Dýraverndarinn - 01.08.1932, Blaðsíða 6
34
DÝRAVERNDARINN
Heimþrá dýra.
ÞaÖ er oft æri'Ö torskilið hvernig sum dýr fá rat-
aÖ aftur til fyrri heimkynna sinna. En torskildast
verður það þó, þegar um ketti er að ræða, sem
fluttir hafa verið um langa vegu í poka, er bundið
var fyrir.
Fuglinn, sem flýgur hátt uppi, fær þó ljósa hug-
mynd urn landið, trippið skokkar ef til vill sömu leið
til Ijaka og komið var með það, og hundurinn er
gæddur þeim eiginleikum að geta rakið spor. — En
kötturinn, sem fluttur er að heiman í þéttum poka,
er ekki sér í gegnum? Hvaða máttur hjálpar hon-
um til að rata aftur til fyrri heimkynna sinna, sem
oft getur þó verið löng og torsótt leið ?
Það var einhvern tíma um haustið 1930, að Isak-
sen skipstjóri, sem heima á í nágrenni Ebberup, ók
að heiman með konu sinni, og var ferðinni heitið
til kunningjafólks þeirra, Pedersen, slátrara í Köng
við Glamsbjerg. Mun láta nærri, að vegalengdin á
rnilli þessara tveggja heimila sé um 2 milur danskar.
Fluttu hjónin með sér í vagninum tvo ketti, móður
og dóttur, og vóru mæðgurnar geymdar hvor í sín-
um poka. Var kisa fjögurra ára og átti að vera á
heimili slátrarahjónanna á meðan ketlingurinn, sem
þangað var gefinn, væri að kynnast fólkinu og venj-
ast í vistinni.
En þrátt fyrir alla þá hlýju og nærgætni, sem kisu
var sýnd á heimili slátrarans, leyndi sér ekki, að
henni leiddist rnjög mikið og tæplega að hún fengizt
til að neyta nokkurs matar þá átta daga, sem hún
dvaldi þar. Og dag einn, er leiða átti belju, afar-
miklu óhemju, út úr fjósinu til slátrunar, sá kisa
sér tækifæri að flýja á burt með ketlinginn, og sá-
ust þau ekki framar þar á staðnum.
Liðu svo þrjár vikur að ekkert spurðist til kisu.
Þá var það nóvembernótt eina áflíðandi óttu, a'Ö
kona ísaksens skipstjóra vaknaði heima hjá sér við
það, að köttur mjálmaði við útidyrahurðina. Og
konan, sem alt af saknaði kisu sinnar, er verið hafði
henni mjög vinveitt, þóttist þekkja hljóðið. Hjónin
ruku fram úr rúminu, kveiktu ljós og opnuðu fyrir
kisu, er svo var viti sínu fjær af feginleik, að þvi
verður ekki með orðum lýst. Hún læddist á milli
húsbænda sinna og nuggaði sér ánægjulega upp að
þeim, og mat kærði hún sig ekki um fyrr en dálítið
leið frá. Hjónin vóru fyrir sitt leyti svo gagntekin
af því, að kisu skyldi hafa tekizt að komast þessa
löngu og hættulegu leið heitn til sín, að það var þeg-
ar ákveðið, að hún yrði aldrei framar látin að
heiman.
á milli þessara tveggja heimila eru engar beinar
samgöngur, hvorki þjóðvegur eða járnbraut, sem
kisa hefði getað haft stuðning af að fylgja. Enda
var það álit húsbænda hennar, að hún hefði á heirn-
leiðinni rækilega forðast hús og bæi, er hún var
hrædd að koma í grend við vegna hunda, sem þar
eru víðast hvar. Og menn gerðu sér í hugarlund, að
flækingsrakki, á einum eða öðrum stað, hefði flæmt
ketlinginn írá móður sinni, úr því hún náði aðeins
ein að komast heim til sín.
Það þarf varla að eíast um, að það hafi verið
heimþráin, sem rak kisu áfram til þess að leita uppi
sitt fyrra heimkynni.
Alfrida Krarup.
(Lauslcga snúið úr „Dyrevennen", blaði danska dýra-
verndnnarfélagsins.)
Vörður.
Allir kannast við nafnið „Vörður“ af íhaldsmál-
gagninu sáluga. Þess vegna vil eg taka það fram
þegar í upphafi, að hann var af alt öðru bergi brot-
inn en sá Vörður, er hér verður sagt frá. Það er
móstrútóttur hundur og að mörgu ólíkur nafna sín-
um. Þó komu báðir á vettvang um líkt leyti. Ann-
ar bar nafnið af ]>ví, að hann átti að vera „vörð-
ur laga og réttar“. En hinn af þvi, hvað fylgispak-
ur hann var og er enn.
Eg gæti gjarnán sagt írá mörgum atvikum, sem
vel eru i frásögur færandi, um Vörð. En eftirfar-
andi sögu læt eg nægja að sinni.
Eg bjó þá á Eldjárnsstöðum í Blöndudal. Vörður
var þá rúmlega ársgamall. Þannig hagar til á Eld-
járnssstöðum, að túnið nær ofan á árbakkann við
Blöndu. En fyrir sunnan og neðan túnið er hvamm-
ur, sem venjulega er sleginn árlega. í þetta sinn
var það að afstöðnum túnaslætti, að eg heyjaði
hvamm þennan. Astmar litli sonur okkar hjónanna
var þá á öðru ári. Var honum daglega lofað
að vera hjá okkur í hvamminum við heyskapinn.
Enda vóru þá einlægir þurkar og b'líðutið. Að íá-