Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.06.1928, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 01.06.1928, Blaðsíða 9
DÝRAVERNDARINN þess, a'Ö golan })eytti snjóflygsunum svo ört á ská framan í hann og á vinstra gagnaugaÖ á honum, þá sveigði hann til hliðar og stefndi óafvitandi lítið eitt í suÖaustur. --------Snögglega kipti Jarpur í tauminn. Unnar snerist á hæli, en þegar hann ætlaði að taka til hests- ins, sá hann að hann hafði gengið út á eina kelduna. Jarpur hafði stigið ofan úr freðinni mosa-skáninni og seig nú dýpra og dýpra með afturhlutann ofan i bullandi leðjuna. Unnar gamli sá, að hann varð að fara varlega, til þess að sökkva ekki lika. Hann gerði sig ljettstígan, rykti hranalega í teyminginn og hottaði. Jarpur þrautst ógurlega um, tróð af freS- skáninni með framfótunum, eu sökk samstundis að framan. Unnar hottaði aftur og Jarpur gerði aðra umbrotakviðu. Aurinn vall yfir lendarnar á honum, enda stóð hann þá á föstum botni. Karlinn tíndi nú af honum draslið, losaði um reiðinginn og hott- aði í þriðja sinn. En þegar hesturinn lagðist bara út i aðra hliðina og teygði frá sjer höfuðið, þá greip hann broddstafinn sinn og barði skepnuna alt hvað af tók, til þess að herða á henni upp úr. Það varð samt árangurslaust. jarpur var — dauður. Unnar gamli stóð nærri höggdofa nokkur augna- blik, en svo kom hörkusvipur á andlitið: „Ligðu þá þarna, helvítið þitt,“ tautaði hann, tók saman föggurnar, snaraði þeim öllum á bak sjer og hjelt af stað. Rjett fyrir myrkur náði hann að Gerði, næsta bæ þegar heiðinni lýkur, og þar varð hann að setj- ast að, nauðugur viljugur. í afturelding hjelt Unnar gamli heimleiðis. Um nóttina hafði hlaðið niður lognsnjónum, en nú var uppstytt og óþolandi birta. Það var ekki fyrri en að áliðnum degi, að karl- inn var kominn inn úr bæjardyrunum heima hjá sjer. Og um kvöldið, þegar hann gekk út að hesthúsinu, til þess að hitta vinnumanninn, þá mátti sjá geð- vonskuna skína út úr andlitinu á honum, um leið og hann sagði: „Narfi, gefðu Grána svolítið meira af ntoði í kvöld en venjulega. Við förum með hann í skóginn á morg- un og sækjum eldivið." Sigurður Kr. Sigtryggsson. 31 Dýraverndunarfélag í Hafnarfirði. í Hafnarfirði er nýstofnað dýraverndunarfjelag. í stjórn þess eru: Einar Þorkelsson, rithöfundur, formaður, sjera Þorvaldur Jakobsson gjaldkeri, Skúli Guðmundsson ritari. Auk þeirra eru í stjórninni: Valgerður Jensdóttir, kenslukona, og Þorsteinn Björnsson, sem er afgreiðslumaður „Dýraverndar- ans“ í Hafnarfirði. Sú nýbreytni hefir verið tekin upp í fjelaginu að skipa svokallaða ,,gæslunefnd“. Sitja í þeirri nefnd þrír menn, og er það hlutverk þeirra, að hafa eftirlit með meðferð dýra, og til- kynna stjórn fjelagsins, ef þeir verða varir við ein- hverjar misfellur í þvi efni. Er þetta vel ráðið. í þessari gæslunefnd á nú sæti Pálína Þorleifsdóttir í Hjörtskoti á Hvaleyri við Hafnarfjörð. Hennar var minst lítilsháttar í 2. tbl. „Dýrav.“ þ. á. Fær nú áhugi hennar að njóta sín, og er það vel. Eigi er ástæða til annars, en að spá vel fyrir þessu fjelagi. Stjórnin er skipuð góðum mönnum og lög fjelags- ins viturleg. „Dýraverndarinn" óskar fjelaginu til hamingju. Væri óskandi, að fleiri slík fjelög risu upp sem víðast. Það er að vísu ljett verk, að s t o f n a íjelög. Hitt er vandinn meiri, að viðhalda fjelagsskapnum, halda áhuganum vakandi og rasa þó hvergi fyrir ráð fram. Alt veltur á því, að rjettir menn sjeu ráðnir til forustu. Vjer birtum hjer lög hins nýstofnaði fjelags, lesendum „Dýraverndarans“ til athugunar. 1. gr. Fjelagið heitir Dýraverndunarfjelag Hafn- firðinga. Heimili þess er í Hafnarfirði, en starfssvið óá- kveðiS. 2. gr. Einkunnarorð fjelagsins er: Allir jafnir. 3. gr. Ætlunarverk fjelagsins er að vekja nær- gætni og samúð með öllum dýrum, vinna að því, að meðferð ]>eirra hjá einstökum mönnum og almenn- ingi eigi stoð í skynsemd, drengskap og rjettlæti. Skal þetta gert með hverjum þeim hætti, er fjelagið telur rjett og nauðsyn að beita, svo að samboðið sje sæmd þess. Er því fjelaginu skylt að kæra hvern þann mann til sektar aö lögum, er þau brýtur um nauðsyn fram á þann bátt, að vanhalda skepnur, mis- þyrma þeim, eða í einhverju öðru hefir það í frammi

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.