Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.06.1928, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 01.06.1928, Blaðsíða 7
DÝ RAVERNDARINN 29 honum að vanda. Hann smalaði fjenu saman í ófærSinni, fann það hingað og þangað, og gerði paliha aðvart. Þeir fundu um 40 kindur á dalnum. Þegar ]jeir voru búnir að fara um hann allan, hjeldu þeir fram með fjeð. Ófærðin var mikil og var ilt að reka íjeð í hóp; og þegar kontið var fremst á dalinn, kom pabbi því ekki lengur þannig. Tók hann ]>á það ráð, að fara meö frískustu kindurnar á undan, í brautina sína, frá ]>ví að hann kom að heiman um morguninn. Snepill vildi fara með pabba á undan, en pai)bi sagði honum að vera á eftir. Eftir nokkra stund virtist svo vera, að Snepill skildi hvað hann ætti að gera, því hann fór að koma fjenu í brautina, kind eftir kind, i ,,Visnatölu“. og labhaði svo sjálfur á eftir ])ví. Þannig rakst fjeð lengi fram. Eftir langan tíma hvíldi pabbi fjeð nokkra stund. A meðan kom Snepill til hans, og var hjá honum. Þegar pablá fór aftur af sta'S, sagði hann Snepli að fara aftur, aftur fyrir fjeð, og gerði hann það strax, eins og manni hefði verið sagt ])að. Þegar fram á flatneskjuna kom, var minni snjór, og var þá hægt að reka fjeð í hóp. — Snepill rak oft fje eftir þetta svona, þegar verið var að reka fje frá húsum í snjó. Þegar pabbi hvatti Snepil í fjárhópa á vorin, tók hann altaf ullarkindurnar úr þeim, en ljet rúninga eiga sig. Einn vordag, ])egar húið var að rýja aðal- inn af fjenu, tók pahhi sjö lambær á Snepli, hing- að og þangað inn um fjöll; rúði ærnar og mark- aði lömbin, þar sem þær voru, til þess að þurfa ekki að vera að eltast við þær fram í rjett. Snepill hjelt saman heilum fjárhópum, en grautaði ekki í þeim eins og margra hunda er siður. Mörg fleiri dæmi mætti telja upp, sem sýndu ber- lega viturleik Snepils, en hjer verður látið staðar numið. Þetta er ekki ritað til ]>ess að halda frægð Snep- ils á lofti, þó að hann ætti það skilið, heldur til þess að sýna mönnum fram á, að ])að leynist oft mikið vit i hundshöfði. — Benda mörg dæmi til þess, að skepnurnar sjeu ekki skynlausar, heldur þvert á móti. Þær greina gott frá illu, og l)reyta oft þannig, að menn verða að kannast við það, að þeim er gefið talsvert vit. Góður fjárhundur er fjármanninum nauðsynleg- ur, og er það mikið í manns valdi, að eiga góða hunda. Það sem bendir á það, er, að sumir menn Ólafur á Þorvaldseyri. eiga altaf heldur góða hunda, en aðrir ])vert á móti. Það verður aldrei talið, hvað mörg spor góður fjárhuudur tekur af eiganda sínum. Sigurjón Jónsson. Skapadægur. Ekki var bliðunni til að tjalda, hjá honum Unnari gamla á Rjúkanda, gagnvart hrossunum hans. Það var hverju orði sannara, aö hann var versti hrossa- níðingurinn í allri sveitinni. Unnar gamli var vel við efni og hafði stórt bú og afnotagott. Rjúkandi var líka ágætisjörð, töðufallið um tvö hundruð hestar og engi bæði rnikið og greið- fært. Auk þessa var beitiland dágott á vetrum og beitarhúsagöngu ljet Unnar tíðka. Upphaflega hafði

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.