Dýraverndarinn - 01.06.1928, Side 10
32
DÝRAVERNDARINN
við þær, sem varðar við lög, er skaðlegt, illmannlegt
eða siðsþillandi.
Fjelaginu er í annan stað skylt, að láta sig varða
öll nienningarmál og mannúðar, eftir því sem það
telur sjer fært og sjer, að eigi brýtur bág við verk-
efni þess.
4. gr. Allir, karlar og konur, sem styöja vilja hlut-
verk fjelagsins, geta orðið fjelagar þess, ef þeir
greiöa það árgjald, er aðalfundur ákveður.
5 gr. Skildagi árgjalda fjelagsmanna er 1. júní
ár hvert.
Reikninga fjelagsins skal rniða við áramót.
6. gr. Kjósa skal stjórn fjelagsins á aðalfundi ár
hvert. Hana skipa 5 menn, forseti, ritari, gjaldkeri
og tveir mestjórnendur.
Stjórnarkosning skal vera skrifleg.
Forseti, ritari og gjaldkeri skulu kosnir hver í sínu
lagi ,en meðstjórnendur í einu lagi.
Á aðalfundi skal og kjósa varaforseta, tvo vara-
meðstjórnendur og tvo endurskoðunarmenn.
Sjeu atkvæði jöfn, skal varpa hlutkesti.
Kjörgengar í stjórn fjelagsins eru konur jafnt
sem karlar.
7. gr. Forseti annast öll venjuleg formannsstörf,
kallar saman fundi og stýrir þeim.
Ritari annast allar skriftir i þarfir fjelagsins og
bókar það, sem gerist á fjelagsfundum og stjórnar-
fundum.
Gjaldkeri heimtir tekjur fjelagsins og varðveitir
sjóð þess. Hann greiöir og öll gjöld fjelagsins, sam-
kvæmt ávísunum forseta, og semur ársreikning þess.
Varaforseti gegnir störfum íorseta i forföllum hans
Meðstjórnendur taka við störfum ritara og gjald-
kera, fái þeir eigi gegnt þeim sjálfir, og koma þá vara-
meðstjórnendur i stjórnina í þeirra stað, eftir fyrir-
sögn forseta. Varamenn hafa sömu skyldur og rjett-
indi sem aðalmenn, rneðan þeir gegna störfum þeirra.
Endurskoðunarmenn rannsaka reikninga fjelagsins
árlega, bera þá saman við fylgiskjöl og líta eftir sjóði
þess.
8. gr. Fjelagsstjórninni er skylt að hlutast til urn,
að jafnan sje á fundum fjelagsins flutt erindi, er
varða hlutverk þess. Stjórnin skal og eiga hlut að
því, að samhliða aðalfundi eigi íjelagsmenn fagnaöar-
samkomu, nema annar tími sje til þess valinn.
9. gr. Á aðalfundi skulu enn fremur kosnir skrif-
lega þrír menn í gætslunefnd.
Starf gætslumanna skal í því falið, að gæta þess,
hvort illa sje farið með skepnur, og lög eða reglu-
gerðir um dýraverndun brotin. Verði þeir varir við
slíkar misfellur, skulu þeir þegar tilkynna það stjórn
f jelagsins.
10. gr. Aðalfund skal jafnan halda i janúarmán-
uði ár hvert. Verkefni hans eru:
1. Forseti skýrir frá framkvæmdum fjelagsins á
síðastliðnu ári.
2. Lagöur fram til samþyktar endurskoðaður reikn-
ingur fjelagsins fyrir síðastliðið ár.
3. Kosin stjórn, endurskoðendur og gætslunefnd.
4. Ákveðið árgjald fjelagsmanna fyrir komandi ár.
5. Rædd önnur mál, sem fram kunna að verðaborin.
Aðalfund skal boða í tæka tíð, og birta fundar-
boðið í dagbláði í Reykjavik. Er hann lögmætur sje
fimti hluti fjelagsmanna mættur.
11. gr. Aukafundi heldur fjelagið, þegar nauðsyn
krefur, og er forseti skyldur að kveðja til auka-
fundar, ef 10 fjelagsmenn æskja þess.
Á fundum ræður afl atkvæða, nema um lagabreyt-
ingu sje að ræða (sl)r. 13. gr.).
12. gr. Sannist það á fjelagsmann, að hann hafi
gerst sekur um illa meðferð á dýrum, brotið gildandi
dýraverndunarlög eða ákvæði þessara laga, er hann
fjelagsrækur, ef aðalfundur samþykkir að svo skuli
vera. Enn fremur er f jelagsstjórninni heimilt að víkja
þehn úr fjelaginu, sem samkvæmt skýrslu gjaldkera
hefir vanrækt tvö ár í röð að greiöa árgjald sitt.
13. gr. Lögum þessum má ekki breyta nema á
aðalfundi. Lagabreytinga skal geta í aðalfundarboði,
og geta þær því aðeins orðið að lögum, að £4 at-
kvæða þeirra, sem á fundi eru, samþykki þær.
Kaupmenn og atvinnurekendur!
Auglýsið
i Dýraverndaranum.
Ritstjóri: Grétar Fells.
Útgefandi: Dýravemdunarfélag íslands.
Félagsprentsmiðjan.