Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1927, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 01.04.1927, Blaðsíða 7
DÝRAVERNDARINN 2 7 út um evrar og móa, sem raun ber vitni um, hef'Si jeg' alt af oröiS aS snúast kring tun kindurnar, í staS þess aS þurfa varla aS huga aS þeim. Og víst hefSi nátthaginn minn annaShvort enginn orSiS eSa þá miklum mun þrengri, ef jeg hefSi ekki mátt þrjú vor, hvert af öSru, leggjast á aS girSa hann, áhyggjulaus um kindurnar — alt vegna umsjónar Kápu á þeim. Enn mætti jeg margt greina. Jeg fæ ekki tölu á korniS, hve oft hún bjargaSi fjenu heim undan áfellum haust og vor, þegar svo bar undir. Sama er og aS segja, þegar á skullu vetrarhriSarnar. Jeg fæ ekki taliS, hve oft hún bjargaSi þá fjenu meS vitsmunum sínum, dugnaSi og þrautseigju. Og þá ætti mjer ekki aS gleymast, aS hún barg lífi mínu tveim sinnum. Jeg fór villur meS alt fjeS og var aS þrotum kominn í sortahríS og gadd- hörku. Hún ljet sig ekki þaS eitt var'Sa, aS halda fjenu saman og þoka því áfram rjetta leiS, heldur marg-sneri hún aftur til mín og gaf því gætur, hversu mjer færist. .. . Jeg vissi enga leiS — kunni ekki skil áttanna — var ráSþrota. AB lokum skreiS jeg nærri örmagna á eftir fjenu....... Svo staS- næmdist hópurinn.......Kápa hafSi bjargaS fjenu og mjer heim aS fjárhúsunum — án þess jeg vissi. .... BlessuS skepnan. — — Þá er okkur Hildi minni minnisstætt, hve átak- anlega hún sýndi vitsmuni sína haustiS, sem hún var á níunda vetur. Kápa var alla ævi tvílembd. Hún haf'Si því fætt fjórtán lömb átta vetra. Aldrei, alla ævi sína, misti hún lamb, nema ])aS vor. Þá fórst annaS lambiS hennar af slysum. Jeg fæ ekki um þaS vitaS, hvort söknuSur henn- ar eftir lambiS hafi veriS býsna sár. En hitt er mjer óduliS, aS ást hennar til lambsins, sem lifSi og umhyggja hennar fyrir ])ví, var um margt merkileg og vakti athygli þeirra, er sáu. ÞaS vor var girt milli afrjettar og heimahaga. Þótti því víst, aS afrjettarfje fengi ekki runniS ofan til bygSar, fyr en hliSin væru opnuS í fjall- göngunum. Kápa hafSi ævinlega komiS úr afrjett meS lömb- in sín, úr því seytján vikur voru af sumri. Nú þótti loku fyrir þetta skotiS. Hún yrSi aS hlý'ða lands- lögum og gæti ekki átt heimkvæmt, fyr en í rjett- um. En þetta fór þó á annan veg. Seint í átjándu sumarvikunni þetta ár, varS þess Hjer er mynd af GuSmundi heitnum GuSmunds- syni skáldi, og situr kisa á vinstri öxl hans. Dreng- urinn, seni heldur utan um litla seppa, heitir Snorri Ágústsson. Menn og dýr una sjer þarna vel sam- an og er au'Ssjáanlega vel til vina. Kisa er mjög spekingsleg, en litli seppi er sýnilega ekki eins reyndur og ráSsettur. Myndin er tekin á ísafirSi. vart einn morgun, aS Kápa var komin heim aS bæ 1 a m b 1 a u s. I'að varS brátt ljóst, aS henni væri í meira lagi brugSiS. Hún var óvenjuleg'a spök. Hver heimilis- manna, er vildi, gat aS henni gengiS. En mest sótt- ist hún þó eftir því, aS jeg handljeki hana. BráSlega varS jeg þess vís, aS niSri í þelinu á bakinu voru blóSkleprar. Þegar betur var aS gætt, varS bert, aS allmikil skurSrispa var eftir bakinu, framan af herSakambi og aftur á malir. Þurfti eng- ar getur aS því aS leiSa, aS hún hafSi skriSiS und- ir gaddavír og hlotiS þann veg meiSsliS. ViS þvoSuin blóSsnorkuna úr ullinni og bárum grasasamsuSu í skurðinn. Mjer varS þreifaS á júgri hennar og duldist þá ekki, aS þaS var þrútiS af mjólk. Og þess gat jeg mjer til, aS júgriS mundi ekki hafa veriS sogiS síS- asta dægriS. Þetta varS mjer nokkurt íhugunarefni. Á því var ekki aS villast. aS Kápa hafBi mist lambiS sitt. En jafn-víst var ])ó þaS, aS skamt hlaut aS vera síSan. NiSurstaSa okkar hjóna varS sú, aS tófa hefSi grandaS lambinu i afrjettinni. Kápa hefSi þegar eft-

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.