Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.06.1928, Blaðsíða 4

Dýraverndarinn - 01.06.1928, Blaðsíða 4
2Ö DÝRAVERNDARINN Fjölmargir sjerfræÖingar í ýmsum greinum vís- indanna hafa -— eins og áÖur er á drepið — at- hugað ])etta skynuga dýr. Einu sinni báðu þeir hana aÖ stafa orðið „sclerosis“* og gerði hún það nákvæmlega rjett. Þegar gerðar eru þessar tilraunir með „Lady“, virðist sem hún sofni. Hún lygnir aftur augunum og opnar þau aðeins við og viS þegar hún þarf að hrista af sjer flugur, sem ónáða hana. Fljótlega eftir að Mrs. Fonda hafði keypt „Lady“ sem folald, fór að bera á hinum óvenjulegu hæfi- leikum hennar, sem, eins og fyr er fram tekið, gátu m. a. skýrt ýmislegt það, sem enginn viðstaddur vissi. Það er og athyglisvert — bætir blaðið að síðustu við, — að eigandi hennar hefir aldrei reynt að nota sjer vitsmuni dýrsins til fjár, t. d. með því að hafa á henni sýningar, nje gefa hana fala til kaups. Þetta er þá sagan af „Lady“ eins og jeg hefi lesið hana. Vænti jeg þess, að mörgum þeim, sem á annað borð trúa henni — og undan því verður naumast komist — þyki hún all-merkileg og telji tæplega viðeigandi að kalla þetta „skynlausa skepnu.“ Hallgr. Jónasson. Brot úr óprentaðri sögu.** Skamt var liðið af óttu. Loppa fjekk ekki sofiS. FerSahugur hafði gripið hana svo, að hún mátti ekki halda kyrru fyrir. Hún fór að rjátla um, skaust út um veggjaglennu á bæjardyrunum og gáði til veðurs. Sól var nær austri en landnorðri og varpaði geisla- skrúði morgunsins á Oxarhamar, hrikalegan og grett- inn. Og hamarinn varð allur annar, þegar ársólin vafði hann broshýrum geislunum, setti glóandi mítur á höfuð honum, feldi um háls honum perluband úr gliti næturdaggarinnar, ljet perlumenin breiðast um brjóst honum, hvelft og mikið, og varpaði síSan * Sclerosis (frb. sklcrosis) er sjaldgæft orð um lækna- vísindaleg efni og þýðir helst hersla eða stæling selluvefsins. ** Sagan er stærri en svo, að Dýraverndarinn fái rúmað hana með nokkuru móti. En fyrir tilmæli ritstjórans leyfir höfundur hennar, sem er Einar Þorkclsson, að blaðið flytji þetta brot úr henni. skikkju á herðar hans og bak, ofinni úr ljósbliki morgunsins, þar sem nótt og dagur vörpuðu hvort á annað árdegiskveðjunni. Loppu varð starsýnt í austrið. Hún mintist þess ekki, að hafa sjeð slíkan árljóma. Um hana las sig seiðþrunginn og ylmjúkur straumur. Alt varð henni svo sem nýtt. Þráin til fjelagslífs, til frelsis, ástar og unaðar greip hana fastari tökum en nokkurtt sinni fyrr. Og í fyrstu varð hún sem steini lostin. En það varaði örskamma stund. Fram í vitund hennar barst aftur óstöðvandi ferðahugur. Hún varð að fara vest- ur yfir Háls. En margs var að gæta, áöur en lagt væri i þá ferð. Svo gæti farið, að henni dveldist þar nokkuð, ef hún annars næði fundi Vasks. Og óvíst væri hver beinleiki henni yrði sýndur á Hóli. Myndi best að vera við öllu búin. Iiún smaug inn í eldhús. Þar fann hún býsna mikið af soðnum sil- ungsslöpum. Enginn hafði vísað henni á þenna mat, en hún ljet hann verða undir traustataki og neytti slíks er hún þoldi. Sama máli gegndi um skófirnar, sem hún fann þar. Hún snæddi þær af skyndi og gat ekki látið á sig bíta, þó að hún vissi, að þær hefðu aldrei verið ætlaðar henni. Loppu fanst, sem nokkurn veginn myndi sjeð fyr- ir matþörfum hennar næsta sólarhringinn. En þá var annað. Hún átti eftir að snyrta sig svo sem kostur væri á. Hún rendi sjer út, fór niður að vatni og fram á Mjóusnös. Þar gat hún speglað sig eftir þörfum í sólgljátt vatninu. Snyrtingin tók hana eigi litinn tíma. Margt viðvikið varð hún að gera upp aftur og aftur, því að nú hæfði ekki nein hroð.virkni. Hún varð að ganga svo frá sjer, sem forkunnar fríðri hefðartík sæmdi. Enginn drusluháttur mátti eiga sjer stað. Hún þekti gerla hvers virði það var, þegar einum helsta hundi hjeraðsins var að mæta. Komið var fast að rismálum. Loppa var að labba upp Brattaháls að austan. Hún fór sjer ofur hægt, vildi forða sjer frá að mæðast og svitna, og síst af öllu vildi hún ýfa hárafarið, eins og hún nú var strokin og gljáandi, og að sjálfsögðu varð hún að varast alt, sem gæti óhreinkað hana. Og þess var að gæta, að hún var nokkuö þung á sjer. Hún var í saddara lagi. Hún var komin vestur á hálsbrúnina og fór ofan Draugaskor. Þegar kom ofan fyrir klettabeltið, nam hún staðar. Veðrið var bjart og blítt, og sólin ýtti geislaslæðu noröur eftir hömrunum, kyrrt og rótt, og vindurinn

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.