Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.06.1928, Blaðsíða 5

Dýraverndarinn - 01.06.1928, Blaðsíða 5
DÝRAVERNDARINN 27 var draumlygn og ívolgur, þa'ð lítið hans varð vart. Og sólargeislinn flæddi niður hamrana og stöðvað- ist efst i hlíðinni, þar sem Loppa sat. En henni leið þó ekki úr huga ætlan sín. Hún gaf þvi gætur, hvort hún sæi Vask nokkurs staðar á ferli. En hún varð einskis visari. Hún færði sig ofurlítið sunnar í hlíðina, beint upp af Hóli. Þar beið hún stundarkorn á þúfunabha og teygði úr sjer i sessi, ef vera kynni, að Vaskur kæmi attga á hana. Hún kunni ekki við að gana heim að bæ. En hana langaöi til að gera með einhverjum hætti vart við sig. Svo reyndi hún aö bopsa, tvisvar eða Jirisvar, nijúkt og þýtt. Hún þóttist vita, að Vaskur myndi þekkja rödd sina. Svo leið nokkur stund. En hún varð einskis vör. Þá hopsaði hún nokkuru oftar og svolítið hærra. Síðan hlustaði hún vendilega. Nokkur andartök liðu._______Hvað heyrðist henni? ----Hún var i engurn vafa. Þetta v a r röddin h a n s. Enn bopsaði hún nokkurum sinnum. Og aft- ur heyrði hún til h a n s. Um hana fór sæll og ylj- andi straumur íeginleika og íagnaðar. Að vörniu spori var Vaskur kominn til hennar. Og með þeim varð fagnafundur. Það samdist þegar með ])cim, að leita upp á háls- inn. Þar væri næðið öruggara og frelsið meira en í hlíðinni. Þau fóru upp Stutthala og hjeldtt sig á hálsinum til kvölds. Alt Ijrosti ]tar við þeirn, sólskins- blíða, víðihreiður, kjarrrunnar og laðandi töðugresis- hrekkttr. Þau hjeldu sjer horgið ])ar fyrir öllu ónæði. Þó fór svo, þegar lei'Ö að nóni, að þau ttrðu vör nokkurrar ókyrðar. Þau sáu mann á gangi þar uppi, ntjónalegan, ljettklæddan og herhöfðaðan — með liysstt. Þó að þau ljetu sig þetta litlu skifta, þá hefðu þau fremur kosi'ð, a'ð hann væri ekki i návist þeirra. Þeim duldist ekki, að þetta myndi vera einhver i'ðju- laus kaupstaðarsláni, er leitaði hvíldar landeyðuhætti sínum með þvi, a'Ö flangsa u])p til sveita um háhjarg-^ ræ'ðistimann og vefðist þar fyrir ])eim, sem leituðust við aö strita fyrir sjer sjálfir.og nytu hrauðsins í sveita sins andlitis. En um þa'ð ])óttust þau fttllviss, að sláni þessi myndi ekki leyfa sjer að raska fri'Öhelgi þeirra, þó þau annars vegar gætu sjer til, að hann virti vettugi íri'ðun fugla og landrjett manna. Skotin dundu hvert af ö'ðru. Og þau sáu vesalings heiðlóurnar veltast og hyltast, vænghrotnar, flakandi í sárum og blæðandi til ólifis, eftir margháttaðar þjáningar. Báðum þótti þeim leikurinn óþarfttr og illur. Og Vaskttr íjekk tæplega varist þvi, að verða gripinn nokkurum vigahug. Hann fýsti ekki að ráð- ast á saklausa og friðelska fuglana og stytta þeirn aldur. Hitt flögra'ði urn hug hans, að leggja vigtenn- urnar svo að hásinum þessa mannslána, að hann yrði ekki til langferðanna fyrst í stað, og að kenna honum þann veg, að virða háttu góðra manna. Og Vaskttr var ])vi sem næst rokinn af sta'ð til að leita hans. En Loppa beiddi hann hlíðlega a'ð stilla sig i þetta sinn, fyrir sín orð. Og Vaskur ljet sefast. Hann virti orð hennar, og á hitt leit hann einnig, að ekki væri víst, hve lengi hann fengi ótruflað að njóta yndisstundanna með henni. Um náttmálaleytið vildi Vaskur fara heim og vitja kvöldverðar. Loppu þptti ])etta að likindum, en hún ljetst vilja bíða í hliðinni á meðan. Þessu tók hann fjarri, og kvaðst ekki mundu neyta kvöldver'ðar, nerna hún mataðist með honum. Fyrir því þyrfti varla ráð a'ð gera, a'ð hún yrði ])úuð á hans heimili eða blök- uð hendi. En ætlaði sjer einhver slíka dirfð, skyldi engurn að mæta öðrum en honum. Hann myndi jafna þa'ð mál, svo að eftir yrði munað. Vaskur gekk rakleitt inn í eldhús, og Loppa lædd- ist þanga'ð á eftir honum. Þar var ekki manna annað en Guðrún vinnukona. Hún var hálfþrítug, kvenna vænst um alt, bláeyg, glóhærð og svo vel á fót kom- in, að það vakti þokka allra, er sáu. Og um skapgerð var henni svo farið, að hún var talin vera hvers manns hugljúfi. Hún haf'Öi matseld alla með hönd- um á Hóli, og gekk Geirlaugu húsfreyjtt næst um stjórn og forsjá heitnilisins, hvort sem húsfreyja var af bæ eða á. Guðrún bar fyrir Vask mikinn mat og góðan, ávarpaði Loppu með nafni, fór um hana hlýjum hönd- um og ljet henni allan kost til jafns við Vask. A'Ö máltíð lokinni fóru þau upp fyrir túnið. Þeirn kom saman um, að halda sig úti um nóttina. Það yrði hollara þeixn og frjálslegra. Næsti morgun rann upp hli'ður og heiður, og varla hærði á andvara. Þau unnu sjer þess, að sofa eftir þörfum og baka sig i sólskini fram að morgunverði. Þá vildi Vaskur vitja matar sins, og nú fór Loppa með honum, hiklaus og ókvíöin. Viðtökur Gu'ðrún- ar voru hýrar og vinsamlegar, eins og kvöldið áður, og matarlystin reyndist þeim nú betri og fjölhæfari en þá. Þetta laðaði hug Loppu meira en lítið, og

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.