Dýraverndarinn - 27.05.1915, Blaðsíða 7
DÝRAVERNDARINN
23
aö þegar veiðimaðurinn kemur heirn, hefur hann oft meðferö-
is meiri og Detri fróðleik um lifnaðarháttu dýranna heldur en
hann hefði getað aflað sér með því að skjóta þau. Auk þess
kemur hann heirn með hreinni samvisku. Hann veit með sjálf-
urn sér, að hann hefur ekki brotist inn í riki dýranna sem spill-
virki. Hann hefur ekki veitst að varnarlausum foreldrum og
drepið þá frá ósjálfbjarga afkvæmum. En til þess að fá tek-
ið verulega góðar myndir af fuglum eða dýrum á víðavangi,
þarf sérlega góðar myndavélar. Bestar eru hinar svonefndu
„byssu myndavélar" (á ensku: gun camera). Þær eru útbúnar
með einskonar firðsjá (kíki), svo að hægt er að taka myndir
af dýrum á löngu færi. En veiðimaðurinn verður að þekkja
lifnaðarhætti dýranna, verður að vita. livar þau halda til, hvar
þau leita sér fæðu o. s. frv. svo að hann geti setið um þau og
tekið þær myndir af þeirn, er sýna best hina ýmsu starfshætti
þeirra. Slíkar myndir, ef þær eru vel teknar, eru jafnan út-
gengileg vara. Margir safna þeirn, sér og öðrum til fróðleiks,
auk ]>ess sem rnörg blöð og timarit sækjast rnjög eítir þeim.
Siðan þessar nýtísku „dýraveiðar" fóru að tíðkast, hefur þekk-
ing manna á lifnaðarháttum ýmsra dýra stórum aukist. Slíkar
dýraveiðar ættu ungir rnenn og efnilegir hér á landi að temja
sér í stað þess að ganga á fuglaveiðar og skjóta sér til skernt-
unar. Hver og einn getur lært með litilli fyrirhöfn og æfingu
að taka myndir, og með dálítilli þolinmæði má komast upp á
lag með að „framkalla” þær, og svo er æfinlega hægt að fá
myndasmiði til þess, en það er auðvitað nokkuð kostnaðar-
meira. Víða hafa og verið haldnar sýningar á slíkum myndum
og verðlaun veitt fyrir hinar l)estu. Sömuleiðis hafa kvikmynda-
húsin keypt þær og grætt á þeim fé, því að margir eru svó
geröir, að ]>eir vilja margfalt heldur kaupa sig inn á leikhúsin,
]>egar ])eir fá að sjá það, sem er myndir af veruleikanum, en
ckki hreinn og beinn tilbúningur.
Margskonar veiðil)rellur hafa menn þurft að hafa í frammi
til þess að komast í „færi“ við ýms stygg villidýr og fugla.
Bræður tveir á Englandi, er Kearton heita, er sagt, að muni nú
vera frægastir þessara „veiðimanna". Hafa þeir tekiö upp á
l>ví, að bregða sér í allra kvikinda líki, eins og sagt var um
galdramenn á fyrri timum. Meðal annars hefur ])eim gefist vel
að bregða sér i uxaharn. Fjöldi villidýra og fttgla ])ekkja uxann,