Dýraverndarinn - 01.11.1938, Qupperneq 10
54
DÝRAVERNDARINN
einkum ung'viSi þeirra, eggjum og ungum, aö fugl -
unum fækkar ár frá ári, þessi síöustu.
í Þingeyjarsýslu v?,r t. d. ótdlulegur fjöldi spóa,
þegar ég var á unga alclri, í móum og mýrum.
Nú eru þeir fáir í samanburöi viS ]>aö sem þá var,
t. d. í mínu landi einn á móti fimm.
Ef til vill er fuglinn drepinn úti í löndum meira
nú en áöur geröist. Vér getum eigi ráöið. viö þaö.
En fækkunin er aö sumu leyti af völdum hrafna,
og annara varga.
Æöurnar sátu á og unguðu út eggjum sínum i vor,
þó aö kalt blési. En auðvitað er þaö, aö brotsjór
cg svartl)aksvargur hremdi ungana, ef til vill flesta.
Þessi voðavargur hamlar vexti og viögangi æðar-
varj)a stórkostlega. ()g löggjafarnir eru á tveim átt-
um um þaö, hvort honum skuli hlíft eða herja skuli
á hann, svo að um muni.
í Færeyjum er tjaldur heilagur fugl — varð það
fyrir tilstilli skálds, sem gerði hann að tákni sjálf-
stæðis og þjóðernis eyjabúa, gagnvart aðvifandi
hræfugli, þ. e. útlendu valdi.
Hér á landi er æðarfuglinn ofsóttur af skotvörg-
um og af fuglavargi, i stað þess að sá hinn fagri
nytjafugl ætti að vera (frið)heilagur dýrlingur.
Æðardúnninn nyrðra varð eigi hirtur, fyrir bleytu
ótiðarinnar, svo sem nauðsyn krafði.
Laxamýrar bóndi sagöi mér, að hann mundi hafa
hálfan dún við það, sem veriö gat.
Það er hvort tveggja og bæöi, að eigi má ónáða
fuglinn í ótíð til þess að tina dúninn. (>g í öðru lagi
er eigi unt að þurka hann og verja hann frekari
skemdum, þegar eigi gefur þerri dögum og vikum
saman, svo að þorni af strái, a.uk heldur meira.
Þegar hlutskipti unganna, sem illúðleg veðrátta
og flugvargur hremma, ber á góma, kemur mér i
hug aðsókn mannanna að súluungunum í Eldey.
Opinber frétt gat um það í fyrrasumar, að þá hefðu
veiðimenn drepið þar 4000 unga og í suniar voru
jafnmargir drepnir og nú nýlega getur blaðið eitt
um það, að nokkur hundruð voru veidd — líklega
allir sem til voru.
Mikla harðúð þarf að hafa innanbrjósts til þess
að drepa varnarlaust ungviði, setn skelfing dauðans
hlýtur að grípa, bæði unga og foreldra.
Eigi er hungursneyð veiðima.nna til að dreifa i
þessu dæmi, því að gnægð matar er í landi voru
til lands og sjávar á þeim tírna, sem súluunginn er
tekinn.
Og hvernig getur súlan haldizt við, þessi ítur-
vaxni, flugslyngi og skygni köfunarfugl, ef ung-
inn er strádrepinn árlega?
Er eigi þarna að verki samskonar harðúð og ó-
forsjálni, sem útrýmdi geirfuglinum i nánd við
Eldey?
Vill eigi löggjafarvaldið taka í taumana og hlut-
ast til um, að ekki sé beitt þvílikri grimd við súlu-
ungana i Eldey, sem Heródes Heitti forðum við
börnin i Betlehem ? — og höfð er i frammi viö börn
í þeim löndum, sem styrjaldir gera að blóði drifnum
táradal.
Fyrir s'tuttu sagöi útvarpið frá þvi, að i Noregi
hefði veriö drepnir í fyrra 6000 æðarfuglar handa
refabúunum.
Alexander Kjelland, skáldið mikla, getur þess í
bók sinni „Menn og dýr“, sem út kom íyrir síð-
ustu aldamót, að æðarfugl væri friðaður með lögum
í Noregi. Hann getur þess aö vísu, að lögin séu
brotin, og eggjunum rænt, en þessi frétt kemur
manni á óvart, aö nú sé fuglinn brytjaður niður í
tófur.
Þessi ómenning frænda vorra hvetur mig til aö
minnast betur á æðarfuglinn er ég hefi gjört hér
að framan, ■—- það er að segja ofsóknirnar gegn
honum.
Það er ojúnber levndardómur, að mennirnir drepa
æðarfulglinn umhverfis alt land.
En þó munu fleygir vargar höggv'a stærri skörð
i fylkingar fuglanna; þar er svartbakurinn mestur
vágestur. Eg veit meö vissu, aö upp úr einuríi svart-
bak hafa kömið 7 æöarungar, nýskriðnir úr eggi.
Þegar þeir vaxa svo, aö hann getur ekki gleypt
þá, rífur hann þá í sig með klóm og kjafti — lif-
andi.
Þó að ég hafi ekki horft á þær aöfarir úti á
sjónum, veit ég vel, hvernig hann veiðir apdarunga
og mun hvort tveggja aðferðin verá sú sama. Ég
hefi margsinnis fundið andarungá þannig til reika
eftir hann, að ungarnir hafa verið, rifnir á hol, ann-
að hvort gegnum bakið eðá brjóstið, hjartað og
fóarnið slitið úr unganum, en hann óétinn að öðru
leyti. Svartbakurinn virðist gera sér leik til þess
aö drepa fram yfir það, sem þörf hans krefur.
Kippling, enska stórskáldið, getur þess í dýrasög-
um sínum frá Indlandsskógum, að villidýr drepi
að eins sér til matar, — og ekki fram yfir nauð-
synjar. En svartbakurinn hér við land viröist, svo