Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.06.1928, Blaðsíða 3

Dýraverndarinn - 01.06.1928, Blaðsíða 3
Undraverðir vitsmunir hjá dýri. Nýlega las jeg grein í ensku bla'ði, sem mjer þótti svo merkileg, a'ð ieg snara henni á íslensku — í að- alatriðum — og býð „Dýraverndaranum“. Upphaflega l)irtist hún í amerísku bla'ði, sí'ðast- liðið ár, og er um yfirvenjulega vitsmuni eða hæfi- leika hryssu nokkurar, er heima átti á smá búgarði í ríkinu Virginía. Eigandi hennar er kona, Mrs. Fonda að nafni, en hryssan er kölluð „Lady“. Svo virðist sem „Lady“ sje gædd hæfileika til a'ð lesa hugsanir manna. Vísindamenn eru raunar litt trúa'ðir á að svo sje, en kannast hins vegar við, að haía enga a'ðra skýringu á því. Eitt hið síðasta, sem „Lady“ hefir tekist — þeg- ar þessi grein er skrifuð, sem hjer er útdráttur úr — og undravert þykir, er að leysa rjett úr spurn- ingurn, sem fyrir hana voru lagðar á kínversku, og að segja fyrirfram rjett um úrslit hnefaleika milli Jack Dempsey’s og annars álíka barsmiðaberserks. Margir vísindamenn og rannsakendur sálrænna efna hafa sótt eftir „viðtali'* („interview") við „Lady“. Dr. Franklin Johnson prófessor í sálar- fræði, Dr. R. Finley Gayle taugafræöingur og Dr. H. D. C. Machlachlan, velmetinn prestur, hafa allir „heimsótt“ ,,Lady“. „Til þess sýnast öll merki benda,“ sag'ði Dr. John- son, „að hjer sje um hrein sálræn áhrif að ræða. Jeg er sannfærður um fullkominn heiðarleik eig- andans." Dr. Machlachlan heldur og fram, að dýri'Ö sje gætt yfirvenjulegum vitsmunum. „Það er aug- ljóst samband undirvitundarinnar rnilli mannssálar og dýrs,“ segir hann. Taugafræðingurinn vildi trauðlega fallast á f jarskynjunarkenninguna, en játaði þó, að engri annari skýringu væri til að dreifa. Eitt það sem „Lady“ gerir, er að þekkja á klukku. Margir kubbar (likir barnaleikföngum) eru látnir á pall undir snoppuna á henni. Hver kubbur hefir sína tölu og bókstaf. Einhver viöstaddur tekur þá litla klukku og setur, t. d. io mín. yfir 6, en lætur enga aðra sjá. „Hvað er þessi klukka?“ spyr hann svo. Og ,,Lady“ svarar me'ð því að ýta vi'ð 3 kubb- um me'ð tölunum 6, 1 og o. Sje bókstöfunum rað- að fyrir framan hana stafar hún þannig nöfn óþektra, vi'ðstaddra manna. Á þann hátt sagði hún til rjetts skírnarnafns eiginkonu Dr. Machlachlan’s þó að engum viðstöddum væri um það kunnugt, nema þeim hjónum. Þó er „Lady“ ef til vill betur a'ð sjer í reikningi en lestri. Hún leysir grei'ðlega úr reikningsdæmum í brotum, og í eitt skifti er doktorinu spurði hana hver væri kvaðratrót vissrar tölu, svaraöi hún því ó'ðara rjett. Nokkrum blaðamönnum, er frjett höfðu af hæfi- leikum „Lady“, en voru ærið tortryggir um sann- indi þeirra, datt i hug a'ð fá þá sannprófaða. Þeir l)áðu nú „Lady“ að benda á upphafsstafina í nafni ritdómarans Hunter Stagg, er sjálfur var viðstadd- ur. „Lady“ rak snoppuna í H (það var rjettur staf- itr), því næst ýtti hún við T — og blaðamennirnir hlógu hæ'ðnislega. En það sljákkaði niður i þeim hláturinn þegar Stagg skýröi frá því að hann hjeti fullu naíni Hunter Taylor Stagg, en um það höfðu þeir enga hugmynd haft. En „Lady” vissi betur.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.