Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1951, Qupperneq 10

Dýraverndarinn - 01.12.1951, Qupperneq 10
64 DtRAVERNDARINN sopann hefur Leggur minn drukkið á sínum átján árum. Ég vona, að framanskráðar sögur varpi nægi- lega skýru ljósi yl'ir hans frábæru vitsmuni. Ég mun því ekki hafa þenna þátt lengri að sinni. beim virðist koma vel saman þessum tveim- ur. Telþan er kölluð Jenný, en rakkinn heitir Snati. „Þau eru góðir vinir og leikfé- lagar“, var skrifað með myndinni. Hún er frá frú Rebekku Pálsdótt- ur, Bæjum, Snæfjalla- strönd. Swfjubmt unt Juttk — Framh. af bls. 62. leit snöggt upp og skimaði í allar áttir, sá mig, en þekkti mig ekki fyrst i stað. Svo áttaði hann sig eftir nokkra stund, kom þá hlaupandi til mín og hnyhbaði mig, en það var hann vanur að gera, þegar hann vildi láta klappa sér. Síðan elti hann mig heim að bæ og inn i eldhús og þaðan vildi hann helzt ekki fara aftur. Ég get sagt frá mörgum fleiri atvikum til merkis um tryggð hans og vináttu og einu eða tveimur langar mig að bæta við. Eitt sinn átti ég og fleiri leið yfir fjörðinn, þar sem ég á heima. Eins og gefur að skilja, verður að fara það á bát. Junkur elti mig niður að sjónum, eins og fyrri daginn. Ég varð alltaf að laumast frá honum, ef ég fór eitthvað, sem hann gat ekki farið. En í þetta sinn tókst það ekki sem skyldi. Ég komst samt út í bátinn, og við vorum komin æði spöl frá landi, þegar Junkur áttaði sig og kom hlaupandi. Hann stanzaði ekki í fjörunni, heldur lagði til sunds á eftir bátnum, en sneri samt fljótlega við, Dýraverndarinn. Útgefandi: Dýraverndunarfélag íslands. Ritstjóri: Sigurður Helgason, Brávallagötu 12, Reykjavík. (Sí’ni 5732). Afgreiðslu og innlieinitu aniia> : Hjörtur Hansson, Bankastræti 11 (miðhæð), pósthóli' 566, Lteykjavik. og tilkynningar um nýja kaupendui. Kldri árgang- ar kosta kr. 5,00. Prentaður í Félagsprentsmiðjuiuli h.f. þegar hann sá, að það var vonlaust, að hann fengi að fara með. Ég hafði einu sinni áður l aft hann með mér yfir fjörðinn. Þá fór hann U| p í bátni . á þurru landi, og ég gat ekki fengið af mér að reka hann upp úr honum aftur. Þá var hann nú montinn, spígsporaði um allt, eins og skipstjóri, hefur líklega talið sig vera það. Seinna, einn heitan vordag, var Junkur að hringsóla kring um bæinn og var víst ósköp heitt. Sá timi var kominn, er faiið var að taka af geldfénu, en ekki var samt búið að taka af því öllu. — Ég kallaði á hann og; sagði: „Junkur minn, á ég að klippa af þér uihna, svo að þér sé ekki svona heitt? Hann anzaði eins og hans var vani; hann kom alltaf, ef ég kallaði. Eg settist á tröppurnar framan við húsdyrnar og þangað kom Junkur til mín. Þarna klippti ég af honum alla ulhna, en hann stóð kyrr í sömu sporum all m tímann, meðan á því stóð, laus og liðugur, hvorki bund- inn né haldið í hann, og mikið var hann ánægð- ur, þegar hann var orðinn laus við reyfið. Margar fleiri sögur líkar þessum gæti ég sagt af Junk, þessari góðu sauðkind, sem var svo trygg og vinaleg, en hér er bezt að láta staðar numið. • Junk og mömmu hans, Langeyru, var 1 áðum lógað næsta haust. Skelfilega þótti mér sárt, að þau skyldu bæði verða að deyja. — Og aldrei mun ég gleyma Junk gamla, svo margar skemmtistundir veitti hann mér með vináttu sinni. (14/4, 51) ★

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.