Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 27.05.1915, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 27.05.1915, Blaðsíða 8
24 DÝRAVERNDARINN og vita, aö hann er mesta meinleysisskinn, og þeim dettur ekki í hug aö foröast hann, þótt þeir sjái hann standa í „þung- um þönkum" einhverstaöar úti í haga. En hann er ekki allur þar sem hann er séður. Hiö innra er hann ekki annað en viö- argrind, sem heil uxahúö er þanin yfir, og framan til í honum er myndavélin og horfir út um annað auga hans. En inni í honum stendur „veiöimaöurinn“ hálfboginn. Fætur hans koma niður úr kviö uxans, en sjást lítið eöa ekki, þar sem gras er mikið. Að nokkrum öldum liönum, þegar mannkyniö hefur tekið meiri þroska i andlegu og siöferöislegu tilliti, munu menn hætta öllum rándýrslegum dýraveiöum. Menn munu þá jafn- vel furöa sig á því, aö nokkrir siðaðir menn skyldu nokkru sinni liafa haft skemtun af þvi, að drepa varnarlaus dýr; og menn munu hugsa til þess meö viðlíka viöbjóði og hryllingi, og vér finnum nú til, er vér hugsum um hina dýrslegu nautn Rómverja, er þeir skemtu sér við að horfa á ljón og önnur óargadýr rífa og slíta sundur varnarlausa menn og konur, tætlu fyrir tætlu. 5. KRISTÓFER PÉTURSSON. LOFT OG- LJÓS í FÉNAÐARHÚSUM. Það mundi nú að vísu liggja nær, að Búnaðarritið ræddi um fénaðarhúsin okkar en dýraverndarinn, en honum finst þó að hann megi þar leggja orð í belg. Þeir sem muna 40—50 ár aftur í tímann, kannast við fénað- arhusin eins og þau voru þá, og séu þau borin saman við fén- aöarhús nútímans hér á landi, verður að játa að munurinn er stórmikill t i 1 b a t n a ð a r. En það er langt frá aö þau séu a 1 s t a ð a r orðin eins góð og þau þurfa að vera og ættu að vera. Skepnurnar eru sömu lífsskilyrðum háðar og mennirnir; all- ar þurfa þær 1 o f t og 1 j ó s til að geta lifað og liðið vel, og svo hæfilegan h i t a. Fjós og fjárhús hafa, og það fyrir löngu, gerst nægilega hlý víðast hvar. En víða voru þau þreifandi myrkraskot, einkum fjósin. Svo dimm voru þau víða, að ckki sá handaskil, og eng-

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.