Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1927, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.04.1927, Blaðsíða 8
28 DÝRAV ERNDARINN ir þá sorg-arsjón lagt af staS heim, troöist einhvers staðar undir gaddavírinn, og væri nú að tjá okkur söknuS sinn og harm. ViS þóttumst' sjá, að ekki yrði úr þessu bætt. Það eitt gætum við gert, að sýna Kápu nærgætni og vinsemd. Og Iiildur mín bauð henni það, sem henni þótti mata best. en það var mjöldeig og mjólkursopi. Og það þá hún þakksamlega og fór síðan upp fyrir túnið. Jeg fór síðan niður á engi og stóð þar að verki til kvölds. Þaðan sá jeg, að Kápa hjelt fram dal og ste.fndi til fjalls. Svo misti jeg sjónar af henni. I>ví fjekk jeg ekki varist, að alt af var hún mjer ofarlegá í hug uiíi daginn, og harmur hennár og söknuður beit eigi lítið á mig. En jeg bjóst þó við, að hugstríð hennar mætti kyrrast, og að hún myndi una sjer uppi i dal, frammi undir girðingu. Þegar birtu tók að bregða um kvöldið, varð mjer litið heim til bæjar. Sá jeg þá, að Kápa kom með miklu fasi og stefndi til mín. Og áður en mig varði, var hún komin að knjám mjer og var býsna móð. Hún jarmaði tveim eða þrem sinnum fyrir framan mig, nokkuð sárlega, og dró ekki af röddinni. Svo starði hún á mig, alvarleg og sorgbitin. Slíka háttu hafði hún aldrei fyrri haft. Nú hlyti henni að þykja óvænt í efni. Hún myndi vera að boða mjer einhver stórtíðindi. Hún væri jafnvel að vara mig við einhverju, eða, ef til vildi, að krefja mig einhverrar aðstoðar. Jeg hætti þegar verki og lagði af stað heim. Og Kápa gekk við hlið mjer, líkast því, sem jeg leiddi hana. Þegar heim kom, vildi hún ekki stað- næmast. Hún þektist ekki neitt af því, er Hildur mín bauð henni, hjelt af stað upp túnið, jarmaði til mín og starði á mig, eins og hún væri að biðja mig, eða jafnvel skipa mjer, að koma með sjer. Þann kost tók jeg því, að fara með henni, og ljet hún þá jarminum lokið í bráð. Nú gekk hún ekki við hlið mjer, heldur fór á undan mjer, og var allörstíg. Stundum sneri hún sjer til mín, svo sem til að ganga úr skugga um, hvort jeg veitti henni eftirför, og jarmaði því jafn-snemma. Við vorum komin innarlega í dalinn, og tekið var að dimma. Jeg var orðinn heitur af göngunni. Settist jeg þvi niður og ljet rjúka af mjer. Kápa sneri þegar við, kom til mín, lagði höfuðið á vinstra knje mjer og jarmaði enn sárt og mikið. Þessi jarmur hennar var með alls kostar óvenju- legum lireimi, djúpum og titrandi. Var hún að ámæla mjer fyrir að fylgja sjer slæ- lega? Var hún að skipa mjer? Var hún að biðja mig einhvers? Jeg fjekk með engu móti skilið át- ferli liennar. Stóð jeg því upp og reyndi að hvata sporið á eftir henni. Orðið var fulldimt, og við vorum komin inn undir girðinguna. Þá breytti hún stefnunni nokk- uð, hjelt meira til austurs. Við höfðum náð girðingunni. Þar staðnæmdist hún. Var hvorutveggja, að girðingin hefti för henn- ar, og hitt, að nú var hún komin á leiðarenda — ætlaði sjer ekki lengra. Laml>ið hennar hjekk holrifið og dautt í girð- ingunni. Hún hnusaði af því alls staðar. Og það var, sem rhjer yrði skiljanlegt, að með þvi vildi hún gera tvent: Votta líkinu ást og söknuð — og svo revna að ganga úr skugga úm, hvort með því leyndist líf. Jeg losaði lambslíkið af gaddavirnum. Kápa laut að því og ljet höfuðið hvíla á bógn- um, sem upp vissi. Hún þagði — jarmaði ekki. En ]>ó virtist mjer, sem hún styridi með þungum og rykkjóttum andar- drætti. Koldimt var orðið. Jeg sá ]>ví ekki, hvort svo væri, sem jeg hjelt, að hún tárfeldi yfir lambslík- inu. Hitt f a n n j e g, að andlit hennar var renn- vott ofan frá augum og niður í munn. — — Hún hafði, blessuð skepnan, verið að biðja mig áð bjarga lífi lambsins síns .... Mjer hefði vafalaust verið það innan handar, ef jeg hefði brugðið við þegar, er hún kom heifn .... En — jeg var skilningslítill, tilfinningasljór og tómlátur .... Jeg má skammast mín fyrir sjálfum mjer —■ og fyrir guði. Sigurður reis frá sæti, fór að ganga um gólf og gneri höndum saman — jeg held óþarflega fast. Og svo varð honum það, sem hann hjelt, að Kápu hefði orðið, þegar hún ljet höfuðið hvíla á lambs- líkinu. Einar Þorkelsson.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.