Dýraverndarinn - 01.03.1955, Qupperneq 8
16
DtRAVERNDARINN
ránum. En hann hafði til ýmsa meirilega hrekki.
Það var til dæmis stundum, þegar börn voru
send í brauðabúð, að krummi kom allt í einu
steinþegjandi, þreif bréfpokann af barninu og
flaug á brott með hann, fór með hann á afvikinn
stað og gerði sér gott af innihaldinu.
Einna frægastur varð krummi af hrekk sínum
við Sæmund Sæmundsson, hinn merka sægarp,
sem frá er sagt í Virkum dögum.
Sæmundur var lengi bryggju- og hafnarvörð-
ur á Isafirði, eftir að hann lét af sæförum og skip-
stjórn, og var það meðal annars í verkahring
hans að afhenda vatn til skipa. Hægt var að skrúfa
frá vatninu og fyrir það ofarlega á bryggjunni,
en til þess að komast að krananum, varð að nota
lykla.
Nú var það eitt sinn, að Sæmundur kraup á
bryggjunni og var eitthvað að eiga við kran-
ann. Hafði Sæmundur lagt lyklana á bryggju-
planka, tæpa armlengd frá sér. Allt í einu heyrði
hann vængjaþyt og leit um öxl. Sá hann þá, að
þarna var kominn Vigurhrafninn — vitaskuld
var það hann — og hafði gripið lyklana í gogg-
inn. Skipti það engum togum, að hrafninn sveif
upp með lyklana og hnitaði hring yfir víkingn-
um Sæmundi, sem glápti ráðþrota á krumma. Svo
stóð Sæmundur þá á fætur, baðaði höndum í
áttina til hrafnsins og ávarpaði hann:
,,0, farðu nú kolaður! En reyndu að glopra
ekki lyklunum í sjóinn, greyið mitt, hvað sem
öðru líður!“
Það var eins og hrafninn skildi Sæmund og
vildi, þrátt fyrir sína hrekkjanáttúru, taka ofur-
lítið tillit til fyrirmæla slíks manns. Krummi
flaug spölkorn til norðurs og settist á götuna
með lyklana í nefinu. Sæmundur hraðaði sér upp
af bryggjunni og mælti, þegar hann nálgaðist
krumma:
„Svona, skömmin þín, slepptu nú lyklunum!"
En þegar Sæmund bar að, brá krummi sér á
loft og stefndi nú til fjalls. Hann settist þó brátt
á girðingu, og aftur þokaðist Sæmundur í átt-
ina til hans. En þá er krumma, sem hoppaði
krunkandi á girðingarstaur, þótti Sæmundur kom-
inn fullnærri, brá hann sér á loft og flaug stutt-
an spöl. Hann settist enn, og á ný flaug hann
upp, þegar Sæmundur nálgaðist, og þannig barst
leikurinn upp á Eyrartún. Allt í einu sleppti
r -------------------------------------
DÝRAVERNDARINN
Útgefandi: Dýraverndunarfélag fslands.
Ritstjóri: Guðmundur Gíslason Hagalín,
Lindarbrekku, Fossvogi. (Simi 6077).
Afgreiðslu og innhcimtu annast:
Hjörtur Hansson,
Bankastrœti 11 (miðhæð), pósthólf 566, Reykjavik.
Ber að senda honum andvirði blaðsins og tilkynn-
ingar um nýja kaupendur.
Prentaður í Prentsmiðju Jóns Helgasonar.
V______________________________________J
krummi lyklunum, sveiflaði sér kringum höfuðið
á Sæmundi og krunkaði hátt og kankvíslega, eins
og hann vildi segja:
,,Ég geri þetta rétt fyrir þig, kunningi, að láta
þig ná lyklunum, en í öllum höndum hef ég svo
sem við þig!“
Ekki veit ég, hver urðu afdrif krumma, en frá
ísafirði mun hann hafa farið og lent í flakk.
Guðmundur Gíslason Hagalín.
Gjafir og áheit til Dýravemdunarfélags Islands.
Kristín Kjartansdóttir, Hraunteig 22, Rvík, til minning-
ar um mann sinn, Guðmund Sigurðsson bónda á Sig-
mundarstöðum í Hálsasveit — kr. 1000,00.
Vestur-Skaftfellingur áheit kr. 200,00.
Kærar þakkir.
f. h. Dýraverndunarfélags íslands.
ÓL. ÓLAFSSON
gjaldk.
MINNINGARSPJÖLD:
Hin fögru minningarspjöld Minningarsjóðs Jóns
Ólafssonar, fyrrum bankastjóra, og minningar-
spjöld Dýraverndunarfélags íslands fást í skrif-
stofu Hjartar Hanssonar, Bankastræti 11, árituð
og send, ef óskað er. — Sími 4361.