Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1951, Síða 9

Dýraverndarinn - 01.12.1951, Síða 9
DYRAVERNDARINN 63 Myndin er af þeim Álftarlegg og Hólmfríði Kolbeinsdóttur, þar sem þau standa úti í túnjaðrinum heima hjá sér á Skriðulandi í Kolbeinsdal í Skagafirði. Hún er aðeins 12 ára, en frásögn hennar um hestinn er ágæt. Það er líka auðséð á myndinni, að þeim er vel til vina. Hdlmfríður Kdlbeinsddttir : ÁLFTARLE€«GUll Einn hesturinn hérna heitir Álftarleggur, en hann er alltaf kallaður Leggur. Mun ég því gjöra það í þætti þessuin. Leggur er sá alstærsti liestur, seni ég hefi séð. Hann er ljósgrár á tagl og fax, en belgurinn er hvílur. Leggur er saman- rekinn og því afar sterkur og þolinn. Hann verður 19 ára í vor. Með sögu þeirri, er hér skal sögð, mun það sannað, að Leggur skilur mál mitt eins vel og hver maður. Eitt sinn að vori til, er tún voru lítt tekin að gróa, gaf ég Legg heytuggu út á túnið, — en það var ekki einsdæmi. Ég stóð yfir honum, meðan hann neytti síns góða mat- Er ég hafði þar verið skamma hríð, kemur aðvífandi jarpur gæðingur, er Erpur heitir. Var liann eign Sólveigar, systur minnar. Mér var hið bezta til hestsins og var því ósárt, þótt Iiann reynd oftsinnis að éta með Legg, sem brást illa við, lagði eyrun aftur með lmakkan- um og hvessti brár. Ég tók því það ráð að biðja Legg eins vel og ég gat: „Elsku Legg ir minn, leyfðu Erp að éta með þér, af því að ég sé, hve ágirnd hans á heyinu er mikil. Gjörðu það, karlinn minn!“ Að því mæltu urðu hinar mestu útlitsbreytingar á Legg. Á söni'i stundu féllu eyrun. í réttar stellingar og hinn liarði svipur mildaðist. Erpur kom til Leggs og átu þeir síðan saman i bróðerni. öðru sinni sleppti ég Legg ofan fyrir hlið, eftir mikinn og strangan akstur. „Leggur minn,“ sagði ég, „bið mín hér við hliðið, þar til ég kem með launin fyrir þitt vel unna dags- verk.“ Eftir alllanga stund kom ég aftur á vettvang með fullt vaskafat af samanhrærðu síldarmjöli og rúgmjöli. Nefndum við það hræru eða mauk. Líka hafði ég meðferðis fulla blikkfötu af mjólk. Þcss skal getið, að hestuniun hérna er oftast gefið eitthvað gott að verki loknu. Ef Leggur sá til ferða minna, fór heldur að lifna yfir honum. Þá hann laun sín með þökk- um. En er hann hafði matazt, gekk hann til beit- ar. Aldrei beið hann svona, nema ég tæki það fram við hann áður. Ég sit aldiæi á öruggari sessi en bakinu á Legg. Einhverju sinni reið ég á Legg fram með girðingu og hafði einteyming. Mér þótti hann fara full nærri girðingunni og óttaðist, að hann rifi sig á gaddavírnum. Sagði ég þá: „Leggur minn, þú getur hæglega meitt þig.“ Þegar, er þetta var mælt, beygði Leggur frá girðingunni. Ég þarf því ekki beizli við Legg, þar eð ég get sagt honum til vegar. Mér þykir ákaflega vænt um Legg. Okkur sinnast mjög sjaldan. Nú eru Leggur og annar grár hestur, sein Grásokki heitir, einir i túngirðingunni og eru þeir miklir vinir. Morgundrykkur þeirra cr mjólk, og víst er um það, að margan mjólkur-

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.