Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 27.05.1915, Blaðsíða 5

Dýraverndarinn - 27.05.1915, Blaðsíða 5
DÝRAVERNDARINN 21 FUGrLADBÁP — NÝJAR „DÝRAVEIÐAR“. Alt af frá þeim tíma, er drengskaparhugmyndin komst inn hjá mannkyninu, hefur þaö æfinlega veriö álitiö aö bera ótví- ræöan vott um níöingslund, aö vega aö þeim, sem vopnlaus er. Þaö er jafn vel sagt um suma menn í fornöld, aö þeir álitu sér ekki sæma aö vega aö óargadýrum, jafnvel þótt þeir gætu trauöla taliö sér sigurinn visan i viöureign sinni viö þau. En þótt fornsögur vorar segi frá mörgum drengskaparmanninum, þá er ekki þar meö sagt, aö allir fornmenn hafi drenglyndir veriö, enda er og hinna einnig getiö, og dæmi þeirra ættu aö veröa til viövörunar á öllum tímum. En hvaö sem þvi líður, þá hefur almenuingsálitiö jafnan verið andstætt öllum ódreng- skap og níðingshætti. Það hefur æfinlega talið þann mann „óal- andi“ og „óferjandi", sem réðist þar á garðinn, sem hann var lægstur og veittist aö þeim varnarlausa. Og þó sjáum vér, og höfum meira aö segja vanist því frá bernsku, aö þeir, sem vilja hvaö helst telja sig menn meö mönnum, hafa iðulega sýnt af sér þaö ódrengskapar og bleyöibragö, aö ráöast þar á garð- inn sem hann var lægstur, og veitst aö óþörfu vopnaðir að varnarlausum dýrum t. d. fuglum, og murkaö úr þeim lífið sér til skemtunar. Hreisti- eða frama-verk getur slíkt naumast heitiö. Þaö kemur því ekki til mála, aö þeir hinir sömu afli sér meö því viröingar eöa álits annara manna. Og fáir veröa menn feitir á fugladrápi, segir máltækiö, enda hefur þaö jafn- an sýnt sig, aö fuglaveiöar eru hvorki gæfu né gróðavegur. En jafnvel þótt almenningsálitið hafi, því miður, ekki hingað til kveðiö upp eins haröan áfellisdóm yfir ónauösynlegu fugla- drápi og þaö hefur verðskuldað, þá mun nú ekki líða á löngu, uns þaö gerir þaö. Tímarnir breytast til batnaöar og mennirn- ir með, þótt hægt fari. Almenningur fer að sjá og skilja, aö slíkt er ósamboðiö hverjum heiðarlegum manni aö beita vægö- arlausri grimd við þá, sem minnimáttar eru, láta „kné fylgja kviði“, þar sem því verður komiö viö, án þess að eiga þaö á hættu að komast undir manna hendur. Löggjafarvaldiö hefur auðvitaö ekki enn þá afnumiö alt óþarft fugladráp, en þaö hlýt- ur að gera þaö fyr eöa síðar. Þjóðin mun krefjast þess. Og al- nienningsálitiö mun koma lögunum til hjálpar. Það mun dæma hvern þann mann siðferðislega sjúkan, seni úthellir blóöi sér

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.