Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.08.1932, Blaðsíða 12

Dýraverndarinn - 01.08.1932, Blaðsíða 12
40 DÝRAVERNDARINN ckki á mínu fœri og sjálfsdáÖum, aÖ íinna fœra leiÖ yfir ósana í það sinn. Flaug mér þá í hug aÖ kom- ast eftir, hvernig lægi i SporÖ, og vita hvort hann væri fús á aÖ reyna aftur, ef vera mætti, að honum tækist að finna betri leið yfir ósana en þá, sem ég hafði valið okkur. Eg helti svo vatninu úr stígvél- unum, vatt vetlinga mína og steig á liak. Sporður tók þvi vel og hélt ótrauður af stað, og lét ég hann með öllu sjálfráðan. Steig hann hröðurn skrefum og stefndi lengra fram með vatninu en áður. Hélt eg þá að þetta mundi lítið stoða, Sporður mundi aldrei fara út í ósana aítur, væri hann sjálfráður. Þótti mér þó ekki reynt til þrautar, og vildi láta hann einráðan um stund. Skamt var þó farið er Sporður ])verbeygir alt í einu að vatninu og veður út í strauin- inn; þrammaði hann svo rólegur og öruggur út yíir ósana án þess að nokkurrar sandbleytu yrði vart, og var vatnið aldrei dýpra cn eg hafði búist við, eða hátt á lend. Okkur lentist vel hinum megin og liélt eg svo heim um nóttina, með hlýjum huga til Sporðs fyrir ratvísi hans og röskleik. Hafði mér reynst sem fyrri, örugt að treysta leiðsögn hans, og æfinni lauk hann svo, að aldrei brást hann vonum mínum eða trausti í þeim efnum. Öndverðan vetur einn fórurn við Jón, samhýlis- maður minn, á fjörur. (Ásiun á fjörustúf fyrir landi Háfshverfis). Vóru þá isalög góð og vórurn við með dráttarsleða. Átti Jón hestinn, senr beitt var fyrir sleðann, en eg var með Sporð og riðum við honum til skiftis. Eg fór l>eina leið fram á fjörur, en Jón reið Sporð heim i Háfshverfi, til að vita, hvort bændur þar vildu verða okkur samferða, en þeir eiga hlut í rekanum með okkur. Þegar Jón kom þangað frétti hann að bændur væru farnir á fjörur. Þetta var áður en hlaðið var í Þykkvabæjarósa — Djúpós —, vóru þeir þvi vatnsmiklir, en yfir þá þurfti að fara. Jón fylgdi braut Háfshverfinga, en gætti þess ekki er dálítið kom út á ísana, að á brautinni var skarpur krókur fyrir yfirhilmaða vök. Vissi Jón því ekki fyrr en ísinn hrast og Sporður kominn á kaf í vatnið, en sjálfur kastaðist hann fram af hestinum á skörina og sakaði ekki. Sporður var á sundi i vök- inni, eða því sem næst, því að vatnið flaut yfir hann allan fram á miðjan háls. Brá Jóni heldur við og vissi ekki hvaða bragða skyldi leitað; bjóst ekki við að hesturinn kæmist hjálparlaust úr vökinni, en eng- inn maður nærri og drjúgur spölur til bæja, til þess ílð leita hjálpar. Reynir Jón samt á tauminn og tek- ur þéttfast í hann, en lítið hafði hann reynt afl sitt, er Sporður bregður við og snarast í sama vetfangi upp á skörina. Annálar Jón röskleika hestsins og dugnað: að hefja sig jafn léttilega upp úr svo djúpu vatni, og fóta sig samstundis á glerhálu svellinu. — Fleiri sögur gæti eg sagt, er sann vitsmuni Sporðs, ratvísi hans og röskleik, en sleppi ]>ví, og læt mér nægja þær, sem komnar eru á l)laðið. Það er alkunnugt og margsannað, að ])essir sann- nefndu bjargvættir okkar íslendinga, hestarnir, eru margir hverjir svo miklum eðlisgáfum gæddir og sýna svo margskönar yfirburði í vitsmunum sínum, að við skammsýnir menn skynjum ekki háttu þeirra né tilburði að brjótast áfram og bjarga sér og öðr- um, þegar mest á reynir. Okkur er það hulið, flest- um að minsta kosti, hvernig hestarnir fá ratað um torsóttar vegleysur og vandfarin vatsföll í niða- myrkri og iðulausum stórhríðum, þegar ekki sér handaskil, og mjöllin sléttar yfir alt. Ótal mörg dæmi sanna, að þetta hefir hestunum tekizt, og þó að við skiljum ])að ekki, getum við ekki annað en dáðst að því samstarfi, orku og vitsmuna, sem þarna eru að verki. Síðan Sporður íéll frá heíi eg trauðla húist við að eignast hans líka aftur, hversu heitt sem eg þrái það. Þykist eg og þess fullviss orðinn, að slík ham- ingja eigi ekki eftir að falla mér í skaut. En um hitt hugsa eg oft, hvort við Sporður hittumst aftur handan við landamærin ókunnu, og að eg fái þar að njóta gangsnilli hans og annarra afbragðs kosta, er eg hafði notið hér í svo rikum mæli og jafnan sakn- að sárt. Og eg lifi í þeirri von, og gleð mig við þá tilhugsun, að svo verði. Guffjón Jónsson, Ási í Holtum. Munið I Gjalddagi blaðsins var 1. júlí. Ritstjóri: Einar E. Sæmundsen. Úlgefandi: Dýraverndunarfélag íslands. F élagsprentsmiðj an.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.