Dýraverndarinn - 01.05.1981, Síða 15

Dýraverndarinn - 01.05.1981, Síða 15
in að láta verulega á sjá, einkum þau hús safnsins, sern eldri eru. Sum þeirra eru orðnir hjallahróf, sem ekki er forsvaranlegt að geyma skepnur í. Girðingar umhverfis safnið eru nokkuð víða fallnar algerlega riið- ur, þannig að rnenn og skepnur eiga greiðan aðgang út og inn. Stí- ur inn í safninu eru einnig illa farnar, eða fallnar. Ekki er að sjá, að niðurníðslan komi verulega niður á líðan dýr- anna sjálfra, enn sem komið er. Þó mátti sjá, í fyrradag, að vatriið í annari selalauginni var skítugt, að laugin var ekki vel hirt. Hvalalaugin fyrirhugaða ber nú uppi trönur, þar sem þurrkaðir eru fiskhausar. Ljón, apar, ísbhnir og önnur dýr ráfa um í stíum sínum, laugum og búrum, bíðandi eftir nœsta matmálstíma. Hús eru ómál- uð og illa farin, grindverk niður- jöskuð og víða má sjá rusl á svceð- inu, sem fokið hefur úr nálcegum sorphaugum. Einn starfsmaður að deginum gerir vart annað en fóðra dýrin. Annar, sem starfar að nóttu til, er gceslumaður, því það gceti verið hcettulegt ef óviðkomandi fólk fer að atast í dýrunum á staðn- um. Með öðrum orðum: undanfarna mánuði hefur ekkert verið gert nema lífi hefur verið haldið í þeim dýranna, sem létt eru á fóðrum, eða auðvelt vceri að endurnýja. Þess er ekki langt að bíða, að Scedýrasafnið verði orðinn óþrifalegur blettur á íslensku landslagi, í stað þess skemmtistaðar, sem það átti að verða. Er það vegna stirfni kerfisins? Er það vegna þess að Scedýrasafnið hafi alltaf verið óþarft og íslend- ingum til skammar, og því best það leggðist niður?" DÝRAVERNDARINN Blaðamanninum varð starsýnt á niðurnýddar girðingarnar og ann- að drasl. í öll þau ár sem SDÍ hef- ur gagnrýnt safnið, hefur það verið í þessu ástandi. Og ég leyfi mér að svara spurn- ingu blaðamannsins með því að segja að eins og staðið hefur verið að rekstri Sædýrasafnsins við Hafn- arfjörð, hefur það verið íslelnding- um til háborinnar skammar og fyr- ir löngu kominn tími til að leggja það niður. ]. S. Api notaður til að rantisaka áhrif radiaton-bruna á augu við Aerospace Medicvine- skólann í Texax. Sprautan getur verið saklaus, en getur líka orsakað miklar þjáningar. 11

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.