Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1938, Síða 12

Dýraverndarinn - 01.11.1938, Síða 12
56 DÝRAVERNDARINN DÝRAVERNDARINN kemur að minsta kosti á 11 a s i n n u m út á ári. Dýraverndarinn cr ódýrasta blaðið, sem nú er j;eíiÖ út hér á landi. Árgangur hans kostar að eins 3 krónur. Ætlunarverk Dýraverndarans er að vinna að upp- eldis- og menningarmáli allra þjóSa, en þaS er sú siðbót, sem íram kemur í verndun málleysingja og miskunnsemi við munaðarlausa. Dýraverndarinn er oft prýddur myndum, og í honum munu verða ritgerðir og sögur eftir ritfæra menn og merka. Dýraverndarinn vill vinna sér traust og hylli allra góðra manna, ungra og gamalla. Og er eigi sízt leitað liðsinnis kennara orj ungmennafélaga um að kynna blaðið. Þcir, sem útvega 5 kaupendur að Dýraverndar- anum, eða fleiri, fá 20°/o í sölulaun. Dýraverndunarfélag Islands. M AGA. GuSni Þórarinsson bóndi á VöSlum átti á, sem hann kallaSi Mögu. Hann sýndi mér ána, seint á vetri, eSa þegar skamrnt var til sumarmála. Hún var þá orSin fjörgömul, grönn aS holdum og komin úr lambeign. Ullin sýndist mér líkust snoSi. Ærin var hrikaleg og stór, mikilúSleg og hörkuleg. Eg spurSi GuSna aS því, hvers vegna hann setti svona á á vetur, þar sem hún ætti honum ekki lengur lömb og varla gæfi ull hennar honum mikinn arS, og þar aS auki yrSi hann aS hafa hana í kúa.hlöS- unni og velja handa henni gott hey. — ,,Til þess liggja þau rök“, sagSi GuSni, „aS hún er móS.ir fjárstofnsins míns. Flest af mínu íé er út af henni komiS, en þú hefir látiS þaS álit þitt í ljósi, aS þaS sé meS fallegasta fé í sveitinni. Þar aS auki er hún mikill vinur allra á heimilinu, og líklega á ég henni mest aS þakka, af öllum þeim skepnum, sem ég hefi átt eSa haft undir hendi. Hún átti mér alltaf tvö lömb á hverju ári i mörg ár. Þó hart væri, gróSur- leysi og vorharSindi, var mjólk hennar ávalt nægi- leg handa tveimur lömbum og stundum of mikil. AS hausti voru hennar lömb langfallegust af öllum lömbunum, og aldrei drapst lamb undan henni, hvorki í æsku né uppvexti. YrSi aS beita hörSu viS fé mitt, vegna heyskorts og harSinda, svo af því leiddi aS þaS væri grannholda aS vori, var Maga mín ávalt holdsöm og vel útlitandi, þó hún byggi viS alveg sama kost og' hinar kindurnar. ÞaS var eins og hún vissi upp á hár hvar beitin var kiarnbezt i högum og fjöru. Og þar aS auki var nú dugnaS- urinn aS sækja á móti illviSrum, kljúfa skafla, eSa hafa sig fram úr þeim og brjótast á milli hafísjaka i fjörunni, til þess aS ná i bezta fjörugróSurinn". Ég dvaldi hjá GuSna í nokkrar nætur, og fékk mætur á honum. Hann var greindur maSur, nær- gætinn, umhyggjusamur og góSur bóndi, sem hafSi sig upp úr fátækt meS dugnaSi og hagsýni, og auk þess var hann vinur dýranna og kunni aS umgang- ast þau. Á meSan ég var þar, kom fyrir atvik, sem lýsir vel Mögu gömlu. Eins og áSur er sagt, var hún fóSruS í kúahlöSunni, er á leiS vetur. GuSni átti cina fyrirmálsá, sem komin var aS burSi um þessar mundir og var hún líka afkróuS (meS grindum) i kúahlöSunni hjá Mögu. Einn morgun, þegar komiS var í hlöSuna, var ærin borin, Maga gamla, sem sjálf var geld, var þá búin aS taka lambiS frá móS- ur þess, barSi hana frá því og gerSi allar mögulegar tilraunir til þess aS korpa því á sinn spena. ÞaS var nú ekki hægt aS HSa Mögu þetta rán og var hún tekin úr kránni fr-á lambánni og látin vera fyrir framan grindurnar, þó hún ætti þá beinan aSgang aS töðustálinu. Næsta morgun, þegar komiS var i hlöSuna, hafSi Maga vippaS sér yfir grindurnar til lambsins og var búin aS ræna því í annaS sinn frá móSur þess. Nú var Maga tekin úr hlöSunni og skotiS inn tii gemlinganna í lambhúsinu. HafSi hún því orSiS fyrir því mótlæti, aS missa af vist í hlöS- unni, þar sem henni leiS vel og vera svift þeirri ánægju, aS annast um lambiS, sem hún hafSi fest ást á.Hún var því stygglynd, þegsr hún kom í lamb- húsiS og ekki leiS á löngu þar til hún hafSi hrakiS alla gemlingana úr annari krónni yfir í hina og leyfSi engum þeirra aS stíga þangaS fæti, en vildi hafa alla króna fyrir sig eina. Svona var skapferli og dugnaSur Mögu á elliárum hennar. Bjarni Sigurðsson. Ritstj.: Símon Jóh. Ágústsson, Njálsgötu 92. Útgefandi: Dýraverndunarfélag fslands. FélagsprentsmiCian

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.