Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1927, Síða 10

Dýraverndarinn - 01.04.1927, Síða 10
30 DÝRAVERNDARINN Bátur leggur frá landi. Fjórir sterkir karlmenn hrinda honum fram í brimiö og lööriö rýkur' óspart yfir bátinn og gefur skipverjum skelli. Kvaö er í húfi ? í svona veöri leggur enginn frá landi nemá brýn nauðsyn beri til. — Þeir lialda fram til hólmans. Nú leggja þeir þar aö landi, hægt og hljóölega. — Einn skipverja stendur upp í bátn- um. Eftir augnablik heyri jeg skotdunur, og i sama bili þýtur seldninga-hópurinn skelkaöur upp. Fá- einir liggja eftir á hleinunum, hreyfingarlausir, nokkra sje jeg flögra upp, en falla og hrekjast fram af, niöur í sjóinn. Þeir eru særöir, helsærðir og dauðvona. Búk þeirra blæðir eftir blýhagl byssunn- ar sem lamið hefir líkami þeirra. — Vængbrotna og magnþrota sje jeg þá berjast um í brimrótinu og straumnum um leiö og þeir berast óöfluga brott. Víkingarnir leggja bátnum aö og tína upp þessa Htlu seldningakroppa er eítir liggja dauöir og dauðvona. — — Þetta er þá erindi þessará vesalings manna fram til hólmans : að drepa þessa litlu, saklausu fugla. En hver not hafa þeir af þessu? Þessir litlu fugla- kroppar eru einskis virði. Eða hvað hafa þeir til saka unnið? Áreiöanlega ekkert. Eina skýringin á þessu er því þetta: Þeir d r e p a þessa vesalinga sjer til gamans. Hjer eru hugsanasljó lítil- menni aö svala drápslöngun sinni. Þeir vita, að lijer er þeim óhætt að gefa hinum lægri hvötum lausan tauminn og láta grimdareðlið stjórna öllum athöfnum. Hingaö nær ekki armur laganna til Jx-irra. Enginn lagastafur verndar þessa vesalinga. Hjer geta þeir því drepiö sjer til gamans. Mann- orði þeirra og fjármunum er engin hætta búin þó að þeir drepi og limlesti þessa litlu sakleysingja. Samviskan ásakar þá ekki. þeir eru rólegir, því að þeir finna ekki til þó að bræörum þeirra l)læði. En vesalings menn, vitiö þið ekki, aö þótt þiö losnið hjer við allar lagalegar rekistefnur, þá eru þó gjörðir ykkar ekki gleymdar, — hvort sem þær eru góöar eða vondar. — Fyr eöa síðar uppskerið þið ávöxt þess er þið sáðuö. Og hverskonar ávöxt- ur haldið þiö aö s])reti upp af grimdarlegu atferli gagnvart lítilmagnanum ? Haldið þiö að hinar lægri lifsverur jarðarinnar sjeu skapaðar til ])ess að verða fórnardýr á altari mannlegrar grimdar og miskunn- arleysis ? Nei, höfundur alls lífs hefir. með ])vi að láta ])ær verða til, gefið þeim, eins og okkur, rjett til ])ess að lifa, þó að sálir þeirra búi hjer i öðruvísi líkama en okkar. Og munum þaö: að með grimdarfullu athæfi gagnvart öðrutn, — háum eöa lágum, þroskúðum eða óþroskuðum lífsverum — hellum við eitri í bikar þann er við hljótum að bergja til botns, — bikar örlaganna. Gísli E. Jóhannesson. „Hestar“ eftir Dan. Daníelsson og Einar E. Sæmundsen. Þó aö nokkuö sje síöan að bók þessi kom út (1925) finnur ,,Dýraverndarinn“ hvöt hjá sjer til þess að mæla meö henni og vekja athygli á henni. Hvggjum vjer, að hún sje í of fárra manna hönd- um. Hún kennir mönnum aö beita viti og þekkingu í meðferð ])essa skemtilega húsdýrs, hestsins, sem með rjettu hefir verið nefndur „þarfasti þjónninn“. Það er einmitt þetta, sem þarf aö gera: a ð v e i t a m ö n n u m þ e k k i n g u á v i t u r 1 e g r i m e ð- f e r ö þ e i r r a d ý r a, e r þ e i r h a f a y í i r a ö r á ö a. Með ])ví vinst tvent: Þaö verður miklu skemtilegra að umgangast skepnurnar og hirða um þær, og i öðru lagi verður gagn þeirra miklu meira. Varla verður gert of mikið úr þeim tnöguleikum, sem felast í þekkingu, á hvaða sviöi sem er. Birt- um vjer hjer fyrsta þáttinn í kaflanum um ,,Með- ferð hesta“ í hinni umgetnu bók : „Hús og hirðing. Því er síst að leyna, að hesthúsin á íslandi eru undantekningarlaust meira og minna stórgölluö, eða svo, að gera má ráö fyrir, að árlega sýkist t öldi hesta í þeirn, ])ótt menn verði þess oft ekki varir. Það hefir veriö siöur víöa til sveita, að láta hesta standa í saur og forarbleytu upp fyrir hófskegg, og svo hefir ósvífnin veriö mikil, að ýmsir hafa haldiö því fram, að öll slík saurindi væru til bóta íyr.’r hófa hestanna. Jafnvel ])ótti þaö sjerstaklega hera vott um gott fóður og eldi, ef hestarnir voru ('hreinir og klepraðir í lærum, voru með ,,flórlær- um“, sem kallaö er. önnur eins heimska og þetta hefir vitanlega ekki

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.