Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1981, Qupperneq 11

Dýraverndarinn - 01.05.1981, Qupperneq 11
Hreindýr og hreindýraveiðar Hin síðari ár hafa hreindýrin á Austurlandi breytt mjög háttum sínum. Aðalsumarhagar þeirra hafa til skamms tíma verið í nágrenni Snœfells en þaðan leituðu þau út heiðar og niður í byggð er vetra tók. Síðustu 10-15 árin hefur ce stœrri hluti hjarðarinnar tekið sér bólfestu í Austfjarðafjallgarðinmn, og dölum inn af Austfjörðum, allt frá Borgarfirði í norðri til Horna- fjarðar í suðri. Kýrnar bera niðri á fjörðunum og halda sig þar og í fjöllunum allt árið ásamt törfum og geldneytum. Við talningu hreindýranna sl. sum- ar kom í ljós að rúmlega helming- ur hreindýrastofnsins var á þessu svæði. Hvað valdið hefur þessari breytingu á hátterni hreindýranna er erfitt að geta sér til um en benda má á að samtímis því að hreindýra- stofninn mun hafa verið í hámarki þessi ár, grisjaðist byggð nokkuð í fjörðunum. Byggð lagðist af milli Norðfjarðar og Eskifjarðar fyrir u. þ. b. 20 árum og 10-15 ár eru síð- an byggðin milli Borgarfjarðar og Seyðisfjarðar, Víkur og Loðmund- arfjörður, fór að mestu í eyði. Á þessum tveimur svæðum halda hreindýrin sig mest ásamt Mjóa- firði, en þar hefur byggð dregist saman. Þá hefur mér dottið í hug að staðhættir á fjörðunum henti hreindýrunum vel að því leyti að skammt er milli fjalllendis og lág- lendis. Oft er það svo á vetrum að snjó rífur til fjalla og geta þar ver- DÝRAVERNDARINN ið góðir hagar þó jarðbönn séu á láglendi. í annan tíma auðnast lág- lendið í vetrarhláum þó haglaust sé til fjalla. í fjörðunum eru hreindýr- in ekki nema nokkrar mínútur að skokka milli fjalls og fjöru. Bænd- ur í fjarðabyggðunum munu líta þetta landnám hreindýranna nokk- uð misjöfnum augum. Víst er um það að þau gagna nærri landinu á takmörkuðum svæðum á vetrum og séð hef ég skemmdir á gróðurlendi eftir þau sem lengi verða að hverfa, en stórfelldar vil ég ekki kalla þær. Þó neita ég því ekki að sumarið 1979 (ef sumar skyldi kalla) sá ég verulega eftir fyrstu gróðurnálun- um, sem gægðust upp úr túninu og flestar fóru í hreindýrin. Mér virðist einsýnt að varðveita skuli hreindýrastofninn. Hreindýr- in lífga verulega upp á fáskrúðugt dýralíf í landinu. Flestir myndu sakna þeirra ef þau hyrfu þó að þau séu misjafnlega vinsæl eins og er. Ekki er þó ráðlegt að láta þeim fjölga svo mjög að þau verði alls staðar illa þokkuð. Hóflega og hæfi- lega stofnstærð álít ég vera á bilinu 2000—4000 hreindýr eða svipuð og hún hefur verið undanfarin ár. Dreifi hreindýrin sér meira um landið en nú er, mætti stofninn að sjálfsögðu vera stærri. Jafn sjálf- sagt sýnist mér að nytja stofninn án þess að ganga nær honum en að framan er greint og má tala um aukabúgrein í því sambandi - en það orð er nú mjög í tísku. Vissulega hafa verið leyfðar veið- ar undanfarin ár en spurning er hvort ekki mætti standa betur að þeim málum og því eru þessar lín- ur settar á blað, ef verða mætti til að vekja til umhugsunar um þessi efni. Fulltrúar menntamálaráðu- neytisins hafa um árabil komið austur á land og haldið fundi með hreindýraeftirlitsmönnum og odd- vitum þar sem einkum hefur verið rætt um hreindýraveiðarnar. Þetta framtak ráðuneytisins er þakkarvert og mættu fleiri valdastofnanir í þjóðfélaginu taka það til fyrirmynd- ar. Fundirnir hafa verið gagnlegir en þó hefur mér þótt nokkuð á skorta að ráðuneytismenn tækju til- lit til upplýsinga sem þeir hafa fengið á fundunum undanfarin ár um breytta háttu hreindýranna, svo sem að framan er rakið, og hefur því hlutdeild fjarðabyggðanna í þeim fjölda hreindýra, sem heimil- að hefur verið að veiða árlega, ver- ið mikils tii of lítil. Nokkuð hefur þó þokað í þá átt að veita fjarða- byggðunum meiri hlutdeild í veið- unum og mest á síðasta ári. Hlutur uppsveitanna á Héraði, sem áður höfðu langstærstan kvóta, hefur því 7

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.