Dýraverndarinn - 01.11.1938, Page 9
DÝRAVERNDARINN
53
í dýragarðinum i Edinburgh eru
Ivær skepnur, sem gestum þykir
meira gaman að sjá en nokkrar
aðrar þar í garðinum. Það eru
tvær antilópur, sem eru meðal
annars frægar fyrir það, hvað
þær gela stokkið hátt og langt.
Myndin gefur hugmynd um þetta.
(Fálkinn).
Þær afræktu hreiðrin í vor flestallar, sumar þeg-
ar sprungið va.r fyrir á skurninu, svo fast svarf að
þeim krepjan og kuldinn.
En þær fáu eggjamæður, sem unguðu út. mistu
börnin sín úr kulda.
Þegar sumri hallar, þyrpast lóur á túnin og tina
þar frækorn fram í haustsnjóa.
Nú hefi ég ekki séð eina einustu lóu á túni.
Þetta hlýtur að stafa af því, að ungarnir dóu i
vor. Og svo hafa foreldrarnir farið i sumar til fjar-
lægra stöðva, þegar þau höfðu ekkert ungviði til
að annast i sumarleyfinu.
Það má segja að vér sveitamennirnir kvörtum
stundum að ósekju um tiðarfar.
En náttúran her i þetta sinn vitni um það, eða
þó réttara sagt börnin hennar, og þau eru sannsög-
ul, að óhótatið gekk yfir landið fyrri hluta sumars,
yfir Norðurland a. m. k.
Eins dauði er annars lif; þegar kríungarnir lágu
dauðir í valnum, komu svarthakar, óteljandi, utan
frá sjó og ruddu valinn.
Eigi veit ég, hvernig þeir komust á snoðir um
þetta æti, hafa ef til vill fundið á sér, að krásin var
þarna og flogið „eftir nasasjón“ á nályktina.
— Úr því að ég minnist á unga-dauöa og fuglalíf,
má drepa á það, að landi voru er mikil prýði að
íuglalífi, eða hefir verið.
En sá hræfugla ófögnuður vofir yfir fuglununi,