Dýraverndarinn - 01.05.1981, Qupperneq 17
— Ég vil hafa hundinn, ég vil
eiga hann. Hann má ekki fara.
Daginn eftir kom ókunni maS-
urinn til mömmu Lalla. Hann
sagði, að veiki drengurinn vildi fyr-
ir hvern mun fá hundinn. Hann
hefði verið óhuggandi þegar Lappi
fór. Ókunni maðurinn vildi kaupa
Lappa, og bauð fyrir hann þúsund
krónur. Vesalings móðirin horfði á
þúsund krónurnar, sem henni voru
réttar, og svo á Lappa. Auðvitað
var hann ekki svona mikils virði. -
Lalla þótti ákaflega vænt um hann,
en hundur var þó ekki nema hund-
ur. Börnin voru svöng og enginn
biti til í búrskápnum.
Hún tók við peningunum, og
maðurinn fór burt með Lappa.
Um kvöldið, þegar Lalli kom
heim, hljóp Lappi ekki á móti hon-
um, eins og hann var vanur.
— Lappi! Lappi! kallaði hann.
Hvar er Lappi?
Þegar honum var sagt það, fór
hann að gráta. Daginn eftir var
hann fárveikur, og dagana þar á
eftir. Hann kallaði stöðugt á Lappa.
Gamli læknirinn hristi höfuðið.
- Á hvað er drengurinn alltaf að
kalla? sagði hann. Þið verðið að
koma með Lappa. Það er það eina,
sem getur bjargað honum.
Vesalings konan var úrvinda af
sorg. Henni hafði ekki dottið í hug,
að Lalli elskaði hundinn svona
mikið. Hún vildi fegin ná í Lappa
aftur, en því miður gat hún það
ekki. Hún fór heim að gistihúsinu
og spurði eftir ókunna manninum.
Henni var sagt, að hann væri far-
inn. Þjónarnir hristu höfuðin og
sögðust ekki hafa hugmynd um,
hvert hann hefði farið.
III
Menn voru orðnir vonlausir um
að Lalli myndi lifa, en þá kom
DÝRAVERNDARINN
Hann kom þjótandi upp tröppurn-
ar eitt kvöldið, þegar sólin var að
setjast. Hann var horaður og ó-
hreinn og allur leirstokkinn. Hann
varð eins glaður af því að sjá þau,
eins og þau urðu glöð af því að sjá
hann. Hann ætlaði alveg að ærast
af kæti.
Frá þeirri stundu fór Lalla að
batna. Hann mátti aldrei sjá af
Lappa.
Tíu dagar liðu, og móðirin gat
ekki fengið af sér að segja Lalla, að
þau ættu ekki Labba lengur. Eng-
inn vissi hvaðan hundurinn hafði
komið. Bróðir Lalla fór heim að
gistihúsinu og spurði eftir ókunna
manninum, en enginn vissi neitt
um hann.
Daglega bjuggust þau við að
hann kæmi eftir Lappa. Móðirin
geymdi þúsund krónurnar vand-
lega. Hún vildi svo fegin borga
þær aftur. Hún óttaðist mest, að
ókunni maðurinn vildi ekki gefa
kaupin eftir.
Loksins fréttist, að ókunni mað-
urinn væri kominn.
Bróðir Lalla hljóp heim að gisti-
húsinu. Þar fann hann manninn
með litla drenginn í sama herberg-
inu. Hann sagði honum alla sög-
una af veikindum Lalla, hve mjög
hann hefði saknað hundsins, en
farið svo strax að batna þegar hund-
urinn kom heim. Hann fékk ó-
kunna manninum þúsund krónurn-
ar og bað hann að lofa þeim að
hafa Lappa. - Hann sagði, að þau
vildu fegin útvega honum annan
hund og kenna honum listir Lappa.
Ókunni maðurinn þagði svolitla
stund. Svo sagði hann:
— Lappi er undraverður hundur.
Hann komst einsamall alla leið frá
Rómaborg.
Hann sneri sér að litla drengnum
og spurði hann hvort hann hefði
Gardeigandinn er fjúkandi vondur. Tver
slíemir strákar hafa stolið öllum eplun-
um af eftirlætistrénu hans, og nú œtlar
hann að flengja þá fyrir strákapörin.
En strákarnir hafa orðið hræddir og
falið sig fyrir garðeigandanum. Geturðu
fundið þá?
skilið það, sem þeir voru að segja.
- Já, já, sagði litli drengurinn.
Góði pabbi, láttu Lalla fá hundinn
aftur.
Faðir hans brosti og rétti bróður
Lalla þúsund krónurnar.
- Þetta er borgunin fyrir hund-
inn, sem þið ætlið að útvega mér,
sagði hann.
Drengurinn tók við peningun-
um. Hann var svo glaður, að hann
gat varla þakkað fyrir sig.
Lappi og Lalli náðu sér nú fljót-
lega og urðu eins hraustir og kátir
og áður. Þeir fengu lítinn hund og
kenndu honum ýmsar listir. Svo
fóru þeir með hann til litla drengs-
ins í gistihúsinu. Hann sagði, að
þessi hundur væri alveg eins góð-
ur og Lappi.
En Lalli var nú á annarri skoðun.
13