Dýraverndarinn - 01.06.1938, Side 9
DÝRAVERNDARINN
29
Eflir Halldór Jónsson, sókn^rprest að Reynivöllum.
III.
Allir þekkja orðið vandamál, þó máske eigi allir
hafi gert sér þess fulla grein. hvað i þvi felst. —
Vér tölum um hafís, um eldgos, um jarðskjálfta o.
s. frv. Ekkert af þessu er sjálft vandamál, nema i
afleiðingum sínum, því alt er þetta alls óviðráðan-
legt. Vandamál væri það, sem úr yrði hætt með
skynsamlegu viti. Annað er ekki vandamál en það,
sem þarf þroska til að ráða fram úr, en má þó úr
bæta, ef rétt er að öllu farið. — En nú er það
svo, að mjög margt af þvi, sem vér köllum vanda-
mál, er bara einfalt mál. Hins vegar erum vér mestu
meistarar í því, aS búa til vandamál, allskonar
flækjur og erfiöa Gondiionshnúta. En þetta var
hreinn óþarfi, erfiðið eitt. Fyrirhyggjuleysi verSur
oft aö vandamáli, en fyrirhyggjuleysi er bara ó-
þarfi. Menn skajia sér vandamál me'5 því t. d.. aö
láta sér koma illa saman. Það er annars stór furöa.
aö menn yfirleitt skidi nenna aö fjandskapast hverir
viö aðra og gera hver öörum lifiö leitt, í staö þess
aö jafna ágreining i bróöerni. Mér virðast þeir fara
eftir reglunni: ,,Betra er ilt aö gera en ekki neitt.“
í rauninni er þaö lumslegt, þó þaö sé ekki ánægju-
legt, að þurfa aö skipa margar og stórar nefndir,
með allskonar spekingum og allskonar tilfæringum
og ærnum tilkosntaði og ærnum timatöfum, — sHt
má gleyma þvi, — til aö leysa úr málum, sem i
eðli sínu eru engin vandamál, heldur einföld mál,
— og svo stranda vitanlega margsinnis þessir s])ek-
ingar á því, aö nógu margir eru svo eigingjarnir,
aö þeir nota sér ágreininginn, sjálfum sér til vegs-
auka eða framidráttar, — eða svo hrekklausir og
auðtrúa, aö þeir treysta fyrirheitum og fagurgala,
sem alls eigi getur rætzt, af hálfu þeirra, sem þykj-
ast taka aö sér málsvarnir í þarfir og þágu fjöldans.
— Ó, sú þolinmæöi og langlundargeö, aö nenna yfir
höfuð aö lifa í kjánalegum deilum, og eiga þess
vísa von, aö falla úr hor, ef illa fer — ekki raunár
sjálfir þeir meö sitt skyldulið, sem liafa tekiö aö
sér aö boöa þessi fölsku fyrirheit, þeir eru fullir
og feitir, — heldur allur almenningur, þjóðin öll,
landiö alt, Og á meöan þessu fer fram, eru sumir
aö skrafa um „sjálfstæði", eins og ekkert hafi i
skorizt.
Þjóðin hefir ekki tíma til og ekki efni á að stunda
þannig lagaða atvinnu, — og þaö er sviksamlega
farið meö ótæmandi gáfur og krafta þjóöarinnar.
þegar ein höndin rífur niöur það sem önnur byggir.
Lítum t. d. á nýafstaðna togaradeilu og aðrar
kaupdeilur fyr og síðar, — þeirra tala er legíó, —
og enn eru gefin fyriuheit um nýjar slíkar og jafn-
vel fyrirheit um mótþróa gegn löglegu valdboöi.
— Fólkiö er æst úpp í aö gera æ hærri og hærri
kröfur, sem engin leiö er til að fullnægja nema
með nýjum vandræöum. Hinar nýju kjarabætur. eru
þó ekki það miklar i hvert sinn, aö fólkið fái borg-
uð töpin á þeirri eður þeirri vertíö, ef svo mætti
að oröi komast. Meðan framleiöslan eigi ber sig.
gagnar lítiö til langframa aö gera æ hærri og hærri
kröfur. Þaö er engu Hkara en aö því sé slegið föstu,
aö pyngjan sé botnlaus, þó allir þekki máltækið :
„Það er djúpur brunnur, sem ekki má þurausa".
Þaö er yfirhöfuð fávíslegt, aö heimta peninga og
vísa á peninga, sem alls ekki eru til.
Fólkinu, öllum almenningi, sem eiginlega er ekki
gefið tóm til þess aö átta sig, er alls ekki ástæöa
til að álasa. Meö hávaöa og endalausu glamri og
ógeöslegum kja])tavaöli er athygli fjöldans leidd frá
sjálfum kjarna málsins, meö því að gefa fyrirheit
um gull og græna skóga, sem hvergi eru til
Þeir. sem æsa upp fólkiö, svifta meö sinu athæfi
þjóöina miljóna-auði, meðan útlendar þjóöir láta
greipar sópa um auðæfi hafsins viö strenidur þessa
lands. Mætti ekki jafnvel, er svo er komið, sem
komið er, kviða því, aö Bretinn gæti komið og
tekið oss undir sinn verndarvæng, vanskilaþjóö, er
eigi stæöi viö orö eöa efndir. Þaö er ekki öldungis
vist, hvenær vér aftur fengjum fri. ,
Það þarf eitt, sem enn vantar; þaö er nýtt hug-
arfar. Meö nýju hugarfari hverfa úr sögunni ótelj-
andi svokölluð vandamál eins og dögg fyrir sólu.
Þaö þarf nýja dáð og umfram alt nýjan drengskap.
IJaö þarf forsjállegri gætni af hendi löggjafans
og ráðandi stjórnarvalda. Endalaus austur hlýtur aö
vera óhjákvæmilegur glötunarvegur. Þaö hlýtur
að vera öllum vitibornum mönnum ljóst. Og betra
er að byrgja brunninn áöur en barniö er dottið ofan
í hann.
Með nýju átaki af allra hálfu má enn efalaust