Dýraverndarinn - 27.05.1915, Blaðsíða 13
dýraverndarinn
29
geta komist hjá því aS hnýta upp í hestana — og þah getur
stundum staöiö svo á aS þa'S sé ólijákvæmilegt — aö athuga
rækilega aö brúka ekki til þess mjó snæri eða seglgarn — og
að snærið sé u n d i r t u n g u n n i en ekki ofan á henni.
Menn kvarta stundum yfir því að það sé slæmt að fá „áblást-
ur“, sem kallaður er, en ef ykkur þykir það slæmt, þá hugsið
til munnsáru hestanna, sem málsins er varnað til að kvarta
undan þræla-munnhnýtingu margra manna.
JÓH. ÖGM. ODDSSON.
SITT AF HVERJU.
Það mun vera í landslögum að allir hundar eiga að vera
með hálsbandi, með merki og númeri eigandans á; slikum
reglum sem þessum ættu allir hudaeigendur að hlýða, það
mundi fyrirbyggja það, að margir þeir flækingsTiundar, sem
hér eru á öllum tímum árs, glötuöust ekki húsbændunum.
Mörgum smalanum þykir vænt um smalahundinn sinn, en
heldur virðist sú umhugsun vera á lágu stigi, þar eð þeir ekki
alment skeyta því að hafa þá með hálsbandi. Slíkt sýnist þó
ekki geta bakað eigendunum mikil peningaútgjöld. Og þar
sem það er lagaleg skykla, þá ætti það ekki síöur að vera sið-
ferðisleg skylda þeirra, því að margur maðurinn á svo mikla
þakklætisskuld að gjalda góöum smalahundi, fyrir alla þá
króka og mörgu sendiferðir, sem þeir hafa tekið af húsbænd-
um sínum og reiðskjótum þeirra. Hafið hugfasta þessa vísu-
hendingu:
„Hugsaðu um þinn hest og hund.“
* *
*
Æðarfuglinn er einn af þeim fuglum, sem friðaðir eru alt
árið um kring, en það er engum efa undirorpið, að þau lög,
eins og sjálfsagt svo mörg önnur, eru óhæfilega Imotin hér á
landi, — og það að líkindum ekki hvað síst hér í Reykjavík.
Hérna út við eyjarnar, Viðey, Engey og Örfirisey, er æðar-
fuglinn drepinn meira og minna flesta daga allan veturinn og
síðan seldur í bæinn eða skipin, sem liggja á höfninni, eins og