Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.08.1932, Blaðsíða 11

Dýraverndarinn - 01.08.1932, Blaðsíða 11
DÝRAVERNDARINN 39 Spor'Sur var aÖ upplagi skapmikill fjörhestur, en þó oftast gæfur og taumléttur. Ágætlega vakur, en nokkuð mistækur á kostina, og jafnvel tregur til a'ð gripa skeiðið, nema þar sem honum þótti gott undir fótum, eða þegar hann hafði svitnað vel; þá skeið- aði hann hæði mikið og fallega og máttu þá röskir klárhestar á stundum gæta sín, ættu þeir að hafa í fullu tré vi'ð hann á sprettinum. Tölt átti hann til, og brá þvi stundum fyrir sig, þó að aldrei væri neitt til jress gert, að æfa hann við þann gang. En hann skifti hreint og vel um gang, enda var sama á hverju hann fór : alt af var jafn þægilegt og ánægju- legt að rí'ða honum. Sporður var með afhrigðum vegvis, og svo heim- fús, a'ð hann undi ekki stundinni lengur utan heima- haga sinna, eins og títt er um flesta hesta, sem strok- samir eru í eðli sínu. En þó var liann einkennilega fljótur að skilja hvar hann átti heima. Vorið 1906 íór ég með hann til Reykjavíkur. Var hann þá svo órór og æstur, að hýsa varð ég hann um nætur og hafa strangar gætur á þvi, a'ð hann hlypi ekki frá mér. Svo heimfús var hann þá þegar, og þeirri venju hélt hann lengst af æfi sinnar. Vorið 1909 flutti ég húferlum frá Bjóluhjáleigu og hingað að Ási. Var Sporður hálf órór, og kunni illa vi'ð sig í nýju högunum fyrst i stað, en sætti sig þó furðu fljótt við breytinguna. Um jónsmess- una, þá um vorið, kom ég lausríðandi sunnan úr Reykjavík, og var Sporður með í ferðinni. Rak ég hann lausan á undan mér frá Þjórsárbrú, því mér lék forvitni á, hvort hann mundi ekki, er hann var sjálfráður, halda þjóðveginn áfram austur Holtin, i sta'Ö þess a'ð taka götuna su'Öur að Ási. Þegar að götunni kom, var ekkert hik á honum; hann beygði viðstöðulaust inn á hana, en hélt ekki austur veginn, eins og hann var vanur, og ég haf'ði jaínvel liúist við að hann mundi gera. Þetta sumar var Elísabet Guðmundsdóttir rjóma- Ijússtýra við Rauðalækjarbúið, og lánaði ég henni Sporð upp að rjómabúi Landmanna. Spurði hún mig, hvað gera ætti við hestinn, er hún kæmi til baka. Sagði ég henni, að ekki rnundi annað þýða, en sleppa honum; hann hlypi eflaust austur að Bjólu- ltjáleigu, eins og hann væri vanur. Eg hafði lána'Ö henni Sporð þangað upp eftir tvö undanfarin sum- ur og hann skilað sér heim að Bjóluhjáleigu, jafn- harðan og hún slepti honum. Þótti mér sennilegt, að hann mundi nota tækifærið og skjótast heim á æskustöðvar sinar, er svo var skamt þangað og hann með öllu sjálfráður. En það fór á aðra leið. Daginn eftir, er komið var til hrossanna hér í Ási, var Spor'Ö- ur kominn til þeirra. Þóttist ég þá vita, að hann væri farinn að láta sér skiljast, að hér væri hans rétta heimili, og annarstaðar ætti hann ekki að vera. Var og ekki að sjá neina óánægju á honum yfir því, þegar fram li'ðu stundir, enda var'ð hann brátt jafn heimfús hingað, og hann var áður að Bjólu- hjáleigu. Seint á slætti, þetta sarna sumar, þurfti ég að bregða mér fram i Þykkvabæ og Vestur-Landeyjar. Varð ég samferða engjafólki frá Háfshól austur yfir Háfsósa og riðum við þá á svo nefndum Fiski- vatnseyrum. Mér dvaldist allan daginn, átti erindi við marga, og var auk þess í hrossaleit, svo að komið var fram yfir náttmál, er ég fór úr Þykkva- bænum. Var mér margboðið að gista þar um nótt- ina, þvi að þykt var í lofti og farið að skyggja, en Háfsósar þá illir yfirferðar, sakir sandbleytu og vatnavaxta, og var mér sagt, a'Ö ríða yr'ði þá á öðr- um sta'ð, en ég hafði gert um morguninn. En ég hafði gert ráð fyrir, að halda heim um kveldið, og vildi ekki frá þvi breyta að óreyndu; treysti líka ratvisi Sporðs, röskleik hans og dugnaði, og mundi. að hann hafði einu sinni áður fari'Ö þarna yíir. Þegar út að ósunum kom, var að verða aldimt, og sást því ekki til brautar í sandinum. Stefndi ég út í ósana, þar sem ég hugði brautina vera; rei'ð ég Sporð, en teymdi annan hest og veturgamalt tryppi, er ég var að sækja. Ekki hafði ég farið nema nokkura faðma frá landi, þegar hrossin sulcku á kaf í umbrota sandbleytu. Var þá ekki um anna'ð a'Ö gera, en að stíga af baki, og átti ég fult i fangi að halda mér uppi og brjótast áfram. Spor'ður brauzt rösklega um og sneri brátt til sama lands, en hinn hesturinn og tryppið vóru svifaseinui og fjörminni; hjóst ég helzt við að þau mundu farast þarna og hverfa á kaf i sandinn, en svo var'Ö þó ekki, og alt bjargaðist upp úr, sem betur fór. Stó'ð ég svo á bakkanum, stígvélafullur og allur hrakinn eftir svaml- ið. Þótti mér nú vandast málið, og fór að iðrast þess, að hafa ekki þegið gistingu hjá vinum mín- um í Þykkvabænum. Og ekki var það nein þægileg tilhugsun, að þurfa að snúa vi'Ö til bæja, vekja upp fólk og biðja gistingar, eftir þennan hrakning. En þó mundi ekki um annað a'ð velja. Sjálfur fann ég til vanmáttar míns, og var það fullljóst, a'ð þa'ð var

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.