Dýraverndarinn - 01.05.1981, Qupperneq 8
í byrjun apríl og fer úr því að dreif-
ast út um land og leita uppi gamla
og nýja varpstaði; en varptími
hennar er þó ekki fyrr en í byrjun
júní að öllum jafnaði. Seföndin er
hænd að öllum vötnum, tjörnum og
smápollum, sem mikill sefgróður
er í, einkum við bakkana. Þar hefur
hún fylgsni. Hún gerir sér hreiður
inni í sefbeltinu, og eru þau stund-
um alveg á floti. En þau eru þá
ætíð fest við botnfastan gróður, því
að ella gæti þau rekið á brott. Sef-
öndin verpur ætíð á grynningum,
þar sem nokkurn veginn er öruggt
fyrir öldugangi, sem gæti spillt
hreiðri og eggjum. Hún verpur 5-
7 eggjum, hvítum á lit, frekar litl-
um, dálítið aflöngum eggjum. Ut-
ungunartíminn er talinn vera um
það bil 20-24 dagar, og bendir það
til þess, að þetta sé ágiskun að
nokkru leyti. Þegar ungarnir eru
komnir á kreik, eru þeir í umsjá
foreldranna allt að mánaðartíma
eða lengur, þangað til þeir eru
orðnir fleygir og sjálfbjarga. For-
eldrarnir kenna þeim að vinna fyr-
ir sér, þ. e. að veiða smá vatnadýr,
fiskaseiði o. fl. Fyrst framan af
synda þau oft með ungana á bak-
inu. Þeir þurfa ekki að læra að
synda, það er þeim meðfætt, en þeir
þurfa þó tilsagnar með til þess að
læra að stinga sér á kaf og veiða í
kafi. Er oft gaman að sjá, þegar sef-
andarmamman stingur sér með alla
ungana á bakinu. Þeir fljóta þá á
vatninu eins og dálitlir hnoðrar og
skilja ekkert í því, hvað varð af
mömmu. En hún kemur brátt aftur
og endurtekur leikinn, þangað til
ungarnir átta sig á þessu og elta
hana, þ. e. þeir herma eftir henni,
þeim tekst að sjá, hvert hún fer og
þar með hafa þeir lært að stinga sér.
Sefendurnar fara oftast nær ekki
fyrr en um réttir eða stundum ekki
4
fyrr en um mánaðamótin sept.-okt.
A vetrum eru sefendurnar suður við
Miðjarðarhaf, austanhafs, en vestan
Atlantshafs fara þær suður að Mexi-
kóflóa.
Fullorðin sefönd í sumarbúningi
er reglulega fallegur fugl. Höfuðið
er svartleitt, og er fiðrið þar lengra
en annars staðar og myndar því
eins konar hettu eða „drengjakoll",
en framan frá nefrótum og aftur
um augun og aftur á hnakka er mó-
gulur fjaðraskúfur, sem seföndin
getur ýft upp og lagt niður að vild
sinni. Er þetta mjög áberandi. Aft-
anverður hálsinn og bakið er svart-
leitt, en víða með ljósgráum jöðrum
á fiðrinu. En framanverður hálsinn
og eins að utanverðu rauð-móleit-
ur, og nær þessi litur niður á síður,
sem líka eru rauðmóleitar. Að neð-
anverðu er seföndin hvít á lit, ?neð
sterkri silkislikju á fiðrinu, sem er
þar mjög þétt og leggst fast að
búknum. Gljáir því enn meir á
fiðrið en ella. Flugfjaðrirnar eru
mósvartar, en armflugfjaðrirnar
hvítar og mynda því eins konar
„spegil" (sjá endur). Nefið er svart,
en þó dálítið ljósara í oddinn. Fæt-
urnir eru grænsvartir að utanverðu,
en óhreint gulleitir að innanverðu.
Augað er blóðrautt. í vetrarbúningi
er seföndin mósvört á höfði og aft-
an á hálsinum, „drengjakollurinn"
er horfinn, en vangarnir, framan-
verður hálsinn, bringa og kviður-
inn allur er þá hvítt, en síðurnar
eru gráleitar. Ungarnir eru svipað-
ir fullorðnum seföndum í vetrar-
búningi.
Heimkynni sefandarinnar erlend-
is eru m. a. á Norðurlöndum og á
Finnlandi, Lettlandi og Rússlandi,
víða í norðanverðri Asíu og á Jap-
an. Þá er hún einnig heimilisföst
norðantil í Ameríku, aðallega í
Kanada.
Einkenni: Frekar lítill fugl,
grannvaxinn að sjá, með langt og
frammjótt, beint nef, fæturnir eru
beint aftur úr búknum og því sýni-
lega ekki hæfir til gangs; fótlegg-
irnir eru flatir og breiðir eins og
árablöð og sundblöðkur á tánum.
Hafa fjaðrahettu á höfði á sumrum
og gullgula eða mógula, hreyfan-
lega „eyrnaskúfa". Hafast mest við
á sundi og kafa vel, eru styggir fugl-
ar, sem fljúga vel og rösklega, þ. e.
framan á hálsi, á bringu og kviði.
Seföndin er nærri því stéllaus.
(Stærð: 1. um 346-373 mm; v.
137-150 mm; n. 21-27 mm; fl. 43
—47 mm, allt erlend mál, sem þó
munu vera nærri lagi fyrir ísl. sef-
endur. Þyngd um 750 gr).
KELDUSVÍNS-
ÆTTBÁLKURINN
( Gruiformes)
KELDUSVÍNIÐ
(Rallus aquaticus, L)
Keldusvínið kannast flestir við
að nafni, en færri munu þó þeir
vera meðal almennings hér á landi,
sem hafa séð það, og enn færri þeir,
sem nokkur veruleg kynni hafa af
því. Þó er keldusvínið alls eigi eins
sjaldgæft og almennt er álitið. En
það kann vel feluleikinn, og því er
það, að menn sjá það svo sjaldan.
Jafnvel þó að menn gangi fram á
það af hendingu, eins og ætíð er,
þegar menn sjá það, er það óðar
horfið aftur. Það neytir sjaldan
vængjanna, en hleypur og felur sig
í grasi og sefi, og af því stafaði
þjóðtrúin, að keldusvínið gæti
smogið í jörð niður, því að það
væri „hálft fugl, en ormur að
hálfu" . Svo vel kann það að fela
DÝRAVERNDARINN