Dýraverndarinn - 01.05.1981, Side 24
til hennar. Rétt er að gera ráð fyrir
þessu síðara tilfelli, þó að lambið
sé stórt. — Aðgœsluleysi ökumanna
í þessmn tilvikum veldur tíðustum
skakkaföllum af þessu tagi.
Eftir sólbjarta daga er yfirborð
vega hlýrra en grasigróna landið
umhverfis þá. Þegar kólnar með
kvöldinu eftir slíka daga, einkum í
september og október, sækja sauð-
kindur mjög á að leggjast á vegina.
Þær geta og gert það í vætutíð, ef
umhverfi veganna er blautt. Þar
sem fé er sérstaklega spakt, vill
það helst ekki víkja fyrir umferð-
inni. Jafnvel þótt lúður sé þeyttur,
stendur það ekki upp fyrr en í síð-
ustu lög. Þegar þetta á sér stað er
oft kominn Ijósatími, og eru þá
skepnur seinni til að víkja undan
bifreiðum en við dagsbirtu. Sé lúð-
ur þeyttur trítlar féð að vísu á stað
út af veginum eða eftir honum, en
ökumaður verður óhjákvæmilega
að aka hægt. Þegar svo stendur á
þykir mér ánægjulegast að stugga
ekki við fénu, ef unnt er að komast
hjá því, heldur krækja á milli þess.
Það er með öllu hættulaust, ef gæti-
lega er ekið, er skepnuvinum nokk-
ur ánægju og veldur oftast lítið
meiri töfum.
Okumenn, sem hirða um að veita
búfénaði með vegum fram athygli,
læra furðu fljótt að þekkja viðbrögð
hans. Sú athugun er mörgum til
ánægju og tilbreytingar á ökuferð-
inni, en það að drepa skepnur eða
slasa, vegna vítaverðs aksturs, og
svíkjast síðan frá verknaðinum, ber
vitni um óþokkainnræti á háu stigi.
Morgunbl. - Asgeir L. Jónsson.
„KETTIRNIR VÖKTU MIG"
Nöturleg lífsreynsla ungra hjóna,
sem misstu allt sitt í húsbruna í
Vestmananeyjum í fyrrinótt.
20
„Þegar ég kom heim í hlað var
aðkoman heldur nöturleg — eldur
og mikill reykur. Eg hljóp inn i
húsið, komst upp á efri hæðina og
inn í barnaherbergið, en þarna uppi
sást ekki út úr augum, allt fullt af
reyk. Ég þreifaði ofan í barnarúm-
in, en þau voru tóm, ætlaði síðan
að brjótast áfram og inn í svefn-
herbergið, því ég þóttist fullviss að
þau væru innilokuð þar, en varð
frá að hverfa." Þetta er lýsing Reyn-
is Markússonar, ungs heimilisföður
í Vestmannaeyjum, sem kom heim
frá vaktavinnu í Saltfiskverkun Ein-
ars Sigurðssonar á fimmta tímanum
í fyrrinótt að heimili sínu í björtu
báli. En hann og fjö’skylda hans
misstu svo til allt sitt í brunanum.
Fréttaritari Mbl. í Vestmannaeyjum
hitti ungu hjónin að máli í gær.
Eiginkona Reynis, Steinunn Ól-
afsdóttir, var mikið hrufluð á fót-
leggjum og auðsjáanlega mjög eft-
ir sig eftir óvægna lífsreynslu. Hún
sagði svo frá: „Ég get ekki meint
annað en að það hafi ferið kettirn-
ir sem vöktu mig af fastasvefni. Ég
vaknaði við heilmikil læti í þeim
fyrir utan húsið. Þá var kominn
mikill reykur á efri hæðinni, en
mér tókst að ná báðum börnunum
úr rúmum sínum og komast út. Þau
voru á náttfötunum, en mér tókst
að grípa smávegis af fatnaði með
mér."
Kettir þessir, fimm að tölu, eru
hálfgildings heimiliskettir. Heimili
ungu hjónanna er utarlega í bænum
og stendur eitt sér. Þar var áður
heilmikið kúabú og voru kettirnir
þarna fyrir þegar unga fólkið flutt-
ist inn sl. haust, en þau eru aðflutt,
bjuggu áður í Hafnarfirði. Ungu
hjónin hafa gefið köttunum að éta
og þeir orðið hændir að þeim.
Framhaldinu sagðist Steinunn
ekki gera sér vel grein fyrir, nema
að hún hefði á einhvern hátt talið
einu hjálpina fólgna í því að kom-
ast upp að flugturninum. Þau hefðu
ekki haft síma og einhvern tíma
rætt það sín í milli að hægt yrði að
leita aðstoðar þar, ef með þyrfti.
Hún sagðist hafa reynt að finna
tryggan stað og skilið börnin þar
eftir og sagt eldra barninu að passa
það yngra vel, en þau eru eins og
þriggja ára gömul.
Morgunbl.
DÝRALÆKNIR FENGINN
AÐ DÝRASPÍTALANUM
Ragnar Ragnarsson, héraðsdýra-
læknir í Norðausturlandsumdæmi,
hefur tekið að sér rekstur Dýra-
spítala Watsons frá 1. júlí nk.
Ragnar er á förum til Þýskalands
þar sem hann mun stunda störf um
mánaðarskeið á sérstakri smádýra-
deild við dýraspítala í Hannover,
þar sem hann nam dýralæknisfræði.
Þetta mun verða í fyrsta sinn sem
dýralæknir starfar sjálfstætt hér-
lendis, en það hefur háð mjög
rekstri Dýraspítalans að ekki hefur
fengist dýralæknir til starfa þar.
Ragnar hefur fengið ársleyfi frá
störfum sem héraðsdýralæknir.
Hann tekur Dýraspítalann á leigu
með öllum áhöldum og aðstöðu og
sér alfarið um rekstur hans. Leigu-
samningurinn, sem er til nokkurra
ára, en uppsegjanlegur af hálfu
Ragnars með þriggja mánaða fyrir-
vara.
Morgunbl. 16. 5. '81.
RÝMRI REGLUR UM
HUNDAHALD í KÓPAVOGI?
Rúmar undanþágur í nágranna-
byggðum gera erfitt fyrir í Reykja-
vík og Kópavogi.
Ört vaxandi hundahald í Kópa-
OÝRAVERNDARINN