. 5) Afskipti stjórnarinnar af ,,olíupestinni“, og las formaður í því sambandi auglýsingu, sem stjórnin birti i dagblöðum og lét lesa í Ríkis- útvarpinu. 6) Störf fulltrúa félagsins, Sigurðar E. Hlíðar, í fuglafriðunarnefnd. 1 því sambandi lét for- maður í ljós ánægju félagsins yfir því, að nú væru í gildi tekin lög um fuglaveiðar og fugla- friðun, sem væru samfelld og víðtæk. 7) Útgáfa á sérprentun reglna um aflífun hús- dýra og slátrun búpenings, en reglur þessar voru gefnar út 31. ág. 1923. Var þessum sér- prentunum dreift sérstaklega til allra slát- urhúsa. 8) Ritstjóraskipti við Dýraverndarann. Sigurður Helgason kennari, sem verið hefur ritstjóri síðan í febr. 1947, lætur af störfum. Þakkaði formaður honum ritstjórnina, svo og önnur störf í þágu félagsins. Við ritstjórn tekur Guð- mundur Gislason Hagalín, rithöfundur. 9) Á starfstímabilinu bárust félaginu þessar gjafir: a) Frú Kristín Kjartansdóttir, nú til heimilis að Hraunteig 22, Reykjavík, gaf kr.: 1000,00 til minningar um mann sinn, Guð- mund Sigurðsson, fyrrv. bónda að Sig- mundarstöðum í Hálsasveit. b) Finnbogi Guðmundsson, Tjarnarkoti, Innri- Njarðvík, gaf 500 kg. af töðu til ráðstöf- unar fyrir félagið. 1 lok skýrslunnar las formaður 4 tillögur, sem stjórnin bar fram til afgreiðslu á þessum aðal- fundi, og skýrði formaður hverja tillögu, en þær voru þessar: 1. „Aðalfundur Dýraverndunarfélags Islands, haldinn 23. febr. 1955, vekur athygli á því, að enn eru eigi til í ísl. löggjöf heildarlög um verndun og meðferð dýra. I sambandi við þetta vill fundurinn leggja áherzlu á, að eigi verð- ur lengur við það unað, að slík heildarlög séu eigi í ísl. löggjöf, þar sem hér er um mamv

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.