Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1955, Page 5

Dýraverndarinn - 01.03.1955, Page 5
DÝRAVERN DARINN 13 úðar- og hagsmunamál að ræða, og samþykk- ir því að skora á ríkisstjórn Islands, að hún skipi nefnd til þess að endurskoða öll ákvæði í ísl. lögum um verndun og meðferð dýra og semja frumvarp að heildarlögum um vernd- un og meðferð dýra“. 2. ,,Þar sem lög og reglur um verndun og með- ferð dýra eru eigi til sem heild, skorar aðal- fundur Dýraverndunarfélags Islands, haldinn 23. febr. 1955, á viðkomandi ráðuneyti, að þau annist að kynna almenningi, svo og lög- gæzlumönnum í bæjum og sveitum, öll lög og reglur, er samþykktar hafa verið af Al- þingi og eru í fullu gildi“. 3. „Aðalfundur Dýraverndunarfélags Islands, haldinn 23. febr. 1955, fagnar samþykkt laga um fuglaveiðar og fuglafriðun, sem tóku gildi 1. jan. 1955. Fundurinn þakkar Alþingi, menntamálaráðu- neytinu og fuglafriðurarnefnd fyrir samningu og setningu laganna. Þá samþykkir fundurinn að skora á ríkisstjórn- ina að kynna nýmæli laganna og sjá um, að ákvæði þeirra komi til framkvæmda“. 4. „Aðalfundur Dýraverndunarfélags Islands, haldinn 23. febr. 1955, samþykkir að skora á ríkisstjórn Islands að hraða undirbúningi aðildar Islands að samþykkt þeirri, sem á s.l. sumri var gerð í London á fundi fulltrúa ríkisstjórna þeirra þjóða, sem strendur eiga að norðanverðu Atlantshafi, varðandi fyrir- byggingu á dælingu úrgangsolíu í sjó, og um öruggan umbúnað olíugeyma og olíuleiðslna, svo að háfið í kringum landið — og þá sér- staklega sjórinn við landsteinana — verði ekki ataður olíu til tjóns fyrir dýr og gróður“. Allar þessar tillögur voru síðar á fundinum samþykktar einróma. Gjaldkeri félagsins, Ólafur ólafsson, las reikn- inga félagsins og skýrði þá. Hagur félagsins er góður, en efla þarf sölu Dýraverndarans, því að árlega verður félagið að gefa með honum. Eftir að reikningar höfðu verið samþykktir, þakkaði formaður Ól. ólafssyni ágæta fjármála- stjórn, og einnig þakkaði hann allri stjórninni íyrir ágætt samstarf, Kristján L, Gestsson þakk- aði fyrir hönd fundarmanna stjórn félagsins fyrir ötul störf og glöggar og góðar skýrslur. Formaður var kosinn Þorbjörn Jóhannesson, kaupmaður, gjaldkeri Ólafur ólafsson, skrifstofu- stjóri, ritari Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi, og meðstjórnendur Björn Gunnlaugsson, kaup- maður, og Skúli Sveinsson, lögregluþjónn. Varaformaður var kosinn Tómas Tómasson, verksmiðjueigandi, og vara-meðstjórnendur frú Viktoría Blöndal og Kristján L. Gestsson, verzl- unarstjóri. Endurskoðendur voru kosnir Þorsteinn J. Sigurðsson, kaupmaður, og Guðmundur Guð- mundsson, stórkaupmaður, en til vara Marteinn Skaftfells, kennari. Fimm manna nefnd var kosin til þess að ann- ast útbreiðslu Dýraverndarans. 1 þá nefnd voru kosnir: Kristján L. Gestsson, verzlunarstjóri, Þor- steinn Einarsson, íþróttafulltrúi, Marteinn Skaft- fells, kennari, Valdemar Sörensen, garðyrkjumað- ur, og Jón Gunnlaugsson, fulltrúi í Stjórnarráðinu. Stjórninni var falið að láta endurskoða lög félagsins, því að við umræður komu fram raddir um það, hvort ekki væri tímabært og þarft að sameina hin ýmsu dýraverndunarfélög landsins og stofna til sambands þeirra á milli. Skorað var á Hjört Hansson að vera áfram afgreiðslumaður Dýraverndarans. Upplýst var, að af Dýraverndaranum væru send út 1602 eintök; þar af eru 380 kaupendur í Reykjavik. Mikill áhugi ríkti á fundinum fyrir eflingu Dýra- verndarans og útbreiðslu hans. Greinilega kom í ljós, að fundarmenn töldu gott rit um dýra- verndun eitt hið bezta tæki til þess að efla skiln- ing almennings og þá sérstaklega barna og ungl- inga á góðri umgengni við dýr. 1 þessu sambandi var rætt um, hversu áhrifa- ríkir væru alþýðlegir fyrirlestrar um dýr eða önnur náttúrufræðileg efni til eflingar náttúru- verndun — og þá væri ekki síður fagnaðarefni að fá fram kvæði og lög eins og t. d. ljóð og lag Jakobs Hafsteins „Söngur villiandanna“, og var stjórninni falið að þakka höfundi. Til umræðu komu ýmis mál, eins og t. d. úti- gangur, skotæfingar varnarhðsins, trúnaðarmenn um dýraverndun í hinum ýmsu byggðum, hentug gerð dúfnahúsa, dúfnaeyðing o. m. fl. Formaður, Þorbjörn Jóhannesson, sleit síðan fundinum með hvatningarræðu.

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.