Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.06.1928, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.06.1928, Blaðsíða 6
28 DÝRAVERNDARINN Góðir vinir. henni skildist, aÖ GuÖrún sýndi þeim þessa alúð og rausn eigi síst fyrir það, að nú stæði yfir hveiti- brauðsdagar þeirra. Þau fóru upp í hlíðina að loknum morgunverði. Þeim leitst, að gera sjer nú hægara fyrir, klifa ekki á hálsinn, en halda sig heldur efst í hlíðinni, uppi undir klettum. Þar væri kyrðin tryggust, veðursæld- in mest og sólhlýjan svo, að ekki yrði á betra kosið. Þau mundu og geta verið þar alls kostar örugg fyrir návist kaupstaðarslánans. Ofurlitið hallaði frá hádegi. Þá kv'að við skot uppi undir klettunum, skamt frá þeim. Aftur endurómuðu hamrarnir skothljóð. Nú — hann var þá kominn þarna í nágrenni við þau, þessi landeyða og fugla- bani. Nokkur stund leið svo, að eigi heyrSist skot, og þau urðu þess ekki visari, hvar hann væri í hlíð- inni. ÞriSja skotið reið af, miklu nær þeim en áður. En skyttuna sáu þau ekki. Þau voru að færa sig úr stað, ætluðu að fá sjer miðdegisblund í undur fagurri töðulaut, sunnan við Feigsmannsgeil. Vaskur fór á undan, en Loppa vafr- aði í hægðum sínum á eftir honum. Fjórða skotið reið af. Loppa byltist um hrygg. Hana svimaði ógurlega mikið. En sviminn leið þó frá furðu fljótt. Hún ætlaði að rísa á fætur. En þess var henni varnað. Neðri hluti hægra afturfót- ar dinglaði, svo að hún mátti ekki í hann tylla. Skot- ið hafði brotið lærlegginn — og blóð rann úr sárinu. Snepill. Einu sinni átti pabbi stóran, svartan hund, sem kallaður var Snepill. Það var ágætur fjárhundur; svo að pabbi tók oft af með honum svæði, sem tveir eöa ]orír menn smala nú. Strákapör framdi hann í æsku, svo nærri lá að það kostaði hann lífið. Pabbi'var að smala dal einn, mikinn part úr degi, og sendi Snepil, sem þá var óvaninn hvolpur, sitt á hvort. Hvutti litli stóð sig vel, og smalaði eins og maður, frarn úr skriðunum. Af ])ví að þær voru ekki mjúkar undir fót, var Snepill litli sárfættur og lassa- legur, svo að hann varð að láta sjer nægja að gjamma á eftir kindunum sem stukku kunnuglega um skrið- urnar. Þegar komið var af dalnum og út í Iand, var Snep- ill ekki eins lassalegur, því þá voru ekki ótætis stein- nibburnar að stangast í þófana hans. Hann gætti þess furðu vel að skilja ekki eftir, og ljet fjeð ganga und- an sjer. — Alt í eiiíu tók pabbi eftir ])ví, að Snepill var hættur að smala. Kallaði hann þá á hann, en hvutti gegndi ekki. Það þótti pabba einkennilegt, og gekk því upp á hæö, og sá þá hvað hann hafðist að. Hann lá á gemling, sem pabbi átti, og var búinn að drepa hann. Ekki beið hann eftir hirtingu, held- ur hljóp sem fætur toguðu heim, og þóttist sjálfsagt vel hafa sloppið. En hanrt sannfærðist um það, að hann var ekki búinn að fá fyrirgefningu, fyrir ódáða- verkið, þegar eigandi hans kom heim. — Hann gerði slíkt aldrei aftur. Nokkrum árum seinna tók hundur upp á því að drepa fje. Aður en menn vissu hver sökudólgurinn var, var Snepli kent um ])að, því „enginn trúir illa kyntum“. Pabbi tók málstað hans, sem líka var óhætt, því að þa<5 komst upp, að hann átti engan þátt í ]>ví morðmáli. Árið eftir að Snepill framdi áðurnefnt strákapar rak pabbi og kvenmaður 70 lambær í rjett, með hon- um. Ærnar voru búnar að ganga sjálfala um vorið, og voru því sprettharðar, ]>ví ])að var gott ár í þeim. Ollum ánum komu þau samt inn, en 9 lömb sluppu. Snepill tók þau öll, og sáust bvergi tannaför á þeim. Einn vetur gerði snjó mikinn með jólaföstukomu. Fje var inn um öll fjöll, svo að gengið var dag eftir dag, til að ná því saman. Dag einn gekk pabbi á dal einn, og fylgdi Snepill

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.